Sagði Braga ekki hafa brotið af sér Birgir Olgeirsson og Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifa 26. febrúar 2018 17:12 Ásmundur Einar Daðason. Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra sagði niðurstöðu á athugun velferðarráðuneytisins á máli Braga Guðbrandssonar, forstjóra Barnaverndarstofu, leiða í ljós að hvorki hann né Barnaverndarstofu hefðu brotið af sér. Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata, spurði á þingfundi í dag hvers vegna niðurstaða þessarar athugunar hefði ekki legið fyrir áður en ríkisstjórnin ákvað að styðja Braga til framboðs í Barnaverndarréttarnefnd Sameinuðu þjóðanna. Þorsteinn Víglundsson spurði einnig út í málið á þingi. Athugunin var sett í gang af Þorsteini Víglundssyni félagsmálaráðherra í fyrra eftir að formenn barnaverndarnefnda á höfuðborgarsvæðinu með kvörtunum á hendur Braga. Var hann meðal annars sakaður um óeðlileg afskipti í einstaka málum. Ásmundur sagðist sammála þeirri niðurstöðu velferðarráðuneytisins að ekkert brot hafi átt sér stað. Hann telur ekki þörf á frekari rannsókn á málinu en hefur óskað eftir fundi með velferðarnefnd. Þar mun hann gera nefndinni grein fyrir málinu og sitja fyrir svörum. Velferðarráðuneytið birti í dag fjögur bréf á vefsíðu sinni varðandi kvartanirnar vegna Braga. Bréfin eru skrifuð til barnaverndar Reykjavíkur, barnaverndar Kópavogs og barnaverndar Hafnarfjarðar en síðasta bréfið var sent á Braga og Barnaverndarstofu. Í bréfunum kemur fram að augljóslega liggi ekki sá trúnaður og það traust milli aðila í málaflokknum sem þarf að vera til staðar til að tryggja nauðsynlega virkni og framþróun. Þurfi því aðgerðir til að endurheimta traust og trúnað innan málaflokksins. Í bréfunum kemur fram að í janúar á þessu ári hafi ráðuneytið átt tvo fundi með barnaverndarnefndum Reykjavíkur, Hafnarfjarðar og Kópavogs þar sem farið var yfir málið í heild sinni. Í öllum fjórum bréfunum kemur meðal annars fram: „Vinna þarf að því að aðilar málaflokksins leggi ágreining sinn til hliðar og komi sér saman um ákveðnar samskiptareglur og vinni í sameiningu samkvæmt þeim að framgangi barnavernarstarfs. Ráðuneytið mun fela utanaðkomandi aðila að leiða til samtals og samráðs og miðla málum þannig að unnt sé að komast að sameiginlegri niðurstöðu um ásættanlega samskiptahætti og samstarf.“ Bréfin má finna hér fyrir neðan. Fréttin hefur verið uppfærð. Tengdar fréttir Kalla eftir niðurstöðum velferðarráðuneytisins í máli Braga Hann vill taka skýrt fram að málið beinist ekki gegn persónu Braga heldur snúist það fyrst og fremst um eðlilega stjórnsýslu í viðkvæmum málaflokki eins og þessum. 26. febrúar 2018 12:15 Býst við því að niðurstöður í máli Braga verði birtar í dag Niðurstaða ráðuneytisins liggur fyrir en bréf með niðurstöðunum hafa verið send á formenn barnaverndarnefndanna á höfuðborgarsvæðinu. 26. febrúar 2018 14:04 Framboð Braga stuðningsyfirlýsing ríkisstjórnarinnar við vinnubrögð sem kvartað var undan Þorsteinn, sem gengdi stöðu félags-og jafnréttismálaráðherra þegar kvartanirnar bárust, segir að umhvertanir nefndanna hefðu verið fjölmargar og alvarlegar. 25. febrúar 2018 19:42 Krefjast þess að útnefning Braga verði dregin til baka Ung vinstri græn, ungliðahreyfing Vinstri grænna, telur ólíðandi að Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, hafi verið útnefndur sem framboðsefni Íslands til Barnaréttarnefndar Sameinuðu þjóðanna. 26. febrúar 2018 08:08 Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Innlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Erlent Fleiri fréttir Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Sjá meira
Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra sagði niðurstöðu á athugun velferðarráðuneytisins á máli Braga Guðbrandssonar, forstjóra Barnaverndarstofu, leiða í ljós að hvorki hann né Barnaverndarstofu hefðu brotið af sér. Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata, spurði á þingfundi í dag hvers vegna niðurstaða þessarar athugunar hefði ekki legið fyrir áður en ríkisstjórnin ákvað að styðja Braga til framboðs í Barnaverndarréttarnefnd Sameinuðu þjóðanna. Þorsteinn Víglundsson spurði einnig út í málið á þingi. Athugunin var sett í gang af Þorsteini Víglundssyni félagsmálaráðherra í fyrra eftir að formenn barnaverndarnefnda á höfuðborgarsvæðinu með kvörtunum á hendur Braga. Var hann meðal annars sakaður um óeðlileg afskipti í einstaka málum. Ásmundur sagðist sammála þeirri niðurstöðu velferðarráðuneytisins að ekkert brot hafi átt sér stað. Hann telur ekki þörf á frekari rannsókn á málinu en hefur óskað eftir fundi með velferðarnefnd. Þar mun hann gera nefndinni grein fyrir málinu og sitja fyrir svörum. Velferðarráðuneytið birti í dag fjögur bréf á vefsíðu sinni varðandi kvartanirnar vegna Braga. Bréfin eru skrifuð til barnaverndar Reykjavíkur, barnaverndar Kópavogs og barnaverndar Hafnarfjarðar en síðasta bréfið var sent á Braga og Barnaverndarstofu. Í bréfunum kemur fram að augljóslega liggi ekki sá trúnaður og það traust milli aðila í málaflokknum sem þarf að vera til staðar til að tryggja nauðsynlega virkni og framþróun. Þurfi því aðgerðir til að endurheimta traust og trúnað innan málaflokksins. Í bréfunum kemur fram að í janúar á þessu ári hafi ráðuneytið átt tvo fundi með barnaverndarnefndum Reykjavíkur, Hafnarfjarðar og Kópavogs þar sem farið var yfir málið í heild sinni. Í öllum fjórum bréfunum kemur meðal annars fram: „Vinna þarf að því að aðilar málaflokksins leggi ágreining sinn til hliðar og komi sér saman um ákveðnar samskiptareglur og vinni í sameiningu samkvæmt þeim að framgangi barnavernarstarfs. Ráðuneytið mun fela utanaðkomandi aðila að leiða til samtals og samráðs og miðla málum þannig að unnt sé að komast að sameiginlegri niðurstöðu um ásættanlega samskiptahætti og samstarf.“ Bréfin má finna hér fyrir neðan. Fréttin hefur verið uppfærð.
Tengdar fréttir Kalla eftir niðurstöðum velferðarráðuneytisins í máli Braga Hann vill taka skýrt fram að málið beinist ekki gegn persónu Braga heldur snúist það fyrst og fremst um eðlilega stjórnsýslu í viðkvæmum málaflokki eins og þessum. 26. febrúar 2018 12:15 Býst við því að niðurstöður í máli Braga verði birtar í dag Niðurstaða ráðuneytisins liggur fyrir en bréf með niðurstöðunum hafa verið send á formenn barnaverndarnefndanna á höfuðborgarsvæðinu. 26. febrúar 2018 14:04 Framboð Braga stuðningsyfirlýsing ríkisstjórnarinnar við vinnubrögð sem kvartað var undan Þorsteinn, sem gengdi stöðu félags-og jafnréttismálaráðherra þegar kvartanirnar bárust, segir að umhvertanir nefndanna hefðu verið fjölmargar og alvarlegar. 25. febrúar 2018 19:42 Krefjast þess að útnefning Braga verði dregin til baka Ung vinstri græn, ungliðahreyfing Vinstri grænna, telur ólíðandi að Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, hafi verið útnefndur sem framboðsefni Íslands til Barnaréttarnefndar Sameinuðu þjóðanna. 26. febrúar 2018 08:08 Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Innlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Erlent Fleiri fréttir Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Sjá meira
Kalla eftir niðurstöðum velferðarráðuneytisins í máli Braga Hann vill taka skýrt fram að málið beinist ekki gegn persónu Braga heldur snúist það fyrst og fremst um eðlilega stjórnsýslu í viðkvæmum málaflokki eins og þessum. 26. febrúar 2018 12:15
Býst við því að niðurstöður í máli Braga verði birtar í dag Niðurstaða ráðuneytisins liggur fyrir en bréf með niðurstöðunum hafa verið send á formenn barnaverndarnefndanna á höfuðborgarsvæðinu. 26. febrúar 2018 14:04
Framboð Braga stuðningsyfirlýsing ríkisstjórnarinnar við vinnubrögð sem kvartað var undan Þorsteinn, sem gengdi stöðu félags-og jafnréttismálaráðherra þegar kvartanirnar bárust, segir að umhvertanir nefndanna hefðu verið fjölmargar og alvarlegar. 25. febrúar 2018 19:42
Krefjast þess að útnefning Braga verði dregin til baka Ung vinstri græn, ungliðahreyfing Vinstri grænna, telur ólíðandi að Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, hafi verið útnefndur sem framboðsefni Íslands til Barnaréttarnefndar Sameinuðu þjóðanna. 26. febrúar 2018 08:08