Ólöglegt að bendla Pólverja við útrýmingarbúðir Stefán Ó. Jónsson skrifar 1. febrúar 2018 06:34 Hinar alræmdu útrýmingarbúðir í Auschwitz eru til að mynda í Póllandi. VÍSIR/AFP Öldungadeild pólska þingsins samþykkti lög í gærkvöldi sem gera það ólöglegt að bendla Pólverja við aðild að rekstri útrýmingarbúða nasista í Síðari heimsstyrjöld. Segi einhver að búðirnar sem hinir þýsku héldu í Póllandi hafi verið pólskar kann sá hinn sami að hljóta þriggja ára fangelsisdóm. Löggjöfin hefur þegar valdið víðtækum usla en Ísraelsríki sakar Pólverja um að hagræða sannleikanum og breiða yfir óþægilegan blett í sögu þjóðarinnar. Upphaf síðari heimsstyrjaldar er almennt talin markast af innrás Þjóðverja inn í Pólland þann 1. september 1939. Þeir hernámu landið og komu upp fjölda útrýmingarbúða þar sem milljónir manna, þar af 3 milljónir pólskra gyðinga, biðu bana. Fyrrnefnd lög taka þó ekki gildi fyrr en forseti landsins hefur samþykkt þau. Fastlega er þó búist við því að Andrzej Duda geri það án þess að hreyfa miklum mótbárum enda njóta lögin mikils stuðnings meðal pólskra þingmanna. Þannig greiddu 57 öldungadeildarþingmenn atkvæði með lögunum en 23 á móti samkvæmt talningu fréttastofu AFP.Alþjóðlegar afleiðingarForseti Ísraels, Benjamín Netanyahu, hafði barist opinberlega fyrir því að pólska þingið myndi einbeita sér að öðrum málum en „hagræðingu á sögunni,“ eins og hann komst að orði. „Ég er hjartanlega andsnúinn lögunum. Þú getur ekki breytt sögunni og Helförinni er ekki hægt að neita,“ sagði Netanyahu. Fyrrnefndur Duda gaf lítið fyrir ummæli ísraelska starfsbróður síns og sagði að Pólverjar hefðu fullan rétt á því að standa vörð um „söguleg sannindi.“ Bandaríkjamenn, sem lengi hafa verið dyggir stuðningsmenn Ísraelsríkis, hafa jafnframt farið fram á það við Pólverja að þeir endurskoði ákvörðun sína. Bandarísk stjórnvöld segja lögin grafa undan tjáningarfrelsinu og gætu orðið til þess að einangra Pólverja á hinu alþjóðlega sviði. Mest lesið Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Fleiri fréttir Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Mannfallið að nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Sjá meira
Öldungadeild pólska þingsins samþykkti lög í gærkvöldi sem gera það ólöglegt að bendla Pólverja við aðild að rekstri útrýmingarbúða nasista í Síðari heimsstyrjöld. Segi einhver að búðirnar sem hinir þýsku héldu í Póllandi hafi verið pólskar kann sá hinn sami að hljóta þriggja ára fangelsisdóm. Löggjöfin hefur þegar valdið víðtækum usla en Ísraelsríki sakar Pólverja um að hagræða sannleikanum og breiða yfir óþægilegan blett í sögu þjóðarinnar. Upphaf síðari heimsstyrjaldar er almennt talin markast af innrás Þjóðverja inn í Pólland þann 1. september 1939. Þeir hernámu landið og komu upp fjölda útrýmingarbúða þar sem milljónir manna, þar af 3 milljónir pólskra gyðinga, biðu bana. Fyrrnefnd lög taka þó ekki gildi fyrr en forseti landsins hefur samþykkt þau. Fastlega er þó búist við því að Andrzej Duda geri það án þess að hreyfa miklum mótbárum enda njóta lögin mikils stuðnings meðal pólskra þingmanna. Þannig greiddu 57 öldungadeildarþingmenn atkvæði með lögunum en 23 á móti samkvæmt talningu fréttastofu AFP.Alþjóðlegar afleiðingarForseti Ísraels, Benjamín Netanyahu, hafði barist opinberlega fyrir því að pólska þingið myndi einbeita sér að öðrum málum en „hagræðingu á sögunni,“ eins og hann komst að orði. „Ég er hjartanlega andsnúinn lögunum. Þú getur ekki breytt sögunni og Helförinni er ekki hægt að neita,“ sagði Netanyahu. Fyrrnefndur Duda gaf lítið fyrir ummæli ísraelska starfsbróður síns og sagði að Pólverjar hefðu fullan rétt á því að standa vörð um „söguleg sannindi.“ Bandaríkjamenn, sem lengi hafa verið dyggir stuðningsmenn Ísraelsríkis, hafa jafnframt farið fram á það við Pólverja að þeir endurskoði ákvörðun sína. Bandarísk stjórnvöld segja lögin grafa undan tjáningarfrelsinu og gætu orðið til þess að einangra Pólverja á hinu alþjóðlega sviði.
Mest lesið Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Fleiri fréttir Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Mannfallið að nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Sjá meira