Reiði í Afrin eftir limlestingu líks konu Samúel Karl Ólason skrifar 2. febrúar 2018 13:00 Stórskotalið Tyrklandshers skýtur á Kúrda í Afrinhéraði. Vísir/AFP Mikil reiði hefur blossað upp í Afrinhéraði Sýrlands eftir að uppreisnarmenn, sem studdir eru af Tyrklandi, birtu myndband af limlestu líki konu sem barðist fyrir YPG (Sýrlenska Kúrda). Uppreisnarmennirnir höfðu klætt hana úr að ofan og skorið brjóstin af líkinu. Á myndbandinu stóð hópur uppreisnarmanna í kringum líkið og ræddu hvort hún væri falleg eða ekki á meðan stigið var á hana. Forsvarsmaður Syrian Observatory for Human Rights, samtaka sem fylgjast grannt með gangi mála í Sýrlandi í gegnum umfangsmikið net heimildarmanna, Rami Abdurrahman, sagði Washington Post að uppreisnarmennirnir sjálfir hefðu útvegað honum myndbandið sem um ræðir og stært sig af því að hafa fellt konuna í norðanverðu Afrinhéraði.Einn af uppreisnarmönnunum sagði að Kúrdar ættu að skammast sín fyrir að senda konur á víglínurnar. Fjöldi kvenna berjast fyrir YPG og hafa þær gert það um langt skeið. Konur tóku virkan þátt í orrustum gegn vígamönnum Íslamska ríkisins. Uppreisnarmennirnir sem tóku myndbandið sögðu limlestinguna hafa verið refsingu fyrir atvik í apríl árið 2016 þegar meðlimir YPG keyrðu um götur Afrin með lík nokkra tuga uppreisnarmanna sem höfðu verið felldir þegar þeir gerðu árás á yfirráðasvæði Kúrda nærri Aleppo. Samkvæmt SOHR báðust YPG afsökunar á atvikinu og sögðu líkunum hafa verið ekið um borgina í óþökk leiðtoga YPG. Það væri ekki í samræmi við boðskap og gildi þeirra. Tyrkneski herinn réðst inn í Sýrland fyrir tveimur vikum og eru þúsundir uppreisnarmanna þeim til stuðnings. Tyrkir herja nú á Kúrda í héraðinu og reyna að uppræta starfsemi hersveita þeirra, YPG, en svæðið á landamæri að Tyrklandi. Tyrkir telja YPG hernaðararm Verkamannaflokks Kúrda, PKK, en NATO og ESB líta á flokkinn sem hryðjuverkasamtök. Því neita Kúrdar og Bandaríkjamenn.There's also another video going viral which is too graphic to share. But I'll try to describe it. Basically Syrian rebels near Afrin killed a Kurdish female fighter, took off her clothes, chopped off her breasts, stepped on her body &discussed whether she was beautiful or not.— Jenan Moussa (@jenanmoussa) February 1, 2018 This is how #NATO member #Turkey secures its borders. pic.twitter.com/JQYoCC0mJk— Rojava Defense Units | YPG (@DefenseUnits) February 1, 2018 Sýrland Tengdar fréttir Ætla að gefa Kúrdum vopn þvert á vilja Tyrkja Donald Trump hefur samþykkt vopnagjöfin sem Kúrdar munu nota gegn ISIS í Raqqa. 9. maí 2017 21:46 „Þeir óttast raddir okkar“ Fjöldi kvenna hafa gengið til liðs við YPG-sveitir Kúrda í Sýrlandi til að hefna fyrir framferði ISIS gagnvart konum. 11. nóvember 2016 14:30 Kúrdar hörfa undan ógnunum Tyrkja Bandaríkin hótuðu einnig að hætta stuðningi sínum við Kúrda í Sýrlandi. 25. ágúst 2016 14:45 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Erlent Ætla að flytja starfsemi Vogs Innlent Skortir lækna í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sjá meira
Mikil reiði hefur blossað upp í Afrinhéraði Sýrlands eftir að uppreisnarmenn, sem studdir eru af Tyrklandi, birtu myndband af limlestu líki konu sem barðist fyrir YPG (Sýrlenska Kúrda). Uppreisnarmennirnir höfðu klætt hana úr að ofan og skorið brjóstin af líkinu. Á myndbandinu stóð hópur uppreisnarmanna í kringum líkið og ræddu hvort hún væri falleg eða ekki á meðan stigið var á hana. Forsvarsmaður Syrian Observatory for Human Rights, samtaka sem fylgjast grannt með gangi mála í Sýrlandi í gegnum umfangsmikið net heimildarmanna, Rami Abdurrahman, sagði Washington Post að uppreisnarmennirnir sjálfir hefðu útvegað honum myndbandið sem um ræðir og stært sig af því að hafa fellt konuna í norðanverðu Afrinhéraði.Einn af uppreisnarmönnunum sagði að Kúrdar ættu að skammast sín fyrir að senda konur á víglínurnar. Fjöldi kvenna berjast fyrir YPG og hafa þær gert það um langt skeið. Konur tóku virkan þátt í orrustum gegn vígamönnum Íslamska ríkisins. Uppreisnarmennirnir sem tóku myndbandið sögðu limlestinguna hafa verið refsingu fyrir atvik í apríl árið 2016 þegar meðlimir YPG keyrðu um götur Afrin með lík nokkra tuga uppreisnarmanna sem höfðu verið felldir þegar þeir gerðu árás á yfirráðasvæði Kúrda nærri Aleppo. Samkvæmt SOHR báðust YPG afsökunar á atvikinu og sögðu líkunum hafa verið ekið um borgina í óþökk leiðtoga YPG. Það væri ekki í samræmi við boðskap og gildi þeirra. Tyrkneski herinn réðst inn í Sýrland fyrir tveimur vikum og eru þúsundir uppreisnarmanna þeim til stuðnings. Tyrkir herja nú á Kúrda í héraðinu og reyna að uppræta starfsemi hersveita þeirra, YPG, en svæðið á landamæri að Tyrklandi. Tyrkir telja YPG hernaðararm Verkamannaflokks Kúrda, PKK, en NATO og ESB líta á flokkinn sem hryðjuverkasamtök. Því neita Kúrdar og Bandaríkjamenn.There's also another video going viral which is too graphic to share. But I'll try to describe it. Basically Syrian rebels near Afrin killed a Kurdish female fighter, took off her clothes, chopped off her breasts, stepped on her body &discussed whether she was beautiful or not.— Jenan Moussa (@jenanmoussa) February 1, 2018 This is how #NATO member #Turkey secures its borders. pic.twitter.com/JQYoCC0mJk— Rojava Defense Units | YPG (@DefenseUnits) February 1, 2018
Sýrland Tengdar fréttir Ætla að gefa Kúrdum vopn þvert á vilja Tyrkja Donald Trump hefur samþykkt vopnagjöfin sem Kúrdar munu nota gegn ISIS í Raqqa. 9. maí 2017 21:46 „Þeir óttast raddir okkar“ Fjöldi kvenna hafa gengið til liðs við YPG-sveitir Kúrda í Sýrlandi til að hefna fyrir framferði ISIS gagnvart konum. 11. nóvember 2016 14:30 Kúrdar hörfa undan ógnunum Tyrkja Bandaríkin hótuðu einnig að hætta stuðningi sínum við Kúrda í Sýrlandi. 25. ágúst 2016 14:45 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Erlent Ætla að flytja starfsemi Vogs Innlent Skortir lækna í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sjá meira
Ætla að gefa Kúrdum vopn þvert á vilja Tyrkja Donald Trump hefur samþykkt vopnagjöfin sem Kúrdar munu nota gegn ISIS í Raqqa. 9. maí 2017 21:46
„Þeir óttast raddir okkar“ Fjöldi kvenna hafa gengið til liðs við YPG-sveitir Kúrda í Sýrlandi til að hefna fyrir framferði ISIS gagnvart konum. 11. nóvember 2016 14:30
Kúrdar hörfa undan ógnunum Tyrkja Bandaríkin hótuðu einnig að hætta stuðningi sínum við Kúrda í Sýrlandi. 25. ágúst 2016 14:45