Enski boltinn

Wilshere brjálaður út í Pawson dómara

Anton Ingi Leifsson skrifar
Wilshere lætur í sér heyra á sunnudag.
Wilshere lætur í sér heyra á sunnudag. vísir/getty
Jack Wilshere, miðjumaður Arsenal, segir að það sé erfitt að sætta sig við nokkrar ákvarðanir Craig Pawson, dómara, í úrslitaleik Arsenal og Man. City í fyrradag.

Man. City varð deildarbikarmeistari eftir 3-0 sigur á Arsenal þar sem þeir voru mikið sterkari aðilinn, en Wilshere segir að það hafi hallað á þá rauðklæddu í dómgæslunni.

Wilshere segir að honum hafi fundist að Sergio Aguero brjóta á Shkodran Mustafi í aðdraganda fyrsta marksins og Arsene Wenger, stjóri Arsenal, sagði Kompany hafi verið rangstæðan í markið númer tvö.

„City átti skilið að vinna, en ég get ekki samþykkt ákvarðanir dómarans. Hvað sem þú segir um fyrsta markið, það er brot,” sagði Wilshere á Instagram-síðu sinni og hélt áfram.

„Mark númer tvö er rangstæða. Það átti að vera rautt spjald í fyrri hálfleik. Takk stuðningsmenn fyrir stuðninginn og trúið mér, okkur líður eins, en við verðum að standa saman.”

Arsenal er úr leik í enska bikarnum, fjærri toppsætunum í ensku úrvalsdeildinni, en liðið mætir AC Milan í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar. Hér neðar má sjá fleiri fréttir tengdar leiknum.


Tengdar fréttir

Wenger: Þetta var rangstaða

Arsene Wenger var ósáttur eftir tap sinna manna gegn Manchester City í úrslitum deildarbikarsins í dag en City var sterkari aðilinn allan leikinn.

Pep: Stærri bikarar í boði

Pep Guardiola, stjóri Manchester City, hefur tileinkað sigri síns liðs í deildarbikarnum til stuðningsmanna liðsins.

Aguero: Þetta var ekki brot

Sergio Aguero, leikmaður Manchester City, var að vonum ánægður eftir sigur liðsins gegn Arsenal í deildarbikarnum í dag en Aguero skoraði fyrsta mark City.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×