VARhugaverð þróun í enska boltanum? Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 29. janúar 2018 06:30 Craig Pawson dæmdi vítaspyrnu á West Brom í leiknum gegn Liverpool eftir að hafa skoðað atvikið á sjónvarpsskjá á hliðarlínunni. Þetta var í fyrsta sinn sem dómari í leik á Englandi styðst sjálfur við myndbandsupptöku. vísir/getty Það er óhætt að segja að myndbandsdómgæslan svokallaða (VAR) hafi verið í aðalhlutverki þegar West Brom vann Liverpool, 2-3, í 4. umferð ensku bikarkeppninnar á laugardagskvöldið. Þýska og ítalska úrvalsdeildin hafa tekið myndbandsdómgæsluna í gagnið og hún er einnig að ryðja sér rúms á Englandi. Leikurinn á Anfield var sjötti leikurinn milli enskra liða þar sem notast er við myndbandsdómgæslu og hún setti sinn svip á leikinn. Craig Pawson, dómari leiksins, notaðist í þrígang við myndbandsdómgæsluna í fyrri hálfleik. Í öllum tilfellum fékkst rétt niðurstaða en miklar tafir urðu á fyrri hálfleiknum vegna notkunar myndbandsdómgæslunnar. Leikurinn byrjaði mjög fjörlega og strax á 5. mínútu kom Roberto Firmino Liverpool yfir þegar hann vippaði laglega yfir Ben Foster í marki West Brom. Gestirnir tóku miðju og Jay Rodriguez jafnaði metin með góðu skoti. Skömmu síðar kom hann West Brom yfir með sínu öðru marki. Eftir um 20 mínútna leik skoraði Craig Dawson þriðja mark West Brom með skalla eftir hornspyrnu Chris Brunt. Markið var hins vegar dæmt af með hjálp myndbandsdómgæslunnar. Í endursýningu sást að Gareth Barry var rangstæður og hafði áhrif á Simon Mignolet, markvörð Liverpool. Skömmu síðar féll Mohamed Salah í vítateig West Brom eftir viðskipti við Jake Livermore. Eftir að hafa ráðfært sig við myndbandsdómarann Andre Marriner fór Pawson út á hliðarlínu og skoðaði atvikið á sjónvarpsskjá. Eftir mikla rekistefnu dæmdi hann loks vítaspyrnu á Livermore fyrir brot á Salah. Rétt tæpar fjórar mínútur liðu frá brotinu og þangað til vítaspyrnan var tekin. Firmino fór á punktinn en skaut í slá. Í uppbótartíma fyrri hálfleiks skoraði Joël Matip, varnarmaður Liverpool, sjálfsmark og kom West Brom í 1-3. Pawson dæmdi markið gilt eftir að hafa fengið staðfestingu á lögmæti þess hjá Marriner. Staðan var 1-3 eftir fyrri hálfleikinn sem tafðist um 10 mínútur, aðallega vegna notkunar myndbandstækninnar. Þrátt fyrir það var aðeins fjórum mínútum bætt við fyrri hálfleikinn. Seinni hálfleikurinn gekk hraðar fyrir sig. Leikmenn West Brom vörðust af krafti og sýndu góða frammistöðu. Salah minnkaði muninn í 2-3 12 mínútum fyrir leikslok en nær komst Liverpool ekki. Rauði herinn féll því úr leik í 4. umferð ensku bikarkeppninnar þriðja árið í röð. Þetta var jafnframt annað tap Liverpool í röð eftir sigurinn frækna á Manchester City fyrir tveimur vikum. Báðir tapleikirnir komu gegn tveimur neðstu liðum ensku úrvalsdeildarinnar, West Brom og Swansea City. Aðalumræðuefnið eftir leik var samt myndbandsdómgæslan og þau áhrif sem hún hafði á leikinn. Alan Pardew, knattspyrnustjóri West Brom, gaf myndbandsdómgæslunni ekki háa einkunn eftir leikinn. „Dómarinn talaði ekkert við okkur eins og í NFL þar sem er alveg skýrt hvenær myndbandsdómgæslunni er beitt. Við vissum ekki hvað var verið að skoða og af hverju leikurinn var stöðvaður,“ sagði Pardew sem þurfti að gera tvær breytingar á liði sínu í fyrri hálfleik. Hann rekur meiðslin sem viðkomandi leikmenn urðu fyrir til tafanna sem urðu á leiknum. „Það tók 4-5 mínútur að fá niðurstöðu í vítaspyrnumálið. Svo leikmenn fóru úr því að vera á fullu í kyrrstöðu. Eftir það meiddist leikmaður hjá mér aftan í læri.“ Jürgen Klopp, stjóri Liverpool, var jákvæðari í garð myndbandsdómgæslunnar og sagði að það væri eðlilegt ýmsir vankantar væru á framkvæmd hennar í byrjun. „Þetta mun breyta hlutunum. Er það skemmtilegt að West Brom fagni marki og einhver segi þeim svo að það standi ekki? En ég held að þetta sé það sem við viljum. Ef mark á að vera dæmt af á að dæma það af. Það er eðlilegt að þetta taki lengri tíma í upphafi,“ sagði Klopp. Þessi fyrstu kynni Englendinga af myndbandsdómgæslunni voru ekki góð. Eins og áður sagði fékkst rétt niðurstaða en tafirnar á leiknum urðu alltof miklar og allt flæði datt úr leiknum. Myndbandsdómgæslan er góðra gjalda verð en framkvæmdin á henni verður að vera miklu betri en á Anfield á laugardagskvöldið. Enski boltinn Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Enski boltinn Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Körfubolti Fleiri fréttir Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Sjá meira
Það er óhætt að segja að myndbandsdómgæslan svokallaða (VAR) hafi verið í aðalhlutverki þegar West Brom vann Liverpool, 2-3, í 4. umferð ensku bikarkeppninnar á laugardagskvöldið. Þýska og ítalska úrvalsdeildin hafa tekið myndbandsdómgæsluna í gagnið og hún er einnig að ryðja sér rúms á Englandi. Leikurinn á Anfield var sjötti leikurinn milli enskra liða þar sem notast er við myndbandsdómgæslu og hún setti sinn svip á leikinn. Craig Pawson, dómari leiksins, notaðist í þrígang við myndbandsdómgæsluna í fyrri hálfleik. Í öllum tilfellum fékkst rétt niðurstaða en miklar tafir urðu á fyrri hálfleiknum vegna notkunar myndbandsdómgæslunnar. Leikurinn byrjaði mjög fjörlega og strax á 5. mínútu kom Roberto Firmino Liverpool yfir þegar hann vippaði laglega yfir Ben Foster í marki West Brom. Gestirnir tóku miðju og Jay Rodriguez jafnaði metin með góðu skoti. Skömmu síðar kom hann West Brom yfir með sínu öðru marki. Eftir um 20 mínútna leik skoraði Craig Dawson þriðja mark West Brom með skalla eftir hornspyrnu Chris Brunt. Markið var hins vegar dæmt af með hjálp myndbandsdómgæslunnar. Í endursýningu sást að Gareth Barry var rangstæður og hafði áhrif á Simon Mignolet, markvörð Liverpool. Skömmu síðar féll Mohamed Salah í vítateig West Brom eftir viðskipti við Jake Livermore. Eftir að hafa ráðfært sig við myndbandsdómarann Andre Marriner fór Pawson út á hliðarlínu og skoðaði atvikið á sjónvarpsskjá. Eftir mikla rekistefnu dæmdi hann loks vítaspyrnu á Livermore fyrir brot á Salah. Rétt tæpar fjórar mínútur liðu frá brotinu og þangað til vítaspyrnan var tekin. Firmino fór á punktinn en skaut í slá. Í uppbótartíma fyrri hálfleiks skoraði Joël Matip, varnarmaður Liverpool, sjálfsmark og kom West Brom í 1-3. Pawson dæmdi markið gilt eftir að hafa fengið staðfestingu á lögmæti þess hjá Marriner. Staðan var 1-3 eftir fyrri hálfleikinn sem tafðist um 10 mínútur, aðallega vegna notkunar myndbandstækninnar. Þrátt fyrir það var aðeins fjórum mínútum bætt við fyrri hálfleikinn. Seinni hálfleikurinn gekk hraðar fyrir sig. Leikmenn West Brom vörðust af krafti og sýndu góða frammistöðu. Salah minnkaði muninn í 2-3 12 mínútum fyrir leikslok en nær komst Liverpool ekki. Rauði herinn féll því úr leik í 4. umferð ensku bikarkeppninnar þriðja árið í röð. Þetta var jafnframt annað tap Liverpool í röð eftir sigurinn frækna á Manchester City fyrir tveimur vikum. Báðir tapleikirnir komu gegn tveimur neðstu liðum ensku úrvalsdeildarinnar, West Brom og Swansea City. Aðalumræðuefnið eftir leik var samt myndbandsdómgæslan og þau áhrif sem hún hafði á leikinn. Alan Pardew, knattspyrnustjóri West Brom, gaf myndbandsdómgæslunni ekki háa einkunn eftir leikinn. „Dómarinn talaði ekkert við okkur eins og í NFL þar sem er alveg skýrt hvenær myndbandsdómgæslunni er beitt. Við vissum ekki hvað var verið að skoða og af hverju leikurinn var stöðvaður,“ sagði Pardew sem þurfti að gera tvær breytingar á liði sínu í fyrri hálfleik. Hann rekur meiðslin sem viðkomandi leikmenn urðu fyrir til tafanna sem urðu á leiknum. „Það tók 4-5 mínútur að fá niðurstöðu í vítaspyrnumálið. Svo leikmenn fóru úr því að vera á fullu í kyrrstöðu. Eftir það meiddist leikmaður hjá mér aftan í læri.“ Jürgen Klopp, stjóri Liverpool, var jákvæðari í garð myndbandsdómgæslunnar og sagði að það væri eðlilegt ýmsir vankantar væru á framkvæmd hennar í byrjun. „Þetta mun breyta hlutunum. Er það skemmtilegt að West Brom fagni marki og einhver segi þeim svo að það standi ekki? En ég held að þetta sé það sem við viljum. Ef mark á að vera dæmt af á að dæma það af. Það er eðlilegt að þetta taki lengri tíma í upphafi,“ sagði Klopp. Þessi fyrstu kynni Englendinga af myndbandsdómgæslunni voru ekki góð. Eins og áður sagði fékkst rétt niðurstaða en tafirnar á leiknum urðu alltof miklar og allt flæði datt úr leiknum. Myndbandsdómgæslan er góðra gjalda verð en framkvæmdin á henni verður að vera miklu betri en á Anfield á laugardagskvöldið.
Enski boltinn Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Enski boltinn Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Körfubolti Fleiri fréttir Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Sjá meira