Erlent

Sonur Castro svipti sig lífi

Atli Ísleifsson skrifar
Fidel Ángel Castro Diaz-Balart, hafði strítt við þunglyndi en hann var 68 ára gamall.
Fidel Ángel Castro Diaz-Balart, hafði strítt við þunglyndi en hann var 68 ára gamall. Vísir/Getty
Sonur Fídels Castro, fyrrverandi leiðtoga Kúbu, fannst látinn í gær og er talið að hann hafi svipt sig lífi.

Fidel Ángel Castro Diaz-Balart, hafði strítt við þunglyndi en hann var 68 ára gamall. Hann var elsti sonur forsetans fyrrverandi og ávallt kallaður Fidelito, eða litli Castro, enda þótti hann líkjast föður sínum mjög.

Castro yngri var kjarneðlisfræðingur, stundaði nám í Sovétríkjunum, og stýrði kjarnorkuáætlun Kúbu á árunum 1980 til 1992.

Móðir hans, Mirta Diaz-Balart, er af frægum ættum stjórnmálamanna á Kúbu, fyrir byltingu og hefur móðurfjölskyldan verið í leiðtogahlutverki í andspyrnunni gegn byltingu Castros í Bandaríkjunum.

Frændi Fidelito, Mario Diaz-Balart, situr á Bandaríkjaþingi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×