Reiði í Afrin eftir limlestingu líks konu Samúel Karl Ólason skrifar 2. febrúar 2018 13:00 Stórskotalið Tyrklandshers skýtur á Kúrda í Afrinhéraði. Vísir/AFP Mikil reiði hefur blossað upp í Afrinhéraði Sýrlands eftir að uppreisnarmenn, sem studdir eru af Tyrklandi, birtu myndband af limlestu líki konu sem barðist fyrir YPG (Sýrlenska Kúrda). Uppreisnarmennirnir höfðu klætt hana úr að ofan og skorið brjóstin af líkinu. Á myndbandinu stóð hópur uppreisnarmanna í kringum líkið og ræddu hvort hún væri falleg eða ekki á meðan stigið var á hana. Forsvarsmaður Syrian Observatory for Human Rights, samtaka sem fylgjast grannt með gangi mála í Sýrlandi í gegnum umfangsmikið net heimildarmanna, Rami Abdurrahman, sagði Washington Post að uppreisnarmennirnir sjálfir hefðu útvegað honum myndbandið sem um ræðir og stært sig af því að hafa fellt konuna í norðanverðu Afrinhéraði.Einn af uppreisnarmönnunum sagði að Kúrdar ættu að skammast sín fyrir að senda konur á víglínurnar. Fjöldi kvenna berjast fyrir YPG og hafa þær gert það um langt skeið. Konur tóku virkan þátt í orrustum gegn vígamönnum Íslamska ríkisins. Uppreisnarmennirnir sem tóku myndbandið sögðu limlestinguna hafa verið refsingu fyrir atvik í apríl árið 2016 þegar meðlimir YPG keyrðu um götur Afrin með lík nokkra tuga uppreisnarmanna sem höfðu verið felldir þegar þeir gerðu árás á yfirráðasvæði Kúrda nærri Aleppo. Samkvæmt SOHR báðust YPG afsökunar á atvikinu og sögðu líkunum hafa verið ekið um borgina í óþökk leiðtoga YPG. Það væri ekki í samræmi við boðskap og gildi þeirra. Tyrkneski herinn réðst inn í Sýrland fyrir tveimur vikum og eru þúsundir uppreisnarmanna þeim til stuðnings. Tyrkir herja nú á Kúrda í héraðinu og reyna að uppræta starfsemi hersveita þeirra, YPG, en svæðið á landamæri að Tyrklandi. Tyrkir telja YPG hernaðararm Verkamannaflokks Kúrda, PKK, en NATO og ESB líta á flokkinn sem hryðjuverkasamtök. Því neita Kúrdar og Bandaríkjamenn.There's also another video going viral which is too graphic to share. But I'll try to describe it. Basically Syrian rebels near Afrin killed a Kurdish female fighter, took off her clothes, chopped off her breasts, stepped on her body &discussed whether she was beautiful or not.— Jenan Moussa (@jenanmoussa) February 1, 2018 This is how #NATO member #Turkey secures its borders. pic.twitter.com/JQYoCC0mJk— Rojava Defense Units | YPG (@DefenseUnits) February 1, 2018 Sýrland Tengdar fréttir Ætla að gefa Kúrdum vopn þvert á vilja Tyrkja Donald Trump hefur samþykkt vopnagjöfin sem Kúrdar munu nota gegn ISIS í Raqqa. 9. maí 2017 21:46 „Þeir óttast raddir okkar“ Fjöldi kvenna hafa gengið til liðs við YPG-sveitir Kúrda í Sýrlandi til að hefna fyrir framferði ISIS gagnvart konum. 11. nóvember 2016 14:30 Kúrdar hörfa undan ógnunum Tyrkja Bandaríkin hótuðu einnig að hætta stuðningi sínum við Kúrda í Sýrlandi. 25. ágúst 2016 14:45 Mest lesið Lögregla leitar manns Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Erlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Fleiri fréttir Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Sjá meira
Mikil reiði hefur blossað upp í Afrinhéraði Sýrlands eftir að uppreisnarmenn, sem studdir eru af Tyrklandi, birtu myndband af limlestu líki konu sem barðist fyrir YPG (Sýrlenska Kúrda). Uppreisnarmennirnir höfðu klætt hana úr að ofan og skorið brjóstin af líkinu. Á myndbandinu stóð hópur uppreisnarmanna í kringum líkið og ræddu hvort hún væri falleg eða ekki á meðan stigið var á hana. Forsvarsmaður Syrian Observatory for Human Rights, samtaka sem fylgjast grannt með gangi mála í Sýrlandi í gegnum umfangsmikið net heimildarmanna, Rami Abdurrahman, sagði Washington Post að uppreisnarmennirnir sjálfir hefðu útvegað honum myndbandið sem um ræðir og stært sig af því að hafa fellt konuna í norðanverðu Afrinhéraði.Einn af uppreisnarmönnunum sagði að Kúrdar ættu að skammast sín fyrir að senda konur á víglínurnar. Fjöldi kvenna berjast fyrir YPG og hafa þær gert það um langt skeið. Konur tóku virkan þátt í orrustum gegn vígamönnum Íslamska ríkisins. Uppreisnarmennirnir sem tóku myndbandið sögðu limlestinguna hafa verið refsingu fyrir atvik í apríl árið 2016 þegar meðlimir YPG keyrðu um götur Afrin með lík nokkra tuga uppreisnarmanna sem höfðu verið felldir þegar þeir gerðu árás á yfirráðasvæði Kúrda nærri Aleppo. Samkvæmt SOHR báðust YPG afsökunar á atvikinu og sögðu líkunum hafa verið ekið um borgina í óþökk leiðtoga YPG. Það væri ekki í samræmi við boðskap og gildi þeirra. Tyrkneski herinn réðst inn í Sýrland fyrir tveimur vikum og eru þúsundir uppreisnarmanna þeim til stuðnings. Tyrkir herja nú á Kúrda í héraðinu og reyna að uppræta starfsemi hersveita þeirra, YPG, en svæðið á landamæri að Tyrklandi. Tyrkir telja YPG hernaðararm Verkamannaflokks Kúrda, PKK, en NATO og ESB líta á flokkinn sem hryðjuverkasamtök. Því neita Kúrdar og Bandaríkjamenn.There's also another video going viral which is too graphic to share. But I'll try to describe it. Basically Syrian rebels near Afrin killed a Kurdish female fighter, took off her clothes, chopped off her breasts, stepped on her body &discussed whether she was beautiful or not.— Jenan Moussa (@jenanmoussa) February 1, 2018 This is how #NATO member #Turkey secures its borders. pic.twitter.com/JQYoCC0mJk— Rojava Defense Units | YPG (@DefenseUnits) February 1, 2018
Sýrland Tengdar fréttir Ætla að gefa Kúrdum vopn þvert á vilja Tyrkja Donald Trump hefur samþykkt vopnagjöfin sem Kúrdar munu nota gegn ISIS í Raqqa. 9. maí 2017 21:46 „Þeir óttast raddir okkar“ Fjöldi kvenna hafa gengið til liðs við YPG-sveitir Kúrda í Sýrlandi til að hefna fyrir framferði ISIS gagnvart konum. 11. nóvember 2016 14:30 Kúrdar hörfa undan ógnunum Tyrkja Bandaríkin hótuðu einnig að hætta stuðningi sínum við Kúrda í Sýrlandi. 25. ágúst 2016 14:45 Mest lesið Lögregla leitar manns Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Erlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Fleiri fréttir Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Sjá meira
Ætla að gefa Kúrdum vopn þvert á vilja Tyrkja Donald Trump hefur samþykkt vopnagjöfin sem Kúrdar munu nota gegn ISIS í Raqqa. 9. maí 2017 21:46
„Þeir óttast raddir okkar“ Fjöldi kvenna hafa gengið til liðs við YPG-sveitir Kúrda í Sýrlandi til að hefna fyrir framferði ISIS gagnvart konum. 11. nóvember 2016 14:30
Kúrdar hörfa undan ógnunum Tyrkja Bandaríkin hótuðu einnig að hætta stuðningi sínum við Kúrda í Sýrlandi. 25. ágúst 2016 14:45