Biðja Bandaríkin að koma í veg fyrir flutninga Kúrda til Afrin 8. mars 2018 17:30 Kúrdar hafa tilkynnt að sóknin gegn ISIS verður stöðvuð og að um 1.700 meðlimir YPG muni ferðast til Afrin og berjast gegn innrásinni. Vísir/AFP Ríkisstjórn Tyrklands hefur beðið yfirvöld Bandaríkjanna að koma í veg fyrir að hersveitir Kúrda í Sýrlandi, YPG, færi hermenn frá austurhluta landsins, þar sem þeir hafa barist gegn vígamönnum Íslamska ríkisins, til Afrinhéraðs. Þar hafa Tyrkir gert innrás með stuðningi uppreisnarhópa sem þeir hafa stutt gegn ríkisstjórn Bashar al-Assad, forseta Sýrlands. Kúrdar hafa tilkynnt að sóknin gegn ISIS verður stöðvuð og að um 1.700 meðlimir YPG muni ferðast til Afrin og berjast gegn innrásinni. Sveitir hliðhollar Assad, sem studdar eru af Íran, taka einnig þátt í vörninni í Afrin.Sjá einnig: Assad-liðar á leið til AfrinSýrlenskir Kúrdar hafa stjórnaði héraðinu um langt skeið en yfirvöld Tyrklands hafa sakað þá um að vera hryðjuverkamenn og vera hliðholla Verkamannaflokki Kúrda í Tyrklandi, PKK, sem hefur háð áratugalanga og blóðuga frelsisbaráttu þar í landi. Ibrahim Kalin, talsmaður Recep Tayyip Erdogan, forseta Tyrklands, segir að ríkisstjórn landsins búist við því að Bandaríkin verði við ósk þeirra og segir það vera eðlileg réttindi Tyrkja. Samkvæmt frétt New York Times hafa Bandaríkin ekki svarað beiðni Tyrkja þrátt fyrir að beiðnin hafi verið lögð fram í gær.Í austurhluta landsins berjast regnhlífarsamtökin Syrian Democratic Forces, SDF, gegn Íslamska ríkinu og hafa þau tekið stjórn á stórum hluta Sýrlands með stuðningi Bandaríkjanna. Að mestu eru SDF skipuð af hermönnum Kúrda en margar aðrar fylkingar araba og fleiri samfélagshópa berjast einnig með samtökunum. Um mikið högg er því að ræða fyrir baráttuna gegn ISIS. Bandaríkin hafa frá því að innrás Tyrkja hófst, haldið því fram að þeir séu bandamenn SDF en tengist YPG ekki. Sameinuðu þjóðirnar hafa gagnrýnt aðgerðir Tyrkja í Afrin og segja marga almenna borgara hafa fallið í árásunum og að tugir þúsunda hafi þurft að yfirgefa heimili sín. Sýrland Tengdar fréttir Erdogan heitir því að ráðast á Manbij Til átaka gæti komið á milli Tyrklands og Bandaríkjanna þar sem bandarískir hermenn eru í Manbij. 26. janúar 2018 13:15 Fleiri handtekin fyrir andstöðu við aðgerðir Tyrkjahers í Afrin Bannað er að tala gegn aðgerðum Tyrkja í Afrin-héraði Sýrlands. Forysta tyrknesku læknasamtakanna handtekin sem og andstæðingar Erdogan-stjórnarinnar sem lýstu vanþóknun sinni á samfélagsmiðlum. 3. febrúar 2018 07:00 Tyrkir hyggjast sækja að Írak Tyrkneski herinn er tilbúinn til þess að sækja alla leið austur að landamærum Sýrlands og Íraks í aðgerðum sínum gegn YPG, hersveitum Kúrda. Þetta sagði Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, í gær. Ítrekaði hann að næst myndu Tyrkir taka borgina Manbij. 27. janúar 2018 07:00 Æfur yfir stuðningi Bandaríkjanna við sýrlenska Kúrda Forseti Tyrklands virðist hóta Bandaríkjunum „Ottómana-kinnhesti“. 13. febrúar 2018 11:37 Reiði í Afrin eftir limlestingu líks konu Uppreisnarmenn, sem studdir eru af Tyrklandi, birtu myndband af limlestu líki konu sem barðist fyrir YPG. 2. febrúar 2018 13:00 Mest lesið Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Innlent Fleiri fréttir Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Sjá meira
Ríkisstjórn Tyrklands hefur beðið yfirvöld Bandaríkjanna að koma í veg fyrir að hersveitir Kúrda í Sýrlandi, YPG, færi hermenn frá austurhluta landsins, þar sem þeir hafa barist gegn vígamönnum Íslamska ríkisins, til Afrinhéraðs. Þar hafa Tyrkir gert innrás með stuðningi uppreisnarhópa sem þeir hafa stutt gegn ríkisstjórn Bashar al-Assad, forseta Sýrlands. Kúrdar hafa tilkynnt að sóknin gegn ISIS verður stöðvuð og að um 1.700 meðlimir YPG muni ferðast til Afrin og berjast gegn innrásinni. Sveitir hliðhollar Assad, sem studdar eru af Íran, taka einnig þátt í vörninni í Afrin.Sjá einnig: Assad-liðar á leið til AfrinSýrlenskir Kúrdar hafa stjórnaði héraðinu um langt skeið en yfirvöld Tyrklands hafa sakað þá um að vera hryðjuverkamenn og vera hliðholla Verkamannaflokki Kúrda í Tyrklandi, PKK, sem hefur háð áratugalanga og blóðuga frelsisbaráttu þar í landi. Ibrahim Kalin, talsmaður Recep Tayyip Erdogan, forseta Tyrklands, segir að ríkisstjórn landsins búist við því að Bandaríkin verði við ósk þeirra og segir það vera eðlileg réttindi Tyrkja. Samkvæmt frétt New York Times hafa Bandaríkin ekki svarað beiðni Tyrkja þrátt fyrir að beiðnin hafi verið lögð fram í gær.Í austurhluta landsins berjast regnhlífarsamtökin Syrian Democratic Forces, SDF, gegn Íslamska ríkinu og hafa þau tekið stjórn á stórum hluta Sýrlands með stuðningi Bandaríkjanna. Að mestu eru SDF skipuð af hermönnum Kúrda en margar aðrar fylkingar araba og fleiri samfélagshópa berjast einnig með samtökunum. Um mikið högg er því að ræða fyrir baráttuna gegn ISIS. Bandaríkin hafa frá því að innrás Tyrkja hófst, haldið því fram að þeir séu bandamenn SDF en tengist YPG ekki. Sameinuðu þjóðirnar hafa gagnrýnt aðgerðir Tyrkja í Afrin og segja marga almenna borgara hafa fallið í árásunum og að tugir þúsunda hafi þurft að yfirgefa heimili sín.
Sýrland Tengdar fréttir Erdogan heitir því að ráðast á Manbij Til átaka gæti komið á milli Tyrklands og Bandaríkjanna þar sem bandarískir hermenn eru í Manbij. 26. janúar 2018 13:15 Fleiri handtekin fyrir andstöðu við aðgerðir Tyrkjahers í Afrin Bannað er að tala gegn aðgerðum Tyrkja í Afrin-héraði Sýrlands. Forysta tyrknesku læknasamtakanna handtekin sem og andstæðingar Erdogan-stjórnarinnar sem lýstu vanþóknun sinni á samfélagsmiðlum. 3. febrúar 2018 07:00 Tyrkir hyggjast sækja að Írak Tyrkneski herinn er tilbúinn til þess að sækja alla leið austur að landamærum Sýrlands og Íraks í aðgerðum sínum gegn YPG, hersveitum Kúrda. Þetta sagði Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, í gær. Ítrekaði hann að næst myndu Tyrkir taka borgina Manbij. 27. janúar 2018 07:00 Æfur yfir stuðningi Bandaríkjanna við sýrlenska Kúrda Forseti Tyrklands virðist hóta Bandaríkjunum „Ottómana-kinnhesti“. 13. febrúar 2018 11:37 Reiði í Afrin eftir limlestingu líks konu Uppreisnarmenn, sem studdir eru af Tyrklandi, birtu myndband af limlestu líki konu sem barðist fyrir YPG. 2. febrúar 2018 13:00 Mest lesið Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Innlent Fleiri fréttir Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Sjá meira
Erdogan heitir því að ráðast á Manbij Til átaka gæti komið á milli Tyrklands og Bandaríkjanna þar sem bandarískir hermenn eru í Manbij. 26. janúar 2018 13:15
Fleiri handtekin fyrir andstöðu við aðgerðir Tyrkjahers í Afrin Bannað er að tala gegn aðgerðum Tyrkja í Afrin-héraði Sýrlands. Forysta tyrknesku læknasamtakanna handtekin sem og andstæðingar Erdogan-stjórnarinnar sem lýstu vanþóknun sinni á samfélagsmiðlum. 3. febrúar 2018 07:00
Tyrkir hyggjast sækja að Írak Tyrkneski herinn er tilbúinn til þess að sækja alla leið austur að landamærum Sýrlands og Íraks í aðgerðum sínum gegn YPG, hersveitum Kúrda. Þetta sagði Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, í gær. Ítrekaði hann að næst myndu Tyrkir taka borgina Manbij. 27. janúar 2018 07:00
Æfur yfir stuðningi Bandaríkjanna við sýrlenska Kúrda Forseti Tyrklands virðist hóta Bandaríkjunum „Ottómana-kinnhesti“. 13. febrúar 2018 11:37
Reiði í Afrin eftir limlestingu líks konu Uppreisnarmenn, sem studdir eru af Tyrklandi, birtu myndband af limlestu líki konu sem barðist fyrir YPG. 2. febrúar 2018 13:00