Seacrest neitar sök Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 28. febrúar 2018 15:11 Ryan Seacrest er sakaður um að hafa káfað á kynfærum stílista síns og slegið hana á rasskinnina. Vísir/Getty Á dögunum steig stílistinn Suzie Hardy fram með ásakanir á hendur þáttastjórnandann Ryan Seacrest. Hún segir að þáttastjórnandinn hafi yfir langt skeið áreitt sig kynferðislega. Hún starfaði sem persónulegur stílisti Seacrests þegar hann stýrir þættinum E News á árunum 2007-2013. Hardy segir að hún hafi haft góð laun sem stílisti þáttarins og að henni hafi auðnast það svigrúm sem hún þurfti til þess að sækja dóttur sína í skólann. Hún hafi þurft á því að halda því hún væri einstæð móðir. Á að hafa káfað á kynfærum, þrýst sér upp henni og rassskellt hana Í einkaviðtali við Variety lýsir Hardy því hvernig Seacreast á að hafa þrýst sér upp að henni með reistan getnaðarlim, káfað á kynfærum hennar og slegið hana svo fast á rasskinnina að hún bólgnaði og sást verulega á henni í nokkurn tíma. Ryan Seacrest hefur verið áberandi í skemmtanaiðnaðinum í Hollywood. Hann er þekktur fyrir að vera kynnir í hinni geysivinsælu sjónvarpsþáttaröð American Idol og fyrir að stýra E News.Vísir/Getty Hardy segist hafa leyft hegðuninni að viðgangast í allan þennan tíma vegna þess að hún var hrædd um lífsviðurværi sitt og sína stöðu sem einstæð móðir. Hún vildi geta átt til hnífs og skeiðar fyrir dóttur sína. „Ég sagði ekki frá þessu í öll þessi ár vegna þess að ég var hrædd um að mér yrði ekki trúað og að ég yrði höfð að háði og spotti fyrir að stíga fram,“ segir Hardy. Segir Seacrest ekki vera fórnarlamb „Ég fann styrk í hugrekki annarra og ákvað loksins að fara með mína sögu til NBC. Ryan kaus að fara opinberlega með söguna mína en að breyta frásögninni á þá leið að hann væri saklaus og í raun fórnarlamb einhvers konar fjárkúgunar. Hann er ekkert fórnarlamb og ég neita líka að láta hann komast upp með það að taka mig fyrir, fyrir það eitt að segja sannleikann,“ segir Hardy. Áhyggjur Hardy reyndust á rökum reistar því þegar hún fór með málið til mannauðsstjóra var henni sagt upp árið 2013. „Sama hversu stolt ég er, sama hversu sterk kona ég er, sama hversu mikið ég hef unnið með sálfræðingum þá hefur þetta enn áhrif á mig í dag,“ segir Hardy um meint kynferðislegt ofbeldi. Seacrest neitar sök Forsvarsmenn sjónvarpsstöðvarinnar „E!“ segja, í tilkynningu, að NBCUniversal hafi hafi ráðið utanaðkomandi aðila til þess að rannsaka hvort eitthvað væri hæft í ásökunum á hendur Seacrest. Í tilkynningunni segir jafnframt að ekki hafi fundist fullnægjandi sannanir fyrir ásökunum og var þeim þess vegna vísað frá. Þá hefur Seacrest sjálfur vísað ásökunum á bug og kallað þær ófyrirleitnar. Hardy segist hafa upplifað mikla reiði þegar hún hafi heyrt af niðurstöðum athugunarinnar. Hún hafi þrívegis verið boðuð í viðtal. Í lokaviðtalinu hafði Hardy á tilfinningunni að sá sem færi fyrir athuguninni stæði með Seacrest. Hann hafi ekki haft samband við fjögur vitni sem gætu upplýst frekar um meinta kynferðislega áreitni. Hollywood MeToo Bandaríkin Bíó og sjónvarp Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Handtekinn í Dölunum Innlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Fleiri fréttir Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Sjá meira
Á dögunum steig stílistinn Suzie Hardy fram með ásakanir á hendur þáttastjórnandann Ryan Seacrest. Hún segir að þáttastjórnandinn hafi yfir langt skeið áreitt sig kynferðislega. Hún starfaði sem persónulegur stílisti Seacrests þegar hann stýrir þættinum E News á árunum 2007-2013. Hardy segir að hún hafi haft góð laun sem stílisti þáttarins og að henni hafi auðnast það svigrúm sem hún þurfti til þess að sækja dóttur sína í skólann. Hún hafi þurft á því að halda því hún væri einstæð móðir. Á að hafa káfað á kynfærum, þrýst sér upp henni og rassskellt hana Í einkaviðtali við Variety lýsir Hardy því hvernig Seacreast á að hafa þrýst sér upp að henni með reistan getnaðarlim, káfað á kynfærum hennar og slegið hana svo fast á rasskinnina að hún bólgnaði og sást verulega á henni í nokkurn tíma. Ryan Seacrest hefur verið áberandi í skemmtanaiðnaðinum í Hollywood. Hann er þekktur fyrir að vera kynnir í hinni geysivinsælu sjónvarpsþáttaröð American Idol og fyrir að stýra E News.Vísir/Getty Hardy segist hafa leyft hegðuninni að viðgangast í allan þennan tíma vegna þess að hún var hrædd um lífsviðurværi sitt og sína stöðu sem einstæð móðir. Hún vildi geta átt til hnífs og skeiðar fyrir dóttur sína. „Ég sagði ekki frá þessu í öll þessi ár vegna þess að ég var hrædd um að mér yrði ekki trúað og að ég yrði höfð að háði og spotti fyrir að stíga fram,“ segir Hardy. Segir Seacrest ekki vera fórnarlamb „Ég fann styrk í hugrekki annarra og ákvað loksins að fara með mína sögu til NBC. Ryan kaus að fara opinberlega með söguna mína en að breyta frásögninni á þá leið að hann væri saklaus og í raun fórnarlamb einhvers konar fjárkúgunar. Hann er ekkert fórnarlamb og ég neita líka að láta hann komast upp með það að taka mig fyrir, fyrir það eitt að segja sannleikann,“ segir Hardy. Áhyggjur Hardy reyndust á rökum reistar því þegar hún fór með málið til mannauðsstjóra var henni sagt upp árið 2013. „Sama hversu stolt ég er, sama hversu sterk kona ég er, sama hversu mikið ég hef unnið með sálfræðingum þá hefur þetta enn áhrif á mig í dag,“ segir Hardy um meint kynferðislegt ofbeldi. Seacrest neitar sök Forsvarsmenn sjónvarpsstöðvarinnar „E!“ segja, í tilkynningu, að NBCUniversal hafi hafi ráðið utanaðkomandi aðila til þess að rannsaka hvort eitthvað væri hæft í ásökunum á hendur Seacrest. Í tilkynningunni segir jafnframt að ekki hafi fundist fullnægjandi sannanir fyrir ásökunum og var þeim þess vegna vísað frá. Þá hefur Seacrest sjálfur vísað ásökunum á bug og kallað þær ófyrirleitnar. Hardy segist hafa upplifað mikla reiði þegar hún hafi heyrt af niðurstöðum athugunarinnar. Hún hafi þrívegis verið boðuð í viðtal. Í lokaviðtalinu hafði Hardy á tilfinningunni að sá sem færi fyrir athuguninni stæði með Seacrest. Hann hafi ekki haft samband við fjögur vitni sem gætu upplýst frekar um meinta kynferðislega áreitni.
Hollywood MeToo Bandaríkin Bíó og sjónvarp Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Handtekinn í Dölunum Innlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Fleiri fréttir Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Sjá meira