Ólöglegt að bendla Pólverja við útrýmingarbúðir Stefán Ó. Jónsson skrifar 1. febrúar 2018 06:34 Hinar alræmdu útrýmingarbúðir í Auschwitz eru til að mynda í Póllandi. VÍSIR/AFP Öldungadeild pólska þingsins samþykkti lög í gærkvöldi sem gera það ólöglegt að bendla Pólverja við aðild að rekstri útrýmingarbúða nasista í Síðari heimsstyrjöld. Segi einhver að búðirnar sem hinir þýsku héldu í Póllandi hafi verið pólskar kann sá hinn sami að hljóta þriggja ára fangelsisdóm. Löggjöfin hefur þegar valdið víðtækum usla en Ísraelsríki sakar Pólverja um að hagræða sannleikanum og breiða yfir óþægilegan blett í sögu þjóðarinnar. Upphaf síðari heimsstyrjaldar er almennt talin markast af innrás Þjóðverja inn í Pólland þann 1. september 1939. Þeir hernámu landið og komu upp fjölda útrýmingarbúða þar sem milljónir manna, þar af 3 milljónir pólskra gyðinga, biðu bana. Fyrrnefnd lög taka þó ekki gildi fyrr en forseti landsins hefur samþykkt þau. Fastlega er þó búist við því að Andrzej Duda geri það án þess að hreyfa miklum mótbárum enda njóta lögin mikils stuðnings meðal pólskra þingmanna. Þannig greiddu 57 öldungadeildarþingmenn atkvæði með lögunum en 23 á móti samkvæmt talningu fréttastofu AFP.Alþjóðlegar afleiðingarForseti Ísraels, Benjamín Netanyahu, hafði barist opinberlega fyrir því að pólska þingið myndi einbeita sér að öðrum málum en „hagræðingu á sögunni,“ eins og hann komst að orði. „Ég er hjartanlega andsnúinn lögunum. Þú getur ekki breytt sögunni og Helförinni er ekki hægt að neita,“ sagði Netanyahu. Fyrrnefndur Duda gaf lítið fyrir ummæli ísraelska starfsbróður síns og sagði að Pólverjar hefðu fullan rétt á því að standa vörð um „söguleg sannindi.“ Bandaríkjamenn, sem lengi hafa verið dyggir stuðningsmenn Ísraelsríkis, hafa jafnframt farið fram á það við Pólverja að þeir endurskoði ákvörðun sína. Bandarísk stjórnvöld segja lögin grafa undan tjáningarfrelsinu og gætu orðið til þess að einangra Pólverja á hinu alþjóðlega sviði. Mest lesið Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Erlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Viðskipti innlent Eldur kveiktur í lyftu Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Fleiri fréttir Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Fækkar ráðlögðum bóluefnum „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Hæddist að vörnum Dana á Grænlandi: „Þeir bættu við einum hundasleða“ Upphaf langra málaferla Ítrekaðar íhlutanir í „bakgarði“ Bandaríkjanna Fjallaljón banaði konu eftir að ráðist var á mann Maduro verður leiddur fyrir dómara síðdegis Rétta yfir löggu fyrir aðgerðaleysi á meðan börn og kennarar voru myrt Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Reyna að koma sextán skipum gegnum herkví Sjá meira
Öldungadeild pólska þingsins samþykkti lög í gærkvöldi sem gera það ólöglegt að bendla Pólverja við aðild að rekstri útrýmingarbúða nasista í Síðari heimsstyrjöld. Segi einhver að búðirnar sem hinir þýsku héldu í Póllandi hafi verið pólskar kann sá hinn sami að hljóta þriggja ára fangelsisdóm. Löggjöfin hefur þegar valdið víðtækum usla en Ísraelsríki sakar Pólverja um að hagræða sannleikanum og breiða yfir óþægilegan blett í sögu þjóðarinnar. Upphaf síðari heimsstyrjaldar er almennt talin markast af innrás Þjóðverja inn í Pólland þann 1. september 1939. Þeir hernámu landið og komu upp fjölda útrýmingarbúða þar sem milljónir manna, þar af 3 milljónir pólskra gyðinga, biðu bana. Fyrrnefnd lög taka þó ekki gildi fyrr en forseti landsins hefur samþykkt þau. Fastlega er þó búist við því að Andrzej Duda geri það án þess að hreyfa miklum mótbárum enda njóta lögin mikils stuðnings meðal pólskra þingmanna. Þannig greiddu 57 öldungadeildarþingmenn atkvæði með lögunum en 23 á móti samkvæmt talningu fréttastofu AFP.Alþjóðlegar afleiðingarForseti Ísraels, Benjamín Netanyahu, hafði barist opinberlega fyrir því að pólska þingið myndi einbeita sér að öðrum málum en „hagræðingu á sögunni,“ eins og hann komst að orði. „Ég er hjartanlega andsnúinn lögunum. Þú getur ekki breytt sögunni og Helförinni er ekki hægt að neita,“ sagði Netanyahu. Fyrrnefndur Duda gaf lítið fyrir ummæli ísraelska starfsbróður síns og sagði að Pólverjar hefðu fullan rétt á því að standa vörð um „söguleg sannindi.“ Bandaríkjamenn, sem lengi hafa verið dyggir stuðningsmenn Ísraelsríkis, hafa jafnframt farið fram á það við Pólverja að þeir endurskoði ákvörðun sína. Bandarísk stjórnvöld segja lögin grafa undan tjáningarfrelsinu og gætu orðið til þess að einangra Pólverja á hinu alþjóðlega sviði.
Mest lesið Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Erlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Viðskipti innlent Eldur kveiktur í lyftu Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Fleiri fréttir Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Fækkar ráðlögðum bóluefnum „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Hæddist að vörnum Dana á Grænlandi: „Þeir bættu við einum hundasleða“ Upphaf langra málaferla Ítrekaðar íhlutanir í „bakgarði“ Bandaríkjanna Fjallaljón banaði konu eftir að ráðist var á mann Maduro verður leiddur fyrir dómara síðdegis Rétta yfir löggu fyrir aðgerðaleysi á meðan börn og kennarar voru myrt Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Reyna að koma sextán skipum gegnum herkví Sjá meira