Krefjast þess að útnefning Braga verði dregin til baka Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 26. febrúar 2018 08:08 Bragi Guðbrandsson, fráfarandi forstjóri Barnaverndarstofu sækist eftir kjöri til Barnaréttarnefndar Sameinuðu þjóðanna. vísir/valli Ung vinstri græn, ungliðahreyfing Vinstri grænna, telur ólíðandi að Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, hafi verið útnefndur sem framboðsefni Íslands til Barnaréttarnefndar Sameinuðu þjóðanna. Þetta kemur fram í ályktun framkvæmdastjórnar ungliðahreyfingarinnar sem birt var á Facebook síðu hennar í gærkvöldi. Þar krefjast ungliðar að Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttismálaráðherra, dragi útnefningu Braga til baka. „Barnaréttarnefnd sameinuðu þjóðanna hefur það hlutverk að tryggja að þjóðir fari eftir Barnasáttmálanum en gagnrýni á vinnubrögð Braga beinast meðal annars af því að hann sjálfur og Barnaverndarstofa færu ekki ávallt eftir Barnasáttmálanum. Frá því í nóvember hafa starfsmenn barnaverndarnefnda víða um land stigið fram og sagt frá andlegu ofbeldi af hálfu Braga, ófaglegum vinnubrögðum og því að Bragi hafi hlutast til í kynferðisbrotamálum,“ segir í ályktuninni. „Maður sem sakaður er um alvarleg brot í starfi og mismunun í málsmeðferð á ekki að vera fulltrúi Íslands í nefnd sem þessari. Börn eiga alltaf að njóta vafans.“Sakaður um óeðlileg afskipti og ruddalega framkomuÍ lok nóvember var greint frá því að Bragi hafi verið sakaður um óeðlileg afskipti af málum, ruddalega framkomu og órökstuddar ávirðingar. Barnaverndarnefndir á höfuðborgarsvæðinu leituðu til Velferðarráðuneytisins vegna þessa og var ráðuneytinu sent formlegt kvörtunarbréf vegna Braga. Í tilkynningu frá Velferðarráðuneytinu á föstudag var sagt frá því að ríkisstjórnin hafi samþykkt að sækjast eftir sæti fyrir Íslands hönd í Barnaréttarnefnd Sameinuðu Þjóðanna. Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, hafi verið valinn til þess að vera í kjöri til nefndarinnar. Í tilkynningunni segir enn fremur: „Staða Braga sem frambjóðanda Íslands er talin sterk vegna áratuga reynslu hans af málaflokknum og þátttöku í alþjóðlegu samstarfi á þessu sviði.“ Sama dag og þetta var tilkynnt fundaði Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttismálaráðherra, með formönnum barnaverndarnefnda Reykjavíkur, Hafnarfjarðar og Kópavogs og kynnti breytingar sem til stendur að ráðast í til þess að byggja upp traust innan málaflokksins. Formenn þessara barnaverndarnefnda leituðu til Velferðarráðuneytisins síðastliðið haust vegna samskipta við Braga Guðbrandsson og lögðu fram umkvartanir. Að sögn ráðherra er breytingunum ætlað að endurheimta traust í kjölfar þessara umkvartana. Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar sem var félags- og jafnréttismálaráðherra þegar kvartanir undan Braga bárust, telur að með stuðningi við framboð Braga sé ríkisstjórnin að gefa út stuðningsyfirlýsingu við þau vinnubrögð sem kvartað var undan. Tengdar fréttir Þórhildur segir ríkisstjórnina nánast verðlauna Braga fyrir vonda hegðun Þórhildur Sunna fór með þrumuræðu í stjórnmálaþættinum Silfrinu í morgun. 25. febrúar 2018 16:11 Bragi í leyfi frá Barnaverndarstofu Bragi Guðbrandsson forstjóri Barnaverndarstofu sækist eftir sæti fyrir Íslands hönd í Barnaréttarnefnd Sameinuðu þjóðanna. 23. febrúar 2018 12:00 Framboð Braga stuðningsyfirlýsing ríkisstjórnarinnar við vinnubrögð sem kvartað var undan Þorsteinn, sem gengdi stöðu félags-og jafnréttismálaráðherra þegar kvartanirnar bárust, segir að umhvertanir nefndanna hefðu verið fjölmargar og alvarlegar. 25. febrúar 2018 19:42 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Fleiri fréttir „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Sjá meira
Ung vinstri græn, ungliðahreyfing Vinstri grænna, telur ólíðandi að Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, hafi verið útnefndur sem framboðsefni Íslands til Barnaréttarnefndar Sameinuðu þjóðanna. Þetta kemur fram í ályktun framkvæmdastjórnar ungliðahreyfingarinnar sem birt var á Facebook síðu hennar í gærkvöldi. Þar krefjast ungliðar að Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttismálaráðherra, dragi útnefningu Braga til baka. „Barnaréttarnefnd sameinuðu þjóðanna hefur það hlutverk að tryggja að þjóðir fari eftir Barnasáttmálanum en gagnrýni á vinnubrögð Braga beinast meðal annars af því að hann sjálfur og Barnaverndarstofa færu ekki ávallt eftir Barnasáttmálanum. Frá því í nóvember hafa starfsmenn barnaverndarnefnda víða um land stigið fram og sagt frá andlegu ofbeldi af hálfu Braga, ófaglegum vinnubrögðum og því að Bragi hafi hlutast til í kynferðisbrotamálum,“ segir í ályktuninni. „Maður sem sakaður er um alvarleg brot í starfi og mismunun í málsmeðferð á ekki að vera fulltrúi Íslands í nefnd sem þessari. Börn eiga alltaf að njóta vafans.“Sakaður um óeðlileg afskipti og ruddalega framkomuÍ lok nóvember var greint frá því að Bragi hafi verið sakaður um óeðlileg afskipti af málum, ruddalega framkomu og órökstuddar ávirðingar. Barnaverndarnefndir á höfuðborgarsvæðinu leituðu til Velferðarráðuneytisins vegna þessa og var ráðuneytinu sent formlegt kvörtunarbréf vegna Braga. Í tilkynningu frá Velferðarráðuneytinu á föstudag var sagt frá því að ríkisstjórnin hafi samþykkt að sækjast eftir sæti fyrir Íslands hönd í Barnaréttarnefnd Sameinuðu Þjóðanna. Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, hafi verið valinn til þess að vera í kjöri til nefndarinnar. Í tilkynningunni segir enn fremur: „Staða Braga sem frambjóðanda Íslands er talin sterk vegna áratuga reynslu hans af málaflokknum og þátttöku í alþjóðlegu samstarfi á þessu sviði.“ Sama dag og þetta var tilkynnt fundaði Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttismálaráðherra, með formönnum barnaverndarnefnda Reykjavíkur, Hafnarfjarðar og Kópavogs og kynnti breytingar sem til stendur að ráðast í til þess að byggja upp traust innan málaflokksins. Formenn þessara barnaverndarnefnda leituðu til Velferðarráðuneytisins síðastliðið haust vegna samskipta við Braga Guðbrandsson og lögðu fram umkvartanir. Að sögn ráðherra er breytingunum ætlað að endurheimta traust í kjölfar þessara umkvartana. Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar sem var félags- og jafnréttismálaráðherra þegar kvartanir undan Braga bárust, telur að með stuðningi við framboð Braga sé ríkisstjórnin að gefa út stuðningsyfirlýsingu við þau vinnubrögð sem kvartað var undan.
Tengdar fréttir Þórhildur segir ríkisstjórnina nánast verðlauna Braga fyrir vonda hegðun Þórhildur Sunna fór með þrumuræðu í stjórnmálaþættinum Silfrinu í morgun. 25. febrúar 2018 16:11 Bragi í leyfi frá Barnaverndarstofu Bragi Guðbrandsson forstjóri Barnaverndarstofu sækist eftir sæti fyrir Íslands hönd í Barnaréttarnefnd Sameinuðu þjóðanna. 23. febrúar 2018 12:00 Framboð Braga stuðningsyfirlýsing ríkisstjórnarinnar við vinnubrögð sem kvartað var undan Þorsteinn, sem gengdi stöðu félags-og jafnréttismálaráðherra þegar kvartanirnar bárust, segir að umhvertanir nefndanna hefðu verið fjölmargar og alvarlegar. 25. febrúar 2018 19:42 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Fleiri fréttir „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Sjá meira
Þórhildur segir ríkisstjórnina nánast verðlauna Braga fyrir vonda hegðun Þórhildur Sunna fór með þrumuræðu í stjórnmálaþættinum Silfrinu í morgun. 25. febrúar 2018 16:11
Bragi í leyfi frá Barnaverndarstofu Bragi Guðbrandsson forstjóri Barnaverndarstofu sækist eftir sæti fyrir Íslands hönd í Barnaréttarnefnd Sameinuðu þjóðanna. 23. febrúar 2018 12:00
Framboð Braga stuðningsyfirlýsing ríkisstjórnarinnar við vinnubrögð sem kvartað var undan Þorsteinn, sem gengdi stöðu félags-og jafnréttismálaráðherra þegar kvartanirnar bárust, segir að umhvertanir nefndanna hefðu verið fjölmargar og alvarlegar. 25. febrúar 2018 19:42