Stormur og mikil snjóflóðahætta Stefán Ó. Jónsson skrifar 24. janúar 2018 06:51 Það mun einna helst snjóa á norðan- og austanverðu landinu í dag. Vísir/Vilhelm Veðrið verður ekki kræsilegt á landinu í dag en Veðurstofan gerir ráð fyrir norðaustan hvassviðri eða stormi, með vindhraða á bilinu 15 til 23 m/s í öllum landshlutum. Því mun fylgja snjókoma og skafrenningur á norðanverðu landinu og slydda austast en þó gæti haldist nokkuð þurrt, og jafnvel bjart, sunnanlands. Gular viðvaranir eru nú í gildi fyrir Vestfirði, Strandir, Norðurland vestra, Norðurland eystra, Austurland að Glettingi, Austurland og Suðausturland.Eftir því sem líður á daginn mun þó draga úr vindstyrknum, einna síðast suðaustanlands þar sem búast má við að verði bálhvasst undir Vatnajökli með kröftugum hviðum, einkum frá Öræfum að Hamarsfirði. Þar fer ekki að lægja fyrr en seint í nótt að sögn Veðurstofunnar. Hitinn í dag verður nálægt frostmarki. Það mun svo lægja um allt land á morgun og kólna nokkuð skarpt, með stöku él norðaustantil en svo styttir upp þegar líður á kvöldið. Gert er svo ráð fyrir vaxandi suðaustanátt á föstudag með úrkomu sunnan- og austantil og dregur úr frosti.Rautt viðvörunarstigMikil snjóflóðahætta er nú á Austfjörðum, að mati Veðurstofunnar, og er rautt viðvörunarstig í gildi fyrir svæðið. Gert er ráð fyrir norðaustan og norðan hvassviðri á svæðinu í dag með mikilli snjókomu og má búast við að snjóflóðahætta til fjalla aukist hratt í dag á meðan veðrið gengur yfir. Þannig geti snjóflóð fallið víða í bröttum brekkum. Þá er sögð töluverð snjóflóðahætta á Tröllaskaga, eða í nágrenni Siglufjarðar, og á norðanverðum Vestfjörðum. Reyndar hafa nokkur allstór flóð líka fallið að undanförnu á suðurfjörðunum, nánar tiltekið í Patreksfirði. Fréttastofu er ekki kunnugt um hvort eða hvar snjóflóð kunna að hafa fallið í nótt, en það skýrist væntanlega í birtingu.Veðurhorfur á landinu næstu dagaÁ fimmtudag:Minnkandi norðanátt og víða léttskýjað S- og V-til, en stöku él á N- og A-landi. Frost 2 til 12 stig, kaldast inn til landsins.Á föstudag:Suðaustan og austan 8-15 m/s og dálítil snjókoma S- og V-lands í fyrstu, en síðan slydda eða rigning. Skýjað og þurrt í öðrum landshlutum. Frost 0 til 10 stig, kaldast á NA-landi, en hlánar við S-ströndina.Á laugardag:Austan- og norðaustanátt með rigningu eða slyddu um landið SA- og A-vert, en úrkomulítið í öðrum landshlutum. Hiti um frostmark.Á sunnudag og mánudag:Suðvestlæg eða breytileg vindátt, úrkoma í flestum landshlutum og hiti um og undir frostmarki.Á þriðjudag:Útlit fyrir norðaustlæga átt og stöku él fyrir norðan, en bjart sunnan heiða. Kólnar í veðri. Veður Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Innlent „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ Innlent Fleiri fréttir Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi „Lífið er miklu meira en peningar“ Sjá meira
Veðrið verður ekki kræsilegt á landinu í dag en Veðurstofan gerir ráð fyrir norðaustan hvassviðri eða stormi, með vindhraða á bilinu 15 til 23 m/s í öllum landshlutum. Því mun fylgja snjókoma og skafrenningur á norðanverðu landinu og slydda austast en þó gæti haldist nokkuð þurrt, og jafnvel bjart, sunnanlands. Gular viðvaranir eru nú í gildi fyrir Vestfirði, Strandir, Norðurland vestra, Norðurland eystra, Austurland að Glettingi, Austurland og Suðausturland.Eftir því sem líður á daginn mun þó draga úr vindstyrknum, einna síðast suðaustanlands þar sem búast má við að verði bálhvasst undir Vatnajökli með kröftugum hviðum, einkum frá Öræfum að Hamarsfirði. Þar fer ekki að lægja fyrr en seint í nótt að sögn Veðurstofunnar. Hitinn í dag verður nálægt frostmarki. Það mun svo lægja um allt land á morgun og kólna nokkuð skarpt, með stöku él norðaustantil en svo styttir upp þegar líður á kvöldið. Gert er svo ráð fyrir vaxandi suðaustanátt á föstudag með úrkomu sunnan- og austantil og dregur úr frosti.Rautt viðvörunarstigMikil snjóflóðahætta er nú á Austfjörðum, að mati Veðurstofunnar, og er rautt viðvörunarstig í gildi fyrir svæðið. Gert er ráð fyrir norðaustan og norðan hvassviðri á svæðinu í dag með mikilli snjókomu og má búast við að snjóflóðahætta til fjalla aukist hratt í dag á meðan veðrið gengur yfir. Þannig geti snjóflóð fallið víða í bröttum brekkum. Þá er sögð töluverð snjóflóðahætta á Tröllaskaga, eða í nágrenni Siglufjarðar, og á norðanverðum Vestfjörðum. Reyndar hafa nokkur allstór flóð líka fallið að undanförnu á suðurfjörðunum, nánar tiltekið í Patreksfirði. Fréttastofu er ekki kunnugt um hvort eða hvar snjóflóð kunna að hafa fallið í nótt, en það skýrist væntanlega í birtingu.Veðurhorfur á landinu næstu dagaÁ fimmtudag:Minnkandi norðanátt og víða léttskýjað S- og V-til, en stöku él á N- og A-landi. Frost 2 til 12 stig, kaldast inn til landsins.Á föstudag:Suðaustan og austan 8-15 m/s og dálítil snjókoma S- og V-lands í fyrstu, en síðan slydda eða rigning. Skýjað og þurrt í öðrum landshlutum. Frost 0 til 10 stig, kaldast á NA-landi, en hlánar við S-ströndina.Á laugardag:Austan- og norðaustanátt með rigningu eða slyddu um landið SA- og A-vert, en úrkomulítið í öðrum landshlutum. Hiti um frostmark.Á sunnudag og mánudag:Suðvestlæg eða breytileg vindátt, úrkoma í flestum landshlutum og hiti um og undir frostmarki.Á þriðjudag:Útlit fyrir norðaustlæga átt og stöku él fyrir norðan, en bjart sunnan heiða. Kólnar í veðri.
Veður Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Innlent „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ Innlent Fleiri fréttir Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi „Lífið er miklu meira en peningar“ Sjá meira