Erlent

Einn látinn eftir skotárás í miðborg Amsterdam

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Frá vettvangi í Amsterdam í kvöld.
Frá vettvangi í Amsterdam í kvöld. vísir/getty
Lögreglan í Amsterdam hefur staðfest að einn sé látinn eftir skotárás í miðborg Amsterdam og tveir særðir, að því er fram kemur á vef hollenska blaðsins De Telegraaf.

Sjónarvottar segja í samtali við blaðið að árásarmennirnir hafi verið með Kalashnikov-riffil en þeirra er nú leitað. Þeir huldu andlit sín með lambhúshettum til að þekkjast ekki. Árásin var gerð við Grote Wittenburgerstraat.

Uppfært klukkan 22:22: Samkvæmt vefnum Het Parool er fórnarlambið 17 ára drengur frá Marokkó en lögreglan hefur ekki staðfest það. Hinir særðu eru kona og maður. Þá kemur jafnframt fram í frétt Het Parool að árásarmennirnir hafi sagt að þeir væru að leita að strák.

Fréttin hefur verið uppfærð.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×