Trump mærir efnahagsástand Bandaríkjanna og lýsir frati á fjölmiðla Heimir Már Pétursson skrifar 26. janúar 2018 19:00 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, á Alþjóðaefnahagsráðstefnunni í dag. vísir/getty Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði á Alþjóðaefnahagsráðstefnunni í Davos í Sviss í dag að aldrei hafi verið hagkvæmara að ráða fólk, framkvæma og fjárfesta í Bandaríkjunum eins og nú. Þá réðst hann harkalega að fjölmiðlum sem hann sagði andstyggilega, illgjarna og grimma í fölskum fréttaflutningi sínum. Donald Trump kom til Davos í Sviss í gær þar sem hann ávarpaði árlegan fund World Economic Forum samtakanna í dag, en hann er fyrsti forseti Bandaríkjanna til að mæta á þessa samkomu frá því Bill Clinton gerði það árið 2000. Árlega mæta um 2.500 leiðtogar viðskiptalífs, stjórnmálaleiðtogar, hagfræðingar og leiðtogar alþjóðlegra stofnana til þessa fundar og mikil eftirvænting var fyrir ávarpi Bandaríkjaforseta. Fréttamenn hópuðust að forsetanum og reyndu sumir að spyrja hann út frétt New York Times frá í gær að forsetinn hafi ætlað að reka sérstakan rannsakanda Robert Mueller úr embætti en hann rannsakar tengsl kosningateymis Trump, nánustu ráðgjafa hans og jafnvel hans sjálfs við Rússa. Blaðið segir hann hafa hætt við að reka Mueller þegar helstu lögfræðingar Hvíta hússins hótuðu að hætta störfum. „Hvað um Robert Mueller? Falsfréttir, falsfréttir. Týpísk falsfrétt frá New York Times,“ sagði Trump. Forsetinn áritaði hins vegar með ánægju forsíðu Blick helsta dagblaðs Sviss þar sem ánægju var lýst með komu hans til Davos. Í ávarpi sínu sagði forsetinn umheiminn nú verða vitni að mikilli hagsæld í Bandaríkjunum sem aldrei hefðu verið eins sterk og nú. „Ég er með skýr skilaboð. Það hefur aldrei verið betri tími en nú til að ráða starfsfólk, til að byggja og til að fjárfesta í Bandaríkjunum. Bandaríkin eru opin fyrir viðskiptum og við erum samkeppnishæf á ný,“ sagði Trump. Hann varaði hins vegar þjóðir við því sem hann sagði óheiðarlegir viðskiptahættir gagnvart Bandaríkjunum. Forsetinn svaraði spurningum fundargesta að loknu ávarpi sínu og eins og venjulega vandaði hann fjölmiðlum ekki kveðjurnar, en hann segir allar fréttir af frjálslegri túlkun hans á sannleikanum og misgjörðum hans vera falskar fréttir. „Þegar ég var í viðskiptum þá fóru fjölmiðlar ætíð mjúkum höndum um mig. Þið vitið, tölurnar tala sínu máli og hlutir gerast en fjölmiðlar hafa alltaf verið mér mjög góðir. Það var ekki fyrr en ég varð stjórnmálamaður að ég komst að því hversu ógeðfelldir, illgjarnir, grimmir og falskir fjölmiðlar geta verið. Og nú suða myndavélarnar þarna baka til.“ Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Púað á Trump í Davos Forsetinn hvatti fjárfesta til að eyða peningum í Bandaríkjunum og skaut inn gagnrýni á Demókrataflokkinn og fjölmiðla. 26. janúar 2018 16:35 Trump ætlaði að reka Mueller Bandaríkjaforsetinn Donald Trump var kominn á fremsta hlunn með að reka sérstaka rannsakandann Robert Mueller, sem kannar tengsl kosningaliðs forsetans við Rússa, í júní í fyrra. 26. janúar 2018 07:53 Trump reynir að selja alþjóðaviðskiptastefnu sína í Davos Bandaríkjaforseti mætti til Davos í Sviss í morgun til að taka þátt á fundi Alþjóðaefnahagsráðsins (World Economic Forum). 25. janúar 2018 10:53 Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Innlent Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Erlent Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Innlent Fleiri fréttir Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Íbúar í Kína og Hong Kong búa sig undir Ragasa „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Frakkar viðurkenna Palestínu en Ísrael fordæmir „pólitískan sirkús“ Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Kastrup lokað vegna drónaflugs Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Segir Pólverja ekki muna hika við að skjóta „hluti“ niður Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Til í viðræður en mun aldrei láta kjarnorkuvopnin af hendi „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði á Alþjóðaefnahagsráðstefnunni í Davos í Sviss í dag að aldrei hafi verið hagkvæmara að ráða fólk, framkvæma og fjárfesta í Bandaríkjunum eins og nú. Þá réðst hann harkalega að fjölmiðlum sem hann sagði andstyggilega, illgjarna og grimma í fölskum fréttaflutningi sínum. Donald Trump kom til Davos í Sviss í gær þar sem hann ávarpaði árlegan fund World Economic Forum samtakanna í dag, en hann er fyrsti forseti Bandaríkjanna til að mæta á þessa samkomu frá því Bill Clinton gerði það árið 2000. Árlega mæta um 2.500 leiðtogar viðskiptalífs, stjórnmálaleiðtogar, hagfræðingar og leiðtogar alþjóðlegra stofnana til þessa fundar og mikil eftirvænting var fyrir ávarpi Bandaríkjaforseta. Fréttamenn hópuðust að forsetanum og reyndu sumir að spyrja hann út frétt New York Times frá í gær að forsetinn hafi ætlað að reka sérstakan rannsakanda Robert Mueller úr embætti en hann rannsakar tengsl kosningateymis Trump, nánustu ráðgjafa hans og jafnvel hans sjálfs við Rússa. Blaðið segir hann hafa hætt við að reka Mueller þegar helstu lögfræðingar Hvíta hússins hótuðu að hætta störfum. „Hvað um Robert Mueller? Falsfréttir, falsfréttir. Týpísk falsfrétt frá New York Times,“ sagði Trump. Forsetinn áritaði hins vegar með ánægju forsíðu Blick helsta dagblaðs Sviss þar sem ánægju var lýst með komu hans til Davos. Í ávarpi sínu sagði forsetinn umheiminn nú verða vitni að mikilli hagsæld í Bandaríkjunum sem aldrei hefðu verið eins sterk og nú. „Ég er með skýr skilaboð. Það hefur aldrei verið betri tími en nú til að ráða starfsfólk, til að byggja og til að fjárfesta í Bandaríkjunum. Bandaríkin eru opin fyrir viðskiptum og við erum samkeppnishæf á ný,“ sagði Trump. Hann varaði hins vegar þjóðir við því sem hann sagði óheiðarlegir viðskiptahættir gagnvart Bandaríkjunum. Forsetinn svaraði spurningum fundargesta að loknu ávarpi sínu og eins og venjulega vandaði hann fjölmiðlum ekki kveðjurnar, en hann segir allar fréttir af frjálslegri túlkun hans á sannleikanum og misgjörðum hans vera falskar fréttir. „Þegar ég var í viðskiptum þá fóru fjölmiðlar ætíð mjúkum höndum um mig. Þið vitið, tölurnar tala sínu máli og hlutir gerast en fjölmiðlar hafa alltaf verið mér mjög góðir. Það var ekki fyrr en ég varð stjórnmálamaður að ég komst að því hversu ógeðfelldir, illgjarnir, grimmir og falskir fjölmiðlar geta verið. Og nú suða myndavélarnar þarna baka til.“
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Púað á Trump í Davos Forsetinn hvatti fjárfesta til að eyða peningum í Bandaríkjunum og skaut inn gagnrýni á Demókrataflokkinn og fjölmiðla. 26. janúar 2018 16:35 Trump ætlaði að reka Mueller Bandaríkjaforsetinn Donald Trump var kominn á fremsta hlunn með að reka sérstaka rannsakandann Robert Mueller, sem kannar tengsl kosningaliðs forsetans við Rússa, í júní í fyrra. 26. janúar 2018 07:53 Trump reynir að selja alþjóðaviðskiptastefnu sína í Davos Bandaríkjaforseti mætti til Davos í Sviss í morgun til að taka þátt á fundi Alþjóðaefnahagsráðsins (World Economic Forum). 25. janúar 2018 10:53 Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Innlent Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Erlent Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Innlent Fleiri fréttir Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Íbúar í Kína og Hong Kong búa sig undir Ragasa „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Frakkar viðurkenna Palestínu en Ísrael fordæmir „pólitískan sirkús“ Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Kastrup lokað vegna drónaflugs Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Segir Pólverja ekki muna hika við að skjóta „hluti“ niður Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Til í viðræður en mun aldrei láta kjarnorkuvopnin af hendi „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Sjá meira
Púað á Trump í Davos Forsetinn hvatti fjárfesta til að eyða peningum í Bandaríkjunum og skaut inn gagnrýni á Demókrataflokkinn og fjölmiðla. 26. janúar 2018 16:35
Trump ætlaði að reka Mueller Bandaríkjaforsetinn Donald Trump var kominn á fremsta hlunn með að reka sérstaka rannsakandann Robert Mueller, sem kannar tengsl kosningaliðs forsetans við Rússa, í júní í fyrra. 26. janúar 2018 07:53
Trump reynir að selja alþjóðaviðskiptastefnu sína í Davos Bandaríkjaforseti mætti til Davos í Sviss í morgun til að taka þátt á fundi Alþjóðaefnahagsráðsins (World Economic Forum). 25. janúar 2018 10:53