Sagði Braga ekki hafa brotið af sér Birgir Olgeirsson og Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifa 26. febrúar 2018 17:12 Ásmundur Einar Daðason. Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra sagði niðurstöðu á athugun velferðarráðuneytisins á máli Braga Guðbrandssonar, forstjóra Barnaverndarstofu, leiða í ljós að hvorki hann né Barnaverndarstofu hefðu brotið af sér. Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata, spurði á þingfundi í dag hvers vegna niðurstaða þessarar athugunar hefði ekki legið fyrir áður en ríkisstjórnin ákvað að styðja Braga til framboðs í Barnaverndarréttarnefnd Sameinuðu þjóðanna. Þorsteinn Víglundsson spurði einnig út í málið á þingi. Athugunin var sett í gang af Þorsteini Víglundssyni félagsmálaráðherra í fyrra eftir að formenn barnaverndarnefnda á höfuðborgarsvæðinu með kvörtunum á hendur Braga. Var hann meðal annars sakaður um óeðlileg afskipti í einstaka málum. Ásmundur sagðist sammála þeirri niðurstöðu velferðarráðuneytisins að ekkert brot hafi átt sér stað. Hann telur ekki þörf á frekari rannsókn á málinu en hefur óskað eftir fundi með velferðarnefnd. Þar mun hann gera nefndinni grein fyrir málinu og sitja fyrir svörum. Velferðarráðuneytið birti í dag fjögur bréf á vefsíðu sinni varðandi kvartanirnar vegna Braga. Bréfin eru skrifuð til barnaverndar Reykjavíkur, barnaverndar Kópavogs og barnaverndar Hafnarfjarðar en síðasta bréfið var sent á Braga og Barnaverndarstofu. Í bréfunum kemur fram að augljóslega liggi ekki sá trúnaður og það traust milli aðila í málaflokknum sem þarf að vera til staðar til að tryggja nauðsynlega virkni og framþróun. Þurfi því aðgerðir til að endurheimta traust og trúnað innan málaflokksins. Í bréfunum kemur fram að í janúar á þessu ári hafi ráðuneytið átt tvo fundi með barnaverndarnefndum Reykjavíkur, Hafnarfjarðar og Kópavogs þar sem farið var yfir málið í heild sinni. Í öllum fjórum bréfunum kemur meðal annars fram: „Vinna þarf að því að aðilar málaflokksins leggi ágreining sinn til hliðar og komi sér saman um ákveðnar samskiptareglur og vinni í sameiningu samkvæmt þeim að framgangi barnavernarstarfs. Ráðuneytið mun fela utanaðkomandi aðila að leiða til samtals og samráðs og miðla málum þannig að unnt sé að komast að sameiginlegri niðurstöðu um ásættanlega samskiptahætti og samstarf.“ Bréfin má finna hér fyrir neðan. Fréttin hefur verið uppfærð. Tengdar fréttir Kalla eftir niðurstöðum velferðarráðuneytisins í máli Braga Hann vill taka skýrt fram að málið beinist ekki gegn persónu Braga heldur snúist það fyrst og fremst um eðlilega stjórnsýslu í viðkvæmum málaflokki eins og þessum. 26. febrúar 2018 12:15 Býst við því að niðurstöður í máli Braga verði birtar í dag Niðurstaða ráðuneytisins liggur fyrir en bréf með niðurstöðunum hafa verið send á formenn barnaverndarnefndanna á höfuðborgarsvæðinu. 26. febrúar 2018 14:04 Framboð Braga stuðningsyfirlýsing ríkisstjórnarinnar við vinnubrögð sem kvartað var undan Þorsteinn, sem gengdi stöðu félags-og jafnréttismálaráðherra þegar kvartanirnar bárust, segir að umhvertanir nefndanna hefðu verið fjölmargar og alvarlegar. 25. febrúar 2018 19:42 Krefjast þess að útnefning Braga verði dregin til baka Ung vinstri græn, ungliðahreyfing Vinstri grænna, telur ólíðandi að Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, hafi verið útnefndur sem framboðsefni Íslands til Barnaréttarnefndar Sameinuðu þjóðanna. 26. febrúar 2018 08:08 Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Fleiri fréttir Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Sjá meira
Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra sagði niðurstöðu á athugun velferðarráðuneytisins á máli Braga Guðbrandssonar, forstjóra Barnaverndarstofu, leiða í ljós að hvorki hann né Barnaverndarstofu hefðu brotið af sér. Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata, spurði á þingfundi í dag hvers vegna niðurstaða þessarar athugunar hefði ekki legið fyrir áður en ríkisstjórnin ákvað að styðja Braga til framboðs í Barnaverndarréttarnefnd Sameinuðu þjóðanna. Þorsteinn Víglundsson spurði einnig út í málið á þingi. Athugunin var sett í gang af Þorsteini Víglundssyni félagsmálaráðherra í fyrra eftir að formenn barnaverndarnefnda á höfuðborgarsvæðinu með kvörtunum á hendur Braga. Var hann meðal annars sakaður um óeðlileg afskipti í einstaka málum. Ásmundur sagðist sammála þeirri niðurstöðu velferðarráðuneytisins að ekkert brot hafi átt sér stað. Hann telur ekki þörf á frekari rannsókn á málinu en hefur óskað eftir fundi með velferðarnefnd. Þar mun hann gera nefndinni grein fyrir málinu og sitja fyrir svörum. Velferðarráðuneytið birti í dag fjögur bréf á vefsíðu sinni varðandi kvartanirnar vegna Braga. Bréfin eru skrifuð til barnaverndar Reykjavíkur, barnaverndar Kópavogs og barnaverndar Hafnarfjarðar en síðasta bréfið var sent á Braga og Barnaverndarstofu. Í bréfunum kemur fram að augljóslega liggi ekki sá trúnaður og það traust milli aðila í málaflokknum sem þarf að vera til staðar til að tryggja nauðsynlega virkni og framþróun. Þurfi því aðgerðir til að endurheimta traust og trúnað innan málaflokksins. Í bréfunum kemur fram að í janúar á þessu ári hafi ráðuneytið átt tvo fundi með barnaverndarnefndum Reykjavíkur, Hafnarfjarðar og Kópavogs þar sem farið var yfir málið í heild sinni. Í öllum fjórum bréfunum kemur meðal annars fram: „Vinna þarf að því að aðilar málaflokksins leggi ágreining sinn til hliðar og komi sér saman um ákveðnar samskiptareglur og vinni í sameiningu samkvæmt þeim að framgangi barnavernarstarfs. Ráðuneytið mun fela utanaðkomandi aðila að leiða til samtals og samráðs og miðla málum þannig að unnt sé að komast að sameiginlegri niðurstöðu um ásættanlega samskiptahætti og samstarf.“ Bréfin má finna hér fyrir neðan. Fréttin hefur verið uppfærð.
Tengdar fréttir Kalla eftir niðurstöðum velferðarráðuneytisins í máli Braga Hann vill taka skýrt fram að málið beinist ekki gegn persónu Braga heldur snúist það fyrst og fremst um eðlilega stjórnsýslu í viðkvæmum málaflokki eins og þessum. 26. febrúar 2018 12:15 Býst við því að niðurstöður í máli Braga verði birtar í dag Niðurstaða ráðuneytisins liggur fyrir en bréf með niðurstöðunum hafa verið send á formenn barnaverndarnefndanna á höfuðborgarsvæðinu. 26. febrúar 2018 14:04 Framboð Braga stuðningsyfirlýsing ríkisstjórnarinnar við vinnubrögð sem kvartað var undan Þorsteinn, sem gengdi stöðu félags-og jafnréttismálaráðherra þegar kvartanirnar bárust, segir að umhvertanir nefndanna hefðu verið fjölmargar og alvarlegar. 25. febrúar 2018 19:42 Krefjast þess að útnefning Braga verði dregin til baka Ung vinstri græn, ungliðahreyfing Vinstri grænna, telur ólíðandi að Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, hafi verið útnefndur sem framboðsefni Íslands til Barnaréttarnefndar Sameinuðu þjóðanna. 26. febrúar 2018 08:08 Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Fleiri fréttir Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Sjá meira
Kalla eftir niðurstöðum velferðarráðuneytisins í máli Braga Hann vill taka skýrt fram að málið beinist ekki gegn persónu Braga heldur snúist það fyrst og fremst um eðlilega stjórnsýslu í viðkvæmum málaflokki eins og þessum. 26. febrúar 2018 12:15
Býst við því að niðurstöður í máli Braga verði birtar í dag Niðurstaða ráðuneytisins liggur fyrir en bréf með niðurstöðunum hafa verið send á formenn barnaverndarnefndanna á höfuðborgarsvæðinu. 26. febrúar 2018 14:04
Framboð Braga stuðningsyfirlýsing ríkisstjórnarinnar við vinnubrögð sem kvartað var undan Þorsteinn, sem gengdi stöðu félags-og jafnréttismálaráðherra þegar kvartanirnar bárust, segir að umhvertanir nefndanna hefðu verið fjölmargar og alvarlegar. 25. febrúar 2018 19:42
Krefjast þess að útnefning Braga verði dregin til baka Ung vinstri græn, ungliðahreyfing Vinstri grænna, telur ólíðandi að Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, hafi verið útnefndur sem framboðsefni Íslands til Barnaréttarnefndar Sameinuðu þjóðanna. 26. febrúar 2018 08:08