Erlent

Ivanka trúir ekki ásökunum um kynferðislega áreitni Trump

Þórdís Valsdóttir skrifar
Ivanka Trump segir að hún trúir því að faðir hennar hafi ekki áreitt konur kynferðislega, þrátt fyrir fjölda ásakana.
Ivanka Trump segir að hún trúir því að faðir hennar hafi ekki áreitt konur kynferðislega, þrátt fyrir fjölda ásakana. Vísir/getty

Ivanka Trump, dóttir Donalds Trump Bandaríkjaforseta, segir að hún trúi því að faðir hennar hafi ekki áreitt konur kynferðislega. Donald Trump hefur verið ásakaður um kynferðislega áreitni af fjölda kvenna.



Ivanka sagði í viðtali á NBC fréttastöðinni að henni þætti „nokkuð óviðeigandi“ að blaðamaður skyldi spurja hana hvort hún trúi þeim konum sem hafa sakað föður hennar um kynferðislega áreitni þegar faðir hennar hefur með ótvíræðum  hætti neitað slíkum ásökunum.



„Ég held að þetta sé ekki spurning sem þú myndir spyrja margar aðrar dætur,“ sagði hún í viðtalinu.

Ásakanir á hendur Trump hafa verið þess efnis að hann hafi snert og kysst konurnar án þeirra samþykkis. Donald Trump hefur neitað öllum ásökunum á hendur sér en brotin eiga að hafa átt sér stað áður en hann tók við embætti forseta. Á meðan á kosningabaráttu hans stóð hótaði hann því að lögsækja þær konur sem ásökuðu hann um áreitni en gerði það þó ekki.



„Ég trúi föður mínum, ég þekki föður minn. Ég held að ég hafi þann rétt, sem dóttir, að trúa föður mínum,“ segir Ivanka Trump í viðtalinu.



Rachel Crooks, ein af þeim konum sem hafa stigið fram og sagt frá áreitni af hálfu Trump, tjáði sig um téð viðtal á Twitter. „Ég skil þá óheppilegu stöðu sem hún er í, að þurfa að viðurkenna að faðir hennar er kvenhatari og „kynferðislegt rándýr“, en þeir sem halda áfram að vera samsekir honum eru einnig hluti af vandanum,“ segir Crooks í Twitter færslu sinni.


Tengdar fréttir

Æ fleiri konur segja Trump hafa kynferðislega áreitt sig

Lýsingar kvenna sem saka Donald Trump, forseta Bandaríkjanna um að hafa kynferðislega áreitt sig þykja sláandi líkar hans eigin lýsingum á hegðun sinni í garð kvenna í myndbandi frá því í október. Fjöldi kvenna sem sakað hafa Trump um kynferðislegt áreiti hleypur nú á tugum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×