Trump stendur við tollana Samúel Karl Ólason skrifar 8. mars 2018 20:37 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. Vísir/AFP Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, tilkynnti nú í kvöld tolla á innflutning stáls og áls til Bandaríkjanna. Kanada og Mexíkó fái tímabundna undanþágu á meðan fríverslunarsamningur Norður-Ameríku, NAFTA, sé endurskoðaður. Þá gaf forsetinn í skyn að Ástralía og „önnur ríki“ gætu einnig fengið undanþágu.Samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar munu tollarnir taka gildi eftir um fimmtán daga. Um er að ræða 25 prósenta toll á innflutt stál og tíu prósenta toll á ál. Þá áskilur Trump sér réttar til þess að hækka eða lækka tollinn frá einstökum ríkjum. Hann sagðist vilja sanngirni í alþjóðaviðskiptum Bandaríkjanna og sagði sömuleiðis að bæði vinir þeirra og óvinir væru mjög ósanngjarnir.„Við verðum mjög sanngjarnir, við verðum mjög sveigjanlegir en við ætlum að vernda hagsmuni vinnandi fólks í Bandaríkjunum eins og ég sagðist ætla að gera í kosningabaráttunni,“ sagði Trump.Þingmenn Repúblikanaflokksins hafa ekki tekið vel í hugmyndir Trump um tolla. 107 þingmenn fulltrúadeildarinnar sendu Trump bréf á dögunum og báðu hann um að hætta við. Þá hefur þingmaðurinn Jeff Flake, sem er Repúblikani, tilkynnt að hann ætli að leggja fram lagafrumvarp sem ætlað er að fella niður tolla Trump. Paul Ryan leiðtogi Repúblikana í fulltrúadeildinni hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann lýsir yfir andstöðu við tollana. Helsti efnahagsráðgjafi Trump, Gary Cohn, hefur sagt af sér vegna andstöðu sinni við tollana. Þá hafa nokkur stór ríki og Evrópusambandið sem eiga í viðskiptum við Bandaríkin hótað því að svara fyrir sig með tollum á útflutning Bandaríkjanna. Sérfræðingar hafa varað við mögulegu viðskiptastríði.Tilkynning Trump í heild sinni LIVE: President Trump to sign orders on steel and aluminum tariffs. https://t.co/8oSBc05WUd— NBC News (@NBCNews) March 8, 2018 Trump skrifar undir JUST IN: President Trump signs orders for 25% tariffs on steel and 10% tariffs on aluminum. pic.twitter.com/zEp77yqMdF— NBC News (@NBCNews) March 8, 2018 Ástralía Bandaríkin Donald Trump Kanada Mexíkó Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Fleiri fréttir Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, tilkynnti nú í kvöld tolla á innflutning stáls og áls til Bandaríkjanna. Kanada og Mexíkó fái tímabundna undanþágu á meðan fríverslunarsamningur Norður-Ameríku, NAFTA, sé endurskoðaður. Þá gaf forsetinn í skyn að Ástralía og „önnur ríki“ gætu einnig fengið undanþágu.Samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar munu tollarnir taka gildi eftir um fimmtán daga. Um er að ræða 25 prósenta toll á innflutt stál og tíu prósenta toll á ál. Þá áskilur Trump sér réttar til þess að hækka eða lækka tollinn frá einstökum ríkjum. Hann sagðist vilja sanngirni í alþjóðaviðskiptum Bandaríkjanna og sagði sömuleiðis að bæði vinir þeirra og óvinir væru mjög ósanngjarnir.„Við verðum mjög sanngjarnir, við verðum mjög sveigjanlegir en við ætlum að vernda hagsmuni vinnandi fólks í Bandaríkjunum eins og ég sagðist ætla að gera í kosningabaráttunni,“ sagði Trump.Þingmenn Repúblikanaflokksins hafa ekki tekið vel í hugmyndir Trump um tolla. 107 þingmenn fulltrúadeildarinnar sendu Trump bréf á dögunum og báðu hann um að hætta við. Þá hefur þingmaðurinn Jeff Flake, sem er Repúblikani, tilkynnt að hann ætli að leggja fram lagafrumvarp sem ætlað er að fella niður tolla Trump. Paul Ryan leiðtogi Repúblikana í fulltrúadeildinni hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann lýsir yfir andstöðu við tollana. Helsti efnahagsráðgjafi Trump, Gary Cohn, hefur sagt af sér vegna andstöðu sinni við tollana. Þá hafa nokkur stór ríki og Evrópusambandið sem eiga í viðskiptum við Bandaríkin hótað því að svara fyrir sig með tollum á útflutning Bandaríkjanna. Sérfræðingar hafa varað við mögulegu viðskiptastríði.Tilkynning Trump í heild sinni LIVE: President Trump to sign orders on steel and aluminum tariffs. https://t.co/8oSBc05WUd— NBC News (@NBCNews) March 8, 2018 Trump skrifar undir JUST IN: President Trump signs orders for 25% tariffs on steel and 10% tariffs on aluminum. pic.twitter.com/zEp77yqMdF— NBC News (@NBCNews) March 8, 2018
Ástralía Bandaríkin Donald Trump Kanada Mexíkó Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Fleiri fréttir Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Sjá meira