Enski boltinn

Messan gagnrýnir varnarleik Arsenal: Byrjað að kenna þetta í 5. flokki

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Arsenal tapaði fyrir Manchester City í úrslitaleik enska deildarbikarsins í gær. Sérfræðingar Messunnar tóku fyrir fyrsta markið sem Arsenal fékk á sig í gær og töldu varnarleikinn vera fyrir neðan allar hellur.

„Það var byrjað að segja í fimmta flokki, vertu markmegin við manninn sem þú ert að dekka,“ sagði Reynir Leósson, einn sérfræðinga Messunnar.

Claudio Bravo, markvörður City, kom með langa sendingu fram beint á Sergio Aguero. Argentínumaðurinn vann auðveldlega skallaeinvígi við Shkodran Mustafi og vippaði boltanum yfir David Ospina í marki Arsenal.

„Hann á að skamma sín fyrir að biðja um aukaspyrnu fyrir þetta. Það gerir þetta ennþá verra,“ hélt Reynir áfram.

„Þetta er vandræðaleg grunnstaða á varnarmönnum Arsenal,“ tekur Jóhannes Karl Guðjónsson undir.

„Þetta var bara lélegt hjá Arsenal og þeir áttu ekki skilið að fá neitt út úr þessum leik.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×