Enski boltinn

Messan: Coutinho var búinn að setja snuðið upp í sig

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ríkharð Óskar Guðnason og gestir hans í Messunni í gær ræddu mikið Liverpool liðið sem varð fyrst enskra liða á tímabilinu sem nær að vinna topplið Manchester City.

Liverpool vann Manchester City þrátt fyrir að vera nýbúið að selja sinn besta mann til Barcelona. Strákarnir ræddu Philippe Coutinho

„Mér finnst þetta vera frábær skilaboð frá Liverpool. Þetta Coutinho mál var búið að hvíla á liðinu. Allt í kringum þetta var vel gert hjá Liverpool, að vera tilbúnir í þennan leik strax á eftir, standa sig svona vel og koma með svona frammistöðu,“ sagði Ríkharður Daðason og bætti við:

„Þeir sögðu bara, þetta er kafli sem er búinn. Hann var frábær fyrir okkur en við fengum fullt af peningum fyrir hann. Höldum áfram,“ sagði Ríkharður.

„Enginn er stærri en liðið og ég held að Jürgen Klopp sé að horfa á þetta þannig. Eina sem vantar ekki í þetta Liverpool lið eru leikmenn fram á við. Hann er með frábæra leikmenn fram á við í liðinu. Það úrval hefur aðeins minnkað en hann getur ekki verið með leikmann í fýlu. Coutinho var búinn að setja snuðið upp í sig og ætlaði að vera í fýlu. Það gengur ekki þegart þú ert að fara inn í lykiltíma í deildinni og Meistaradeildinni,“ sagði Reynir Leósson.

Það má sjá allt innslagið um Liverpool með því að smella á spilarann hér fyrir ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×