Duterte segir hermönnum að skjóta konur í píkuna Samúel Karl Ólason skrifar 12. febrúar 2018 13:13 Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja. Vísir/AFP Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja, sagði hermönnum í síðustu viku að þeir ættu að skjóta uppreisnarkonur í píkuna. Þetta sagði hann í ræðu fyrir framan fyrrverandi uppreisnarmenn þann 7. febrúar. Hann gagnrýndi einnig konur sem ganga til liðs við uppreisnarhópa fyrir að yfirgefa börn sín. „Segið hermönnunum: Það er að berast ný skipun frá borgarstjóranum. Við munum ekki drepa ykkur. Við munum bara skjóta ykkur í píkuna. Svo það... Ef það er engin píka er þetta gagnslaust,“ sagði forsetinn samkvæmt opinberu eftirriti ræðu hans. Orðinu píka hefur þó verið skipt út fyrir fjögur bandstrik.Þar sem Duterte talar um borgarstjóra virðist hann vera að ræða um sjálfan sig. Hann var lengi borgarstjóri áður en hann varð forseti Flippseyja. Forsetatíð Duterte hefur einkennst að ofbeldi og hefur hann ítrekað talað með niðrandi hætti um konur. Eins og tekið er fram í frétt Washington Post grínaðist hann með að hafa ekki geta verið fyrstur að nauðga ástralskri konu sem var rænt í Filippseyjum og nauðgað af ræningjum sínum. Hann hefur einnig sagt hermönnum sínum að nauðga konum í átökum og tjáir sig ítrekað um myndarleika kvenna sem hann hittir. Að mestu virðist það eiga við konur í stjórnmálum sem gagnrýna hann eða stefnumál hans.Hans helsta kosningaloforð var að allir fíkniefnasalar og notendur í Filippseyjum yrðu drepnir. Frá því hann tók við völdum hafa þúsundir verið skotnir til bana af lögreglu eða vopnuðum gengjum sjálfskipaðra löggæslumanna. Alþjóðaglæpadómstóllinn hefur tekið málið til skoðunar. Tengdar fréttir Spurði yfirmann mannréttindastofnunar hvort hann væri barnaníðingur Forseti Filippseyja gerir að því skóna að yfirmaður nefndar sem rannsakar dráp öryggissveita hans á fólki í fíkniefnastríðinu sé hommi eða barnaníðingur vegna þess að hann hefur sérstaklega rannsakað dráp á táningum. 16. september 2017 19:35 Sonur og tengdasonur Duterte neita aðild að fíkniefnasmygli Skyldmenn forseta Filippseyja eru sakaðir um að hafa tekið þátt í að smygla fíkniefnum frá Kína. 7. september 2017 18:49 Duterte bregst við gagnrýni á fíkniefnastríðið Forseti Filippseyja hefur bannað lögreglu landsins að taka þátt í stríðinu gegn fíkniefnum 12. október 2017 07:56 Duterte segist hafa drepið mann sem táningur Forsetinn, sem staddur er á fundi APEC, hótaði jafnframt að slá til starfsmanna Sameinuðu þjóðanna sem hafa mannréttindamál á sinni könnu, ef þeir yrðu á vegi hans. 10. nóvember 2017 08:32 Trump segir samband þeirra Duterte vera frábært Fundi forsetanna í Manila hafði verið beðið með mikilli eftirvæntingu. 13. nóvember 2017 08:29 Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Sjá meira
Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja, sagði hermönnum í síðustu viku að þeir ættu að skjóta uppreisnarkonur í píkuna. Þetta sagði hann í ræðu fyrir framan fyrrverandi uppreisnarmenn þann 7. febrúar. Hann gagnrýndi einnig konur sem ganga til liðs við uppreisnarhópa fyrir að yfirgefa börn sín. „Segið hermönnunum: Það er að berast ný skipun frá borgarstjóranum. Við munum ekki drepa ykkur. Við munum bara skjóta ykkur í píkuna. Svo það... Ef það er engin píka er þetta gagnslaust,“ sagði forsetinn samkvæmt opinberu eftirriti ræðu hans. Orðinu píka hefur þó verið skipt út fyrir fjögur bandstrik.Þar sem Duterte talar um borgarstjóra virðist hann vera að ræða um sjálfan sig. Hann var lengi borgarstjóri áður en hann varð forseti Flippseyja. Forsetatíð Duterte hefur einkennst að ofbeldi og hefur hann ítrekað talað með niðrandi hætti um konur. Eins og tekið er fram í frétt Washington Post grínaðist hann með að hafa ekki geta verið fyrstur að nauðga ástralskri konu sem var rænt í Filippseyjum og nauðgað af ræningjum sínum. Hann hefur einnig sagt hermönnum sínum að nauðga konum í átökum og tjáir sig ítrekað um myndarleika kvenna sem hann hittir. Að mestu virðist það eiga við konur í stjórnmálum sem gagnrýna hann eða stefnumál hans.Hans helsta kosningaloforð var að allir fíkniefnasalar og notendur í Filippseyjum yrðu drepnir. Frá því hann tók við völdum hafa þúsundir verið skotnir til bana af lögreglu eða vopnuðum gengjum sjálfskipaðra löggæslumanna. Alþjóðaglæpadómstóllinn hefur tekið málið til skoðunar.
Tengdar fréttir Spurði yfirmann mannréttindastofnunar hvort hann væri barnaníðingur Forseti Filippseyja gerir að því skóna að yfirmaður nefndar sem rannsakar dráp öryggissveita hans á fólki í fíkniefnastríðinu sé hommi eða barnaníðingur vegna þess að hann hefur sérstaklega rannsakað dráp á táningum. 16. september 2017 19:35 Sonur og tengdasonur Duterte neita aðild að fíkniefnasmygli Skyldmenn forseta Filippseyja eru sakaðir um að hafa tekið þátt í að smygla fíkniefnum frá Kína. 7. september 2017 18:49 Duterte bregst við gagnrýni á fíkniefnastríðið Forseti Filippseyja hefur bannað lögreglu landsins að taka þátt í stríðinu gegn fíkniefnum 12. október 2017 07:56 Duterte segist hafa drepið mann sem táningur Forsetinn, sem staddur er á fundi APEC, hótaði jafnframt að slá til starfsmanna Sameinuðu þjóðanna sem hafa mannréttindamál á sinni könnu, ef þeir yrðu á vegi hans. 10. nóvember 2017 08:32 Trump segir samband þeirra Duterte vera frábært Fundi forsetanna í Manila hafði verið beðið með mikilli eftirvæntingu. 13. nóvember 2017 08:29 Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Sjá meira
Spurði yfirmann mannréttindastofnunar hvort hann væri barnaníðingur Forseti Filippseyja gerir að því skóna að yfirmaður nefndar sem rannsakar dráp öryggissveita hans á fólki í fíkniefnastríðinu sé hommi eða barnaníðingur vegna þess að hann hefur sérstaklega rannsakað dráp á táningum. 16. september 2017 19:35
Sonur og tengdasonur Duterte neita aðild að fíkniefnasmygli Skyldmenn forseta Filippseyja eru sakaðir um að hafa tekið þátt í að smygla fíkniefnum frá Kína. 7. september 2017 18:49
Duterte bregst við gagnrýni á fíkniefnastríðið Forseti Filippseyja hefur bannað lögreglu landsins að taka þátt í stríðinu gegn fíkniefnum 12. október 2017 07:56
Duterte segist hafa drepið mann sem táningur Forsetinn, sem staddur er á fundi APEC, hótaði jafnframt að slá til starfsmanna Sameinuðu þjóðanna sem hafa mannréttindamál á sinni könnu, ef þeir yrðu á vegi hans. 10. nóvember 2017 08:32
Trump segir samband þeirra Duterte vera frábært Fundi forsetanna í Manila hafði verið beðið með mikilli eftirvæntingu. 13. nóvember 2017 08:29