Íslenski boltinn

Fyrsti sigur Fram kom gegn Víkingum

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Guðmundur fagnar marki með Fram síðasta sumar
Guðmundur fagnar marki með Fram síðasta sumar Vísir/Andri Marinó

Fram náði í sinn fyrsta sigur í Lengjubikarnum þetta árið þegar liðið mætti Víkingi R. í Egilshöll í kvöld.

Guðmundur Magnússon skoraði eina mark leiksins úr vítaspyrnu á 24. mínútu og kom Fram yfir fyrir leikhléið.

Víkingar spiluðu megnið af seinni hálfleik einum fleiri eftir að Framarar fengu rautt spjald á 55. mínútu. Þeir náðu þó ekki að nýta sér liðsmuninn og misstu eigin leikmann út af á 95. mínútu.

Fram er þó ennþá í botnsæti riðils 1 á markatölu. Víkingur R. er í þriðja sæti með 3 stig, líkt og Njarðvík og ÍBV sem mætast á morgun.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.