Lögmaður Hvíta hússins var kominn með nóg af Trump Kjartan Kjartansson skrifar 26. janúar 2018 23:09 Mikið hefur mætt á Donald McGahn, lögmanni Hvíta hússins, síðasta árið enda hefur opinber rannsókn staðið yfir á hvort að forsetinn hafi reynt að hindra framgang réttvísinnar staðið yfir frá því síðasta vor. Vísir/AFP Þegar Donald Trump Bandaríkjaforseti bað lögmann Hvíta hússins um að láta reka sérstakan ransakanda dómsmálaráðuneytisins í fyrra hótaði lögmaðurinn að segja af sér vegna þess að hann var „kominn með nóg“ af Trump. Reuters-fréttastofan hefur þetta eftir heimildarmanni sínum. New York Times greindi frá því í gær að Trump hefði viljað reka Robert Mueller, sem rannsakar hvort að forsetaframboðs hans hafi átt í samráði við rússnesk stjórnvöld og hvort Trump hafi sem forseti reynt að hindra framgang rannsóknarinnar, í júní. Forsetinn hafi ekki fylgt þeirri ósk eftir þegar Donald McGahn, lögmaður Hvíta hússins, hótaði því að segja af sér. Trump þrætti fyrir fréttirnar í dag og lýsti þeim sem „falsfréttum“. Heimildarmaður Reuters staðfestir þessa atburðarás. Trump hafi viljað reka Mueller vegna þess sem forsetinn taldi hagsmunaárekstra. Þar á meðal vitnaði hann til þess að Mueller hefði hætt sem félagi í golfklúbbi í eigu Trump árið 2011.Hótaði forsetanum ekki beintTrump vildi að McGahn krefðist þess af Rod Rosenstein, aðstoðardómsmálaráðherrannum sem skipaði Mueller í fyrra, að hann ræki Mueller. McGahn hafi hins vegar ekki orðið við þeirri skipun forsetans og hótað að hætta þegar Trump hélt áfram að bera hana upp. Reuters segir að McGahn hafi ekki hótað uppsögn beint við forsetann. Hann hafi sagt Reince Priebus, þáverandi starfsmannastjóra Hvíta hússins, og Steve Bannon, þáverandi aðalráðgjafa Trump, að hann vildi hætta vegna þess að hann væri „kominn með nóg af forsetanum“. Heimildarmaðurinn segir að ekki sé útilokað að Priebus og Bannon hafi ekki verið kunnugt um allt það sem hafði farið á milli forsetans og lögmannsins. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Árásum íhaldsmanna á FBI fjölgar Útlit er fyrir að Repúblikanar séu með markvissum hætti að reyna að grafa undan trúverðugleika FBI og Mueller. Í það minnsta meðal stuðningsmanna flokksins. 26. janúar 2018 11:30 Trump ætlaði að reka Mueller Bandaríkjaforsetinn Donald Trump var kominn á fremsta hlunn með að reka sérstaka rannsakandann Robert Mueller, sem kannar tengsl kosningaliðs forsetans við Rússa, í júní í fyrra. 26. janúar 2018 07:53 Trump segist hlakka til að ræða við sérstaka rannsakandann Forsetinn gaf í skyn við fréttamenn að hann væri til rannsóknar fyrir að hindra framgang réttvísinnar vegna þess að hann hefði "barist á móti“. 24. janúar 2018 23:25 Rannsókn Mueller nálgast Bandaríkjaforseta sjálfan Forstöðumenn leyniþjónustu og dómsmála í Bandaríkjunum hafa undanfarið svarað spurningum rannsakenda um samskipti sín við Trump forseta. 24. janúar 2018 20:00 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Fleiri fréttir Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Sjá meira
Þegar Donald Trump Bandaríkjaforseti bað lögmann Hvíta hússins um að láta reka sérstakan ransakanda dómsmálaráðuneytisins í fyrra hótaði lögmaðurinn að segja af sér vegna þess að hann var „kominn með nóg“ af Trump. Reuters-fréttastofan hefur þetta eftir heimildarmanni sínum. New York Times greindi frá því í gær að Trump hefði viljað reka Robert Mueller, sem rannsakar hvort að forsetaframboðs hans hafi átt í samráði við rússnesk stjórnvöld og hvort Trump hafi sem forseti reynt að hindra framgang rannsóknarinnar, í júní. Forsetinn hafi ekki fylgt þeirri ósk eftir þegar Donald McGahn, lögmaður Hvíta hússins, hótaði því að segja af sér. Trump þrætti fyrir fréttirnar í dag og lýsti þeim sem „falsfréttum“. Heimildarmaður Reuters staðfestir þessa atburðarás. Trump hafi viljað reka Mueller vegna þess sem forsetinn taldi hagsmunaárekstra. Þar á meðal vitnaði hann til þess að Mueller hefði hætt sem félagi í golfklúbbi í eigu Trump árið 2011.Hótaði forsetanum ekki beintTrump vildi að McGahn krefðist þess af Rod Rosenstein, aðstoðardómsmálaráðherrannum sem skipaði Mueller í fyrra, að hann ræki Mueller. McGahn hafi hins vegar ekki orðið við þeirri skipun forsetans og hótað að hætta þegar Trump hélt áfram að bera hana upp. Reuters segir að McGahn hafi ekki hótað uppsögn beint við forsetann. Hann hafi sagt Reince Priebus, þáverandi starfsmannastjóra Hvíta hússins, og Steve Bannon, þáverandi aðalráðgjafa Trump, að hann vildi hætta vegna þess að hann væri „kominn með nóg af forsetanum“. Heimildarmaðurinn segir að ekki sé útilokað að Priebus og Bannon hafi ekki verið kunnugt um allt það sem hafði farið á milli forsetans og lögmannsins.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Árásum íhaldsmanna á FBI fjölgar Útlit er fyrir að Repúblikanar séu með markvissum hætti að reyna að grafa undan trúverðugleika FBI og Mueller. Í það minnsta meðal stuðningsmanna flokksins. 26. janúar 2018 11:30 Trump ætlaði að reka Mueller Bandaríkjaforsetinn Donald Trump var kominn á fremsta hlunn með að reka sérstaka rannsakandann Robert Mueller, sem kannar tengsl kosningaliðs forsetans við Rússa, í júní í fyrra. 26. janúar 2018 07:53 Trump segist hlakka til að ræða við sérstaka rannsakandann Forsetinn gaf í skyn við fréttamenn að hann væri til rannsóknar fyrir að hindra framgang réttvísinnar vegna þess að hann hefði "barist á móti“. 24. janúar 2018 23:25 Rannsókn Mueller nálgast Bandaríkjaforseta sjálfan Forstöðumenn leyniþjónustu og dómsmála í Bandaríkjunum hafa undanfarið svarað spurningum rannsakenda um samskipti sín við Trump forseta. 24. janúar 2018 20:00 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Fleiri fréttir Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Sjá meira
Árásum íhaldsmanna á FBI fjölgar Útlit er fyrir að Repúblikanar séu með markvissum hætti að reyna að grafa undan trúverðugleika FBI og Mueller. Í það minnsta meðal stuðningsmanna flokksins. 26. janúar 2018 11:30
Trump ætlaði að reka Mueller Bandaríkjaforsetinn Donald Trump var kominn á fremsta hlunn með að reka sérstaka rannsakandann Robert Mueller, sem kannar tengsl kosningaliðs forsetans við Rússa, í júní í fyrra. 26. janúar 2018 07:53
Trump segist hlakka til að ræða við sérstaka rannsakandann Forsetinn gaf í skyn við fréttamenn að hann væri til rannsóknar fyrir að hindra framgang réttvísinnar vegna þess að hann hefði "barist á móti“. 24. janúar 2018 23:25
Rannsókn Mueller nálgast Bandaríkjaforseta sjálfan Forstöðumenn leyniþjónustu og dómsmála í Bandaríkjunum hafa undanfarið svarað spurningum rannsakenda um samskipti sín við Trump forseta. 24. janúar 2018 20:00