Erlent

Elon Musk varð agndofa yfir flugtaki risaeldflaugarinnar

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Elon Musk fylgist með geimskotinu
Elon Musk fylgist með geimskotinu Vísir/Skjáskot
Líklega voru fáir spenntari en Elon Musk, forstjóri Space X, þegar fyrirtækið skaut á loft fyrstu Falcon Heavy eldflauginni í síðustu viku.

Allt gekk eins og í sögu og er Stjörnumaðurinn svokallaði nú um borð í Tesla Roadster einhvers staðar út í geimi en bílnum var skotið á loft með eldflauginni.

National Geographic fylgdist með Musk á meðan á flugtókinu stóð og hefur birt myndband af fyrstu viðbrögðum hans. Má sjá hann hlaupa út úr bækistöð Space X til þess að fylgjast með flugtakinu og virtist hann vera agndofa yfir sjónarspilinu.

„Heitasta helvíti, þetta dót getur flogið,“ sagði Musk í flugtakinu.

Falcon Heavy er 70 metra há en hún er mun kraftmeiri en aðrar eldflaugar sem notast er við í dag og getur borið allt að 64 tonn á braut um jörðu. Eldflaugin getur einnig borið Dragon geimfarið sem einnig er hannað af SpaceX. Til stendur að nota það geimfar til að flytja menn til Mars og Falcon Heavy gæti komið því af stað.

Myndband National Geographic má sjá hér að neðan.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×