Kvennastjórn í skugga krassandi kynlífssögu Kristján Már Unnarsson skrifar 17. janúar 2018 21:00 Leiðtogar norsku ríkisstjórnarinnar fyrir utan konungshöllina í Osló í dag. Siv Jensen fjármálaráðherra til vinstri, Erna Solberg forsætisráðherra í miðið og Trine Skei Grande menntamálaráðherra til hægri. Mynd/TV-2, Noregi. Ný hægrigræn ríkisstjórn tók við völdum í Noregi í dag og bættist þriðji flokkurinn, Venstre, inn í minnihlutastjórn Ernu Solberg. Sögusagnir um kynlífshneyksli nýs menntamálaráðherra og formanns Venstre, Trine Skei Grande, skyggja hins vegar á stjórnarskiptin en hún er sögð hafa haft samræði við sextán ára pilt. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Erna Solberg kynnti nýju ríkisstjórnina í dag fyrir utan konungshöllina í Osló að loknum ríkisráðsfundi með Haraldi Noregskonungi. Athygli vekur að konur skipa nú helstu valdastöður Noregs. Formenn stjórnarflokkanna þriggja eru konur og áhrifamestu ráðherraembættin eru í höndum kvenna, þar á meðal forsætis-, fjármála-, dómsmála- og utanríkisráðuneytið. Helsta breytingin er að flokkur sem áður varði stjórnina falli, Venstre, sem þrátt fyrir nafnið telst hægra megin við miðju, kemur nú inn í stjórnina með þrjú ráðherraembætti. Formaður Venstre, Trine Skei Grande, verður menntamálaráðherra.Flokksformennirnir kynna ríkisstjórnina á blaðamannafundi í Osló í dag. Siv er formaður Framfaraflokksins, Erna formaður Hægriflokksins og Trine formaður Vinstriflokksins.Mynd/TV-2, Noregi.Það eru hins vegar vandræðalegri fréttir af Trine sem fangað hafa forsíður norsku pressunnar í dag og í gær eftir að samfélagsmiðlar höfðu logað af sögusögnum þess efnis að hún hafi haft samræði við sextán ára pilt undir berum himni í brúðkaupsveislu í Þrændalögum fyrir tíu árum. Trine var þá 38 ára gömul, orðin þingmaður og varaformaður flokksins. Netmiðilinn Resett opnaði málið í byrjun árs og sagði bæði hafa verið undir áhrifum áfengis og nokkur vitni hafi verið að því sem gerðist. Í viðtölum hefur Trine hvorki játað þessu né neitað. Í Aftenposten viðurkennir hún að hafa gert ýmislegt heimskulegt en segist ekki þvinga nokkurn mann og sé ekki ofbeldismaður. Í viðtali við Verdens Gang kveðst hún helst hafa óskað sér þess að þurfa ekki að ræða þetta mál í dag, - daginn sem ný ríkisstjórn tekur við. Í VG er pilturinn sagður hafa verið sautján ára þegar uppákoman varð. Blaðið segist hafa haft samband við unga manninn, sem um ræði, en hann vilji ekkert tjá sig. Fram kemur í norskum fréttamiðlum að Trine Skei Grande hafi gert Ernu Solberg grein fyrir þessu máli. Það staðfestir Erna en segir að það sem sagt var í samtali milli sín og hennar verði á milli þeirra. Leiðrétting: Trine Skei Grande er nýr menningarmálaráðherra. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Tengdar fréttir Giske segir af sér sem varaformaður Verkamannaflokksins Trond Giske ákvað að stíga tímabundið til hliðar fyrsta janúar eftir að hann var sakaður um að hafa áreitt stjórnmálakonu í ungliðahreyfingu flokksins kynferðislega. 7. janúar 2018 20:55 Samkomulag um nýjan stjórnarsáttmála í höfn í Noregi Formenn Hægriflokksins, Framfaraflokksins og Venstre hafa náð samkomulagi um myndun nýrrar ríkisstjórn í Noregi. 12. janúar 2018 10:01 Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Áhugi á Valhöll Innlent Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Innlent Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Innlent Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Fleiri fréttir Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Sjá meira
Ný hægrigræn ríkisstjórn tók við völdum í Noregi í dag og bættist þriðji flokkurinn, Venstre, inn í minnihlutastjórn Ernu Solberg. Sögusagnir um kynlífshneyksli nýs menntamálaráðherra og formanns Venstre, Trine Skei Grande, skyggja hins vegar á stjórnarskiptin en hún er sögð hafa haft samræði við sextán ára pilt. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Erna Solberg kynnti nýju ríkisstjórnina í dag fyrir utan konungshöllina í Osló að loknum ríkisráðsfundi með Haraldi Noregskonungi. Athygli vekur að konur skipa nú helstu valdastöður Noregs. Formenn stjórnarflokkanna þriggja eru konur og áhrifamestu ráðherraembættin eru í höndum kvenna, þar á meðal forsætis-, fjármála-, dómsmála- og utanríkisráðuneytið. Helsta breytingin er að flokkur sem áður varði stjórnina falli, Venstre, sem þrátt fyrir nafnið telst hægra megin við miðju, kemur nú inn í stjórnina með þrjú ráðherraembætti. Formaður Venstre, Trine Skei Grande, verður menntamálaráðherra.Flokksformennirnir kynna ríkisstjórnina á blaðamannafundi í Osló í dag. Siv er formaður Framfaraflokksins, Erna formaður Hægriflokksins og Trine formaður Vinstriflokksins.Mynd/TV-2, Noregi.Það eru hins vegar vandræðalegri fréttir af Trine sem fangað hafa forsíður norsku pressunnar í dag og í gær eftir að samfélagsmiðlar höfðu logað af sögusögnum þess efnis að hún hafi haft samræði við sextán ára pilt undir berum himni í brúðkaupsveislu í Þrændalögum fyrir tíu árum. Trine var þá 38 ára gömul, orðin þingmaður og varaformaður flokksins. Netmiðilinn Resett opnaði málið í byrjun árs og sagði bæði hafa verið undir áhrifum áfengis og nokkur vitni hafi verið að því sem gerðist. Í viðtölum hefur Trine hvorki játað þessu né neitað. Í Aftenposten viðurkennir hún að hafa gert ýmislegt heimskulegt en segist ekki þvinga nokkurn mann og sé ekki ofbeldismaður. Í viðtali við Verdens Gang kveðst hún helst hafa óskað sér þess að þurfa ekki að ræða þetta mál í dag, - daginn sem ný ríkisstjórn tekur við. Í VG er pilturinn sagður hafa verið sautján ára þegar uppákoman varð. Blaðið segist hafa haft samband við unga manninn, sem um ræði, en hann vilji ekkert tjá sig. Fram kemur í norskum fréttamiðlum að Trine Skei Grande hafi gert Ernu Solberg grein fyrir þessu máli. Það staðfestir Erna en segir að það sem sagt var í samtali milli sín og hennar verði á milli þeirra. Leiðrétting: Trine Skei Grande er nýr menningarmálaráðherra. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Tengdar fréttir Giske segir af sér sem varaformaður Verkamannaflokksins Trond Giske ákvað að stíga tímabundið til hliðar fyrsta janúar eftir að hann var sakaður um að hafa áreitt stjórnmálakonu í ungliðahreyfingu flokksins kynferðislega. 7. janúar 2018 20:55 Samkomulag um nýjan stjórnarsáttmála í höfn í Noregi Formenn Hægriflokksins, Framfaraflokksins og Venstre hafa náð samkomulagi um myndun nýrrar ríkisstjórn í Noregi. 12. janúar 2018 10:01 Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Áhugi á Valhöll Innlent Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Innlent Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Innlent Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Fleiri fréttir Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Sjá meira
Giske segir af sér sem varaformaður Verkamannaflokksins Trond Giske ákvað að stíga tímabundið til hliðar fyrsta janúar eftir að hann var sakaður um að hafa áreitt stjórnmálakonu í ungliðahreyfingu flokksins kynferðislega. 7. janúar 2018 20:55
Samkomulag um nýjan stjórnarsáttmála í höfn í Noregi Formenn Hægriflokksins, Framfaraflokksins og Venstre hafa náð samkomulagi um myndun nýrrar ríkisstjórn í Noregi. 12. janúar 2018 10:01
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent