Ísraelar segja Pólverja afneita Helförinni Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 2. febrúar 2018 07:00 Útrýmingarbúðirnar í Auschwitz voru starfræktar í Póllandi. Nordicphotos/AFP Ákvörðun pólska þingsins um að refsivert verði að segja pólsku þjóðina geranda í Helförinni er tilraun til að endurskrifa söguna og í raun afneita Helförinni. Þetta sagði Benjamin Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, í gær. Hið nýsamþykkta frumvarp er afar umdeilt og er óhætt að segja að Ísraelar séu ósáttir. Ef Andrzej Duda, forseti Póllands, skrifar undir frumvarpið mun hver sá sem segir Pólverja meðseka í Helförinni sæta sektum eða allt að þriggja ára fangelsi. Allt bendir til þess að Duda muni skrifa undir. Í gær sagði hann Pólverja eiga rétt á því að „vernda sagnfræðilegan sannleika“. Alls greiddu 57 öldungadeildarþingmenn atkvæði með frumvarpinu og 23 á móti. Ríkið hefur lengi mótmælt notkun frasa á borð við „pólskar útrýmingarbúðir“ og telur ríkisstjórnin ósanngjarnt að segja að Pólland hafi borið ábyrgð á útrýmingarbúðum á borð við þær í Auschwitz. Búðirnar hafi verið byggðar og reknar af nasistum eftir hernám Póllands. Hins vegar þykir öllu umdeildara að frumvarpið leiði til þess að ásakanir á hendur pólskum einstaklingum um meðsekt verði bannaðar. Fyrir slíkum ásökunum er þó sagnfræðilegur og raunverulegur grundvöllur. Ísraelskir þingmenn eru nú með frumvarp í smíðum sem myndi útvíkka Helfararafneitunarlöggjöf ríkisins með þeim hætti að fimm ára fangelsisvist yrði við afneitun þess að samstarfsmenn nasista, meðal annars Pólverjar, hafi átt þátt í Helförinni. Helfararstofnun Ísraels hafði áður varað við að frumvarp Pólverja hundsaði þá sagnfræðilegu staðreynd að Pólverjar hafi aðstoðað Þjóðverja í Helförinni. Þó væri ósanngjarnt að tala um „pólskar útrýmingarbúðir“. Samkvæmt BBC eru pólskir stjórnmálamenn, einkum úr röðum ríkisstjórnarinnar, undrandi á viðbrögðum Ísraela. „Það hryggir okkur og kemur okkur á óvart að viðleitni okkar til að viðhalda virðingu pólsku þjóðarinnar og að berjast fyrir sannleikanum sé tekið á þennan hátt,“ sagði Stanislaw Karczweski, forseti öldungadeildar þingsins, í gær. Um hundrað pólskir listamenn, stjórnmálamenn og blaðamenn skrifuðu undir opið bréf sem birtist í gær til að knýja á um að frumvarpið verði dregið til baka. Það gengi of langt í þá átt að gera Pólverja að „einu saklausu þjóð Evrópu“. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Fleiri fréttir Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Sjá meira
Ákvörðun pólska þingsins um að refsivert verði að segja pólsku þjóðina geranda í Helförinni er tilraun til að endurskrifa söguna og í raun afneita Helförinni. Þetta sagði Benjamin Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, í gær. Hið nýsamþykkta frumvarp er afar umdeilt og er óhætt að segja að Ísraelar séu ósáttir. Ef Andrzej Duda, forseti Póllands, skrifar undir frumvarpið mun hver sá sem segir Pólverja meðseka í Helförinni sæta sektum eða allt að þriggja ára fangelsi. Allt bendir til þess að Duda muni skrifa undir. Í gær sagði hann Pólverja eiga rétt á því að „vernda sagnfræðilegan sannleika“. Alls greiddu 57 öldungadeildarþingmenn atkvæði með frumvarpinu og 23 á móti. Ríkið hefur lengi mótmælt notkun frasa á borð við „pólskar útrýmingarbúðir“ og telur ríkisstjórnin ósanngjarnt að segja að Pólland hafi borið ábyrgð á útrýmingarbúðum á borð við þær í Auschwitz. Búðirnar hafi verið byggðar og reknar af nasistum eftir hernám Póllands. Hins vegar þykir öllu umdeildara að frumvarpið leiði til þess að ásakanir á hendur pólskum einstaklingum um meðsekt verði bannaðar. Fyrir slíkum ásökunum er þó sagnfræðilegur og raunverulegur grundvöllur. Ísraelskir þingmenn eru nú með frumvarp í smíðum sem myndi útvíkka Helfararafneitunarlöggjöf ríkisins með þeim hætti að fimm ára fangelsisvist yrði við afneitun þess að samstarfsmenn nasista, meðal annars Pólverjar, hafi átt þátt í Helförinni. Helfararstofnun Ísraels hafði áður varað við að frumvarp Pólverja hundsaði þá sagnfræðilegu staðreynd að Pólverjar hafi aðstoðað Þjóðverja í Helförinni. Þó væri ósanngjarnt að tala um „pólskar útrýmingarbúðir“. Samkvæmt BBC eru pólskir stjórnmálamenn, einkum úr röðum ríkisstjórnarinnar, undrandi á viðbrögðum Ísraela. „Það hryggir okkur og kemur okkur á óvart að viðleitni okkar til að viðhalda virðingu pólsku þjóðarinnar og að berjast fyrir sannleikanum sé tekið á þennan hátt,“ sagði Stanislaw Karczweski, forseti öldungadeildar þingsins, í gær. Um hundrað pólskir listamenn, stjórnmálamenn og blaðamenn skrifuðu undir opið bréf sem birtist í gær til að knýja á um að frumvarpið verði dregið til baka. Það gengi of langt í þá átt að gera Pólverja að „einu saklausu þjóð Evrópu“.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Fleiri fréttir Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Sjá meira