Stóri Sam fær orð í eyra: Platar ekki stuðningsmennina og á að nota Gylfa í tíunni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. febrúar 2018 09:00 Gylfi Þór Sigurðsson í leiknum á móti Watford. Vísir/Getty Tap Everton á móti Watford í ensku úrvalsdeildinni um síðustu helgi hefur ekki farið vel í pistlahöfund Liverpool Echo sem jafnframt er fyrrum leikmaður Everton liðsins. Michael Ball lék yfir 120 leiki með Everton á árunum 1996 til 200. Hann endaði ferillinn hjá Leicester City fyrir sex árum en hefur skrifað pistla um Everton liðið í Bítlaborgarfjölmiðilinn Liverpool Echo. Það er ljóst á orðum Michael Ball að hann hefur enga þolinmæði lengur fyrir knattspyrnustjóranum Sam Allardyce og hann vill fá nýjan mann í stjórastólinn í sumar. „Ég veit að Sam kom til félagsins að klára ákveðið verkefni en viljum við sjá svona fótbolta hjá liðinu á næsta tímabili?" spyr Ball í pistli sínum í Liverpool Echo. Ball segir enga hættu á því lengur að Everton falli úr deildinni en telur það mikilvægt að liðið farið að spila betri fótbolta og þann bolta sem liðið á að spila í framtíðinni. Það sé ekki þessi neikvæði bolti sem Everton er að spila undir stjórn Sam Allardyce. Ball heldur svo áfram að gagnrýna stóra Sam og eitt það versta segir að Allardyce sé ekki einu sinni að reyna að vinna leiki heldur sé hann aðallega bara að reyna að forðast tap.As hard hitting as ever from ECHO #EFC columnist @bally03. A must read https://t.co/TtPTjEHmOW — Everton FC News (@LivEchoEFC) February 26, 2018 Ball bendir á þá staðreynd að stuðningsmenn Everton sætti sig við svona metnaðarleysi. Að ná í jafntefli á útivelli á móti Watford eru ekki góð úrslit í auga þeirra en Ball sá ekki betur en það hafi verið markmiðið í tapleiknum á móti Watford. „Everton fékk tvær vikur til að undirbúa sig fyrir Watford leikinn en það var ljóst eftir fimmtán mínútur að ekkert vit var í því sem liðið var að gera,“ skrifaði Ball og hann lætur stjórann heyra það. „Sam er reyndur stjóri og reynir að segja réttu hlutina í eyru rétta fólksins en hann platar ekki stuðningsmennina. Ef þú setur upp leik á móti Watford með það markmið að tapa ekki en tapar samt þá er augljóst að taktíkin er ekki að ganga upp,“ skrifaði Ball. „Við verðum að fara að spila með tvo menn frammi og liðið verður að sækja með einhverjum krafti. Það hjálpar engum að spila svona neikvæðan fótbolta,“ skrifar Ball og hann vill að dýrasti leikmaður félagsins spili sína stöðu. „Ég vil líka að leikmennirnir spili í sínum réttu stöðum á vellinum og Gylfi Sigurðsson á að vera í tíunni,“ skrifaði Michael Ball en þá á hann við að Gylfi spili framarlega á miðjunni og fyrir aftan fremstu menn. Þar er hann bestur eins og við höfðum séð hjá Swansea og íslenska landsliðinu. Gylfi hefur verið mikið út á kanti hjá Everton á tímabilinu sem er mikil sóun á hæfileikum íslenska landsliðsmannsins enda er Gylfi aldrei betri en þegar hann getur nýtt sér hraða leikmenn á báðum vængjum sem og ógnandi fremsta mann. Enski boltinn Mest lesið Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Handbolti Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Körfubolti Arfleifð Cool Runnings lifir áfram á Ólympíuleikunum Sport Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Körfubolti „Mig kitlar svakalega í puttana“ Handbolti „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ Körfubolti Danir svöruðu fyrir Portúgalstapið og unnu Evrópumeistarana Handbolti Fleiri fréttir Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Sjá meira
Tap Everton á móti Watford í ensku úrvalsdeildinni um síðustu helgi hefur ekki farið vel í pistlahöfund Liverpool Echo sem jafnframt er fyrrum leikmaður Everton liðsins. Michael Ball lék yfir 120 leiki með Everton á árunum 1996 til 200. Hann endaði ferillinn hjá Leicester City fyrir sex árum en hefur skrifað pistla um Everton liðið í Bítlaborgarfjölmiðilinn Liverpool Echo. Það er ljóst á orðum Michael Ball að hann hefur enga þolinmæði lengur fyrir knattspyrnustjóranum Sam Allardyce og hann vill fá nýjan mann í stjórastólinn í sumar. „Ég veit að Sam kom til félagsins að klára ákveðið verkefni en viljum við sjá svona fótbolta hjá liðinu á næsta tímabili?" spyr Ball í pistli sínum í Liverpool Echo. Ball segir enga hættu á því lengur að Everton falli úr deildinni en telur það mikilvægt að liðið farið að spila betri fótbolta og þann bolta sem liðið á að spila í framtíðinni. Það sé ekki þessi neikvæði bolti sem Everton er að spila undir stjórn Sam Allardyce. Ball heldur svo áfram að gagnrýna stóra Sam og eitt það versta segir að Allardyce sé ekki einu sinni að reyna að vinna leiki heldur sé hann aðallega bara að reyna að forðast tap.As hard hitting as ever from ECHO #EFC columnist @bally03. A must read https://t.co/TtPTjEHmOW — Everton FC News (@LivEchoEFC) February 26, 2018 Ball bendir á þá staðreynd að stuðningsmenn Everton sætti sig við svona metnaðarleysi. Að ná í jafntefli á útivelli á móti Watford eru ekki góð úrslit í auga þeirra en Ball sá ekki betur en það hafi verið markmiðið í tapleiknum á móti Watford. „Everton fékk tvær vikur til að undirbúa sig fyrir Watford leikinn en það var ljóst eftir fimmtán mínútur að ekkert vit var í því sem liðið var að gera,“ skrifaði Ball og hann lætur stjórann heyra það. „Sam er reyndur stjóri og reynir að segja réttu hlutina í eyru rétta fólksins en hann platar ekki stuðningsmennina. Ef þú setur upp leik á móti Watford með það markmið að tapa ekki en tapar samt þá er augljóst að taktíkin er ekki að ganga upp,“ skrifaði Ball. „Við verðum að fara að spila með tvo menn frammi og liðið verður að sækja með einhverjum krafti. Það hjálpar engum að spila svona neikvæðan fótbolta,“ skrifar Ball og hann vill að dýrasti leikmaður félagsins spili sína stöðu. „Ég vil líka að leikmennirnir spili í sínum réttu stöðum á vellinum og Gylfi Sigurðsson á að vera í tíunni,“ skrifaði Michael Ball en þá á hann við að Gylfi spili framarlega á miðjunni og fyrir aftan fremstu menn. Þar er hann bestur eins og við höfðum séð hjá Swansea og íslenska landsliðinu. Gylfi hefur verið mikið út á kanti hjá Everton á tímabilinu sem er mikil sóun á hæfileikum íslenska landsliðsmannsins enda er Gylfi aldrei betri en þegar hann getur nýtt sér hraða leikmenn á báðum vængjum sem og ógnandi fremsta mann.
Enski boltinn Mest lesið Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Handbolti Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Körfubolti Arfleifð Cool Runnings lifir áfram á Ólympíuleikunum Sport Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Körfubolti „Mig kitlar svakalega í puttana“ Handbolti „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ Körfubolti Danir svöruðu fyrir Portúgalstapið og unnu Evrópumeistarana Handbolti Fleiri fréttir Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Sjá meira