Forseti Póllands staðfestir Auschwitz-lögin og vísar til stjórnlagadómstóls Heimir Már Pétursson skrifar 6. febrúar 2018 20:00 Forseti Póllands ætlar að staðfesta lög frá pólska þinginu sem gera það refsivert að tala um að Pólverjar hafi á einhvern hátt komið að útrýmingarbúðum Nasista í landinu á tímum seinni heimsstyrjaldarinnar. Jafnframt vísar hann lögunum til stjórnlagadómstóls til að kanna hvort þau standist stjórnarskrá vegna ritskoðunar. Lögin hafa verið gagnrýnd víða ekki hvað síst í Ísrael og innan Evrópusambandsins sem tilraun til ritskoðunar og sögufölsunar. En þeir sem í ræðu eða riti gefa í skyn að Pólverjar eða pólsk stjórnvöld hafi á einhvern hátt komið að eða aðstoðað við rekstur útrýmingarbúðanna í Auschwitz geta átt yfir höfði sér allt aðþriggja ára fangelsi eða sektir. Andrzej Duda forseti Póllands tilkynnti í dag að hann ætlaði að staðfesta lögin. Hins vegar væri líka mikilvægt að raddir fórnarlamba nasista og ættingja þeirra verði ekki kæfðar og þvíætlaði hann að vísa lögunum til stjórnlagadómstóls landsins til að kanna hvort lögin stæðust stjórnarskrá. „Þetta er mín ákvörðun. Ég tel að þetta sé lausn sem annars vegar tryggir pólska hagsmuni og ég ítreka; virðingu okkar, sögulegan sannleika. Þannig að við verðum dæmd réttlátlega af umheiminum en pólska ríkinu eða þjóðinni verði ekki kennt um. Hins vegar sé tekið tillit til þess fólks þar sem sögulegt minni, minningar um helförina, skipta gríðarlega miklu máli, og ekki hvað síst að tekið sé tillit til þeirra sem lifðu helförina af og ættu að segja umheiminum fráþví hvernig þeir muna þessa tíma og frá reynslu sinni,“ sagði Duda í dag. Frans Timmermanns varaforseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins segir hetjur hafa barist gegn hernámi nasista í öllum þeim löndum sem Nasistar lögðu undir sig. „En það er sorglegt að það í öllum þessum löndum var líka að finna fólk sem starfaði með og aðstoðaði innrásarliði nasista við að koma hryllilegri stefnu þeirra til framkvæmda,“ segir Timmermanns.Tækifærispólitík ræður för Pawel Frankowski dósent í stjórnmálafræði við Jagiellonski háskólann í Krakow hefur kennt tímabundið við Háskóla Íslands. Hann segir að skoða verði öll utanríkismál pólsku stjórnarinnar í ljósi stöðu mála innanlands og þeirrar stefnu sem líkleg sé til vinsælda þar. En bæði þing- og sveitarstjórnarkosningar eru framundan á næstu tveimur árum. „Ráðandi flokkar verða að afla sér vinsælda. Til að ná vinsældum verða þeir að höfða til tiltekinna afla. Þetta sorglega mál, að mínu áliti, gæti hjálpað þeim að ná stuðningi. Svo einfalt er það. Pólks stjórnvöld eru þegar upp á kant við Evrópusambandið vegna breytinga á lögum um skipun dómara, sem eykur líkur á pólitískri skipun þeirra og hefur Evrópusambandið hótað að taka atkvæðisréttinn af Pólverjum í ráðherraráðinu breyti þeir ekki stefnu sinni. Hægri stjórnarflokkurinn Lög og réttlæti er hins vegar ekki líklegur til þess.Kynslóðir sem muna ekki fyrri tíma Frankowski segir að nú þegar Pólland hafi verið í Evrópusambandinu í fjórtán ár séu kynslóðir sem muni ekki hvernig ástandið var fyrir aðild. Þetta fólk taki margt þau fríðindi sem fylgi aðildinni sem gefnum. „Það er mikilvægt að hafa það í huga og hluti stuðningsmanna stjórnarflokkanna tilheyrir þessum hópi. Þetta er flókið samspil. Það er mikilvægt að hafa hugfast að þetta fólk hefur ekki hugmynd um hvernig heimurinn var fyrir fyrir aðildina að Evrópusambandinu,“ segir Frankowski. Margir stjórnmálamenn og flokkar leiki saman leikinn og stjórnmálamenn í Bretlandi sem kenndu embættismönnum í Brussel um allt sem miður fer. „Þeir ögra Evrópusambandinu til að sjá hversu langt þeir komast með þó nokkurri slægð. Þetta sé sami leikurinn og margir breskir stjórnmálamenn léku allt fram að úrsögninni úr sambandinu. Í dag sjáum við fulltrúa ýmissra pólskra stjórnmálaflokka haga sér með sama hætti innan Evrópusambandsins, þar sem þeir leik hlutverk vonda gæjans,“ segir Frankowski. Tengdar fréttir Ísraelar segja Pólverja afneita Helförinni Ólöglegt verður að segja Pólverja meðseka í helförinni. Ísraelar segja að um sé að ræða Helfararafneitun og afbökun sannleikans. Pólska ríkisstjórnin er gáttuð á viðbrögðunum. 2. febrúar 2018 07:00 Ólöglegt að bendla Pólverja við útrýmingarbúðir Öldungadeild pólska þingsins samþykkti lög í gærkvöldi sem gera það ólöglegt að bendla Pólverja við aðild að rekstri útrýmingarbúða nasista í Síðari heimsstyrjöld. 1. febrúar 2018 06:34 Mest lesið „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Önnur sprunga opnast Innlent Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Innlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Innlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Fleiri fréttir Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Sjá meira
Forseti Póllands ætlar að staðfesta lög frá pólska þinginu sem gera það refsivert að tala um að Pólverjar hafi á einhvern hátt komið að útrýmingarbúðum Nasista í landinu á tímum seinni heimsstyrjaldarinnar. Jafnframt vísar hann lögunum til stjórnlagadómstóls til að kanna hvort þau standist stjórnarskrá vegna ritskoðunar. Lögin hafa verið gagnrýnd víða ekki hvað síst í Ísrael og innan Evrópusambandsins sem tilraun til ritskoðunar og sögufölsunar. En þeir sem í ræðu eða riti gefa í skyn að Pólverjar eða pólsk stjórnvöld hafi á einhvern hátt komið að eða aðstoðað við rekstur útrýmingarbúðanna í Auschwitz geta átt yfir höfði sér allt aðþriggja ára fangelsi eða sektir. Andrzej Duda forseti Póllands tilkynnti í dag að hann ætlaði að staðfesta lögin. Hins vegar væri líka mikilvægt að raddir fórnarlamba nasista og ættingja þeirra verði ekki kæfðar og þvíætlaði hann að vísa lögunum til stjórnlagadómstóls landsins til að kanna hvort lögin stæðust stjórnarskrá. „Þetta er mín ákvörðun. Ég tel að þetta sé lausn sem annars vegar tryggir pólska hagsmuni og ég ítreka; virðingu okkar, sögulegan sannleika. Þannig að við verðum dæmd réttlátlega af umheiminum en pólska ríkinu eða þjóðinni verði ekki kennt um. Hins vegar sé tekið tillit til þess fólks þar sem sögulegt minni, minningar um helförina, skipta gríðarlega miklu máli, og ekki hvað síst að tekið sé tillit til þeirra sem lifðu helförina af og ættu að segja umheiminum fráþví hvernig þeir muna þessa tíma og frá reynslu sinni,“ sagði Duda í dag. Frans Timmermanns varaforseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins segir hetjur hafa barist gegn hernámi nasista í öllum þeim löndum sem Nasistar lögðu undir sig. „En það er sorglegt að það í öllum þessum löndum var líka að finna fólk sem starfaði með og aðstoðaði innrásarliði nasista við að koma hryllilegri stefnu þeirra til framkvæmda,“ segir Timmermanns.Tækifærispólitík ræður för Pawel Frankowski dósent í stjórnmálafræði við Jagiellonski háskólann í Krakow hefur kennt tímabundið við Háskóla Íslands. Hann segir að skoða verði öll utanríkismál pólsku stjórnarinnar í ljósi stöðu mála innanlands og þeirrar stefnu sem líkleg sé til vinsælda þar. En bæði þing- og sveitarstjórnarkosningar eru framundan á næstu tveimur árum. „Ráðandi flokkar verða að afla sér vinsælda. Til að ná vinsældum verða þeir að höfða til tiltekinna afla. Þetta sorglega mál, að mínu áliti, gæti hjálpað þeim að ná stuðningi. Svo einfalt er það. Pólks stjórnvöld eru þegar upp á kant við Evrópusambandið vegna breytinga á lögum um skipun dómara, sem eykur líkur á pólitískri skipun þeirra og hefur Evrópusambandið hótað að taka atkvæðisréttinn af Pólverjum í ráðherraráðinu breyti þeir ekki stefnu sinni. Hægri stjórnarflokkurinn Lög og réttlæti er hins vegar ekki líklegur til þess.Kynslóðir sem muna ekki fyrri tíma Frankowski segir að nú þegar Pólland hafi verið í Evrópusambandinu í fjórtán ár séu kynslóðir sem muni ekki hvernig ástandið var fyrir aðild. Þetta fólk taki margt þau fríðindi sem fylgi aðildinni sem gefnum. „Það er mikilvægt að hafa það í huga og hluti stuðningsmanna stjórnarflokkanna tilheyrir þessum hópi. Þetta er flókið samspil. Það er mikilvægt að hafa hugfast að þetta fólk hefur ekki hugmynd um hvernig heimurinn var fyrir fyrir aðildina að Evrópusambandinu,“ segir Frankowski. Margir stjórnmálamenn og flokkar leiki saman leikinn og stjórnmálamenn í Bretlandi sem kenndu embættismönnum í Brussel um allt sem miður fer. „Þeir ögra Evrópusambandinu til að sjá hversu langt þeir komast með þó nokkurri slægð. Þetta sé sami leikurinn og margir breskir stjórnmálamenn léku allt fram að úrsögninni úr sambandinu. Í dag sjáum við fulltrúa ýmissra pólskra stjórnmálaflokka haga sér með sama hætti innan Evrópusambandsins, þar sem þeir leik hlutverk vonda gæjans,“ segir Frankowski.
Tengdar fréttir Ísraelar segja Pólverja afneita Helförinni Ólöglegt verður að segja Pólverja meðseka í helförinni. Ísraelar segja að um sé að ræða Helfararafneitun og afbökun sannleikans. Pólska ríkisstjórnin er gáttuð á viðbrögðunum. 2. febrúar 2018 07:00 Ólöglegt að bendla Pólverja við útrýmingarbúðir Öldungadeild pólska þingsins samþykkti lög í gærkvöldi sem gera það ólöglegt að bendla Pólverja við aðild að rekstri útrýmingarbúða nasista í Síðari heimsstyrjöld. 1. febrúar 2018 06:34 Mest lesið „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Önnur sprunga opnast Innlent Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Innlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Innlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Fleiri fréttir Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Sjá meira
Ísraelar segja Pólverja afneita Helförinni Ólöglegt verður að segja Pólverja meðseka í helförinni. Ísraelar segja að um sé að ræða Helfararafneitun og afbökun sannleikans. Pólska ríkisstjórnin er gáttuð á viðbrögðunum. 2. febrúar 2018 07:00
Ólöglegt að bendla Pólverja við útrýmingarbúðir Öldungadeild pólska þingsins samþykkti lög í gærkvöldi sem gera það ólöglegt að bendla Pólverja við aðild að rekstri útrýmingarbúða nasista í Síðari heimsstyrjöld. 1. febrúar 2018 06:34
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent