Íslenski boltinn

Kristinn tryggði Val sigur

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Kristinn Freyr Sigurðsson
Kristinn Freyr Sigurðsson vísir/stefán

Kristinn Freyr Sigurðsson sá um að tryggja Íslandsmeisturm Vals sigur á ÍA í Lengjubikarnum í kvöld.

Íslandsmeistararnir tóku á móti Skagamönnum á Valsvelli og kom Kristinn Freyr Val yfir eftir rúman hálftíma leik. Hann var svo aftur á ferðinni aðeins fjórum mínútum síðar og tvöfaldaði forystu Vals.

Hvorugu liði tókst að skora mark í seinni hálfleik og var niðurstaðan 2-0 sigur Vals sem hefur nú unnið alla fjóra leiki sína í riðli 1 í A-deild Lengjubikarsins. Skagamenn eru í öðru sæti með sex stig.

Fylkir vann 4-1 sigur á Selfossi í Egilshöllinni í riðli 4. Fylkir tillir sér þar með á toppinn í riðlinum en Grindavík getur farið aftur í toppsætið með sigri á FH á sunnudaginn.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.