Stormur og mikil snjóflóðahætta Stefán Ó. Jónsson skrifar 24. janúar 2018 06:51 Það mun einna helst snjóa á norðan- og austanverðu landinu í dag. Vísir/Vilhelm Veðrið verður ekki kræsilegt á landinu í dag en Veðurstofan gerir ráð fyrir norðaustan hvassviðri eða stormi, með vindhraða á bilinu 15 til 23 m/s í öllum landshlutum. Því mun fylgja snjókoma og skafrenningur á norðanverðu landinu og slydda austast en þó gæti haldist nokkuð þurrt, og jafnvel bjart, sunnanlands. Gular viðvaranir eru nú í gildi fyrir Vestfirði, Strandir, Norðurland vestra, Norðurland eystra, Austurland að Glettingi, Austurland og Suðausturland.Eftir því sem líður á daginn mun þó draga úr vindstyrknum, einna síðast suðaustanlands þar sem búast má við að verði bálhvasst undir Vatnajökli með kröftugum hviðum, einkum frá Öræfum að Hamarsfirði. Þar fer ekki að lægja fyrr en seint í nótt að sögn Veðurstofunnar. Hitinn í dag verður nálægt frostmarki. Það mun svo lægja um allt land á morgun og kólna nokkuð skarpt, með stöku él norðaustantil en svo styttir upp þegar líður á kvöldið. Gert er svo ráð fyrir vaxandi suðaustanátt á föstudag með úrkomu sunnan- og austantil og dregur úr frosti.Rautt viðvörunarstigMikil snjóflóðahætta er nú á Austfjörðum, að mati Veðurstofunnar, og er rautt viðvörunarstig í gildi fyrir svæðið. Gert er ráð fyrir norðaustan og norðan hvassviðri á svæðinu í dag með mikilli snjókomu og má búast við að snjóflóðahætta til fjalla aukist hratt í dag á meðan veðrið gengur yfir. Þannig geti snjóflóð fallið víða í bröttum brekkum. Þá er sögð töluverð snjóflóðahætta á Tröllaskaga, eða í nágrenni Siglufjarðar, og á norðanverðum Vestfjörðum. Reyndar hafa nokkur allstór flóð líka fallið að undanförnu á suðurfjörðunum, nánar tiltekið í Patreksfirði. Fréttastofu er ekki kunnugt um hvort eða hvar snjóflóð kunna að hafa fallið í nótt, en það skýrist væntanlega í birtingu.Veðurhorfur á landinu næstu dagaÁ fimmtudag:Minnkandi norðanátt og víða léttskýjað S- og V-til, en stöku él á N- og A-landi. Frost 2 til 12 stig, kaldast inn til landsins.Á föstudag:Suðaustan og austan 8-15 m/s og dálítil snjókoma S- og V-lands í fyrstu, en síðan slydda eða rigning. Skýjað og þurrt í öðrum landshlutum. Frost 0 til 10 stig, kaldast á NA-landi, en hlánar við S-ströndina.Á laugardag:Austan- og norðaustanátt með rigningu eða slyddu um landið SA- og A-vert, en úrkomulítið í öðrum landshlutum. Hiti um frostmark.Á sunnudag og mánudag:Suðvestlæg eða breytileg vindátt, úrkoma í flestum landshlutum og hiti um og undir frostmarki.Á þriðjudag:Útlit fyrir norðaustlæga átt og stöku él fyrir norðan, en bjart sunnan heiða. Kólnar í veðri. Veður Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira
Veðrið verður ekki kræsilegt á landinu í dag en Veðurstofan gerir ráð fyrir norðaustan hvassviðri eða stormi, með vindhraða á bilinu 15 til 23 m/s í öllum landshlutum. Því mun fylgja snjókoma og skafrenningur á norðanverðu landinu og slydda austast en þó gæti haldist nokkuð þurrt, og jafnvel bjart, sunnanlands. Gular viðvaranir eru nú í gildi fyrir Vestfirði, Strandir, Norðurland vestra, Norðurland eystra, Austurland að Glettingi, Austurland og Suðausturland.Eftir því sem líður á daginn mun þó draga úr vindstyrknum, einna síðast suðaustanlands þar sem búast má við að verði bálhvasst undir Vatnajökli með kröftugum hviðum, einkum frá Öræfum að Hamarsfirði. Þar fer ekki að lægja fyrr en seint í nótt að sögn Veðurstofunnar. Hitinn í dag verður nálægt frostmarki. Það mun svo lægja um allt land á morgun og kólna nokkuð skarpt, með stöku él norðaustantil en svo styttir upp þegar líður á kvöldið. Gert er svo ráð fyrir vaxandi suðaustanátt á föstudag með úrkomu sunnan- og austantil og dregur úr frosti.Rautt viðvörunarstigMikil snjóflóðahætta er nú á Austfjörðum, að mati Veðurstofunnar, og er rautt viðvörunarstig í gildi fyrir svæðið. Gert er ráð fyrir norðaustan og norðan hvassviðri á svæðinu í dag með mikilli snjókomu og má búast við að snjóflóðahætta til fjalla aukist hratt í dag á meðan veðrið gengur yfir. Þannig geti snjóflóð fallið víða í bröttum brekkum. Þá er sögð töluverð snjóflóðahætta á Tröllaskaga, eða í nágrenni Siglufjarðar, og á norðanverðum Vestfjörðum. Reyndar hafa nokkur allstór flóð líka fallið að undanförnu á suðurfjörðunum, nánar tiltekið í Patreksfirði. Fréttastofu er ekki kunnugt um hvort eða hvar snjóflóð kunna að hafa fallið í nótt, en það skýrist væntanlega í birtingu.Veðurhorfur á landinu næstu dagaÁ fimmtudag:Minnkandi norðanátt og víða léttskýjað S- og V-til, en stöku él á N- og A-landi. Frost 2 til 12 stig, kaldast inn til landsins.Á föstudag:Suðaustan og austan 8-15 m/s og dálítil snjókoma S- og V-lands í fyrstu, en síðan slydda eða rigning. Skýjað og þurrt í öðrum landshlutum. Frost 0 til 10 stig, kaldast á NA-landi, en hlánar við S-ströndina.Á laugardag:Austan- og norðaustanátt með rigningu eða slyddu um landið SA- og A-vert, en úrkomulítið í öðrum landshlutum. Hiti um frostmark.Á sunnudag og mánudag:Suðvestlæg eða breytileg vindátt, úrkoma í flestum landshlutum og hiti um og undir frostmarki.Á þriðjudag:Útlit fyrir norðaustlæga átt og stöku él fyrir norðan, en bjart sunnan heiða. Kólnar í veðri.
Veður Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira