Kvennastjórn í skugga krassandi kynlífssögu Kristján Már Unnarsson skrifar 17. janúar 2018 21:00 Leiðtogar norsku ríkisstjórnarinnar fyrir utan konungshöllina í Osló í dag. Siv Jensen fjármálaráðherra til vinstri, Erna Solberg forsætisráðherra í miðið og Trine Skei Grande menntamálaráðherra til hægri. Mynd/TV-2, Noregi. Ný hægrigræn ríkisstjórn tók við völdum í Noregi í dag og bættist þriðji flokkurinn, Venstre, inn í minnihlutastjórn Ernu Solberg. Sögusagnir um kynlífshneyksli nýs menntamálaráðherra og formanns Venstre, Trine Skei Grande, skyggja hins vegar á stjórnarskiptin en hún er sögð hafa haft samræði við sextán ára pilt. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Erna Solberg kynnti nýju ríkisstjórnina í dag fyrir utan konungshöllina í Osló að loknum ríkisráðsfundi með Haraldi Noregskonungi. Athygli vekur að konur skipa nú helstu valdastöður Noregs. Formenn stjórnarflokkanna þriggja eru konur og áhrifamestu ráðherraembættin eru í höndum kvenna, þar á meðal forsætis-, fjármála-, dómsmála- og utanríkisráðuneytið. Helsta breytingin er að flokkur sem áður varði stjórnina falli, Venstre, sem þrátt fyrir nafnið telst hægra megin við miðju, kemur nú inn í stjórnina með þrjú ráðherraembætti. Formaður Venstre, Trine Skei Grande, verður menntamálaráðherra.Flokksformennirnir kynna ríkisstjórnina á blaðamannafundi í Osló í dag. Siv er formaður Framfaraflokksins, Erna formaður Hægriflokksins og Trine formaður Vinstriflokksins.Mynd/TV-2, Noregi.Það eru hins vegar vandræðalegri fréttir af Trine sem fangað hafa forsíður norsku pressunnar í dag og í gær eftir að samfélagsmiðlar höfðu logað af sögusögnum þess efnis að hún hafi haft samræði við sextán ára pilt undir berum himni í brúðkaupsveislu í Þrændalögum fyrir tíu árum. Trine var þá 38 ára gömul, orðin þingmaður og varaformaður flokksins. Netmiðilinn Resett opnaði málið í byrjun árs og sagði bæði hafa verið undir áhrifum áfengis og nokkur vitni hafi verið að því sem gerðist. Í viðtölum hefur Trine hvorki játað þessu né neitað. Í Aftenposten viðurkennir hún að hafa gert ýmislegt heimskulegt en segist ekki þvinga nokkurn mann og sé ekki ofbeldismaður. Í viðtali við Verdens Gang kveðst hún helst hafa óskað sér þess að þurfa ekki að ræða þetta mál í dag, - daginn sem ný ríkisstjórn tekur við. Í VG er pilturinn sagður hafa verið sautján ára þegar uppákoman varð. Blaðið segist hafa haft samband við unga manninn, sem um ræði, en hann vilji ekkert tjá sig. Fram kemur í norskum fréttamiðlum að Trine Skei Grande hafi gert Ernu Solberg grein fyrir þessu máli. Það staðfestir Erna en segir að það sem sagt var í samtali milli sín og hennar verði á milli þeirra. Leiðrétting: Trine Skei Grande er nýr menningarmálaráðherra. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Tengdar fréttir Giske segir af sér sem varaformaður Verkamannaflokksins Trond Giske ákvað að stíga tímabundið til hliðar fyrsta janúar eftir að hann var sakaður um að hafa áreitt stjórnmálakonu í ungliðahreyfingu flokksins kynferðislega. 7. janúar 2018 20:55 Samkomulag um nýjan stjórnarsáttmála í höfn í Noregi Formenn Hægriflokksins, Framfaraflokksins og Venstre hafa náð samkomulagi um myndun nýrrar ríkisstjórn í Noregi. 12. janúar 2018 10:01 Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Innlent Fleiri fréttir Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Sjá meira
Ný hægrigræn ríkisstjórn tók við völdum í Noregi í dag og bættist þriðji flokkurinn, Venstre, inn í minnihlutastjórn Ernu Solberg. Sögusagnir um kynlífshneyksli nýs menntamálaráðherra og formanns Venstre, Trine Skei Grande, skyggja hins vegar á stjórnarskiptin en hún er sögð hafa haft samræði við sextán ára pilt. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Erna Solberg kynnti nýju ríkisstjórnina í dag fyrir utan konungshöllina í Osló að loknum ríkisráðsfundi með Haraldi Noregskonungi. Athygli vekur að konur skipa nú helstu valdastöður Noregs. Formenn stjórnarflokkanna þriggja eru konur og áhrifamestu ráðherraembættin eru í höndum kvenna, þar á meðal forsætis-, fjármála-, dómsmála- og utanríkisráðuneytið. Helsta breytingin er að flokkur sem áður varði stjórnina falli, Venstre, sem þrátt fyrir nafnið telst hægra megin við miðju, kemur nú inn í stjórnina með þrjú ráðherraembætti. Formaður Venstre, Trine Skei Grande, verður menntamálaráðherra.Flokksformennirnir kynna ríkisstjórnina á blaðamannafundi í Osló í dag. Siv er formaður Framfaraflokksins, Erna formaður Hægriflokksins og Trine formaður Vinstriflokksins.Mynd/TV-2, Noregi.Það eru hins vegar vandræðalegri fréttir af Trine sem fangað hafa forsíður norsku pressunnar í dag og í gær eftir að samfélagsmiðlar höfðu logað af sögusögnum þess efnis að hún hafi haft samræði við sextán ára pilt undir berum himni í brúðkaupsveislu í Þrændalögum fyrir tíu árum. Trine var þá 38 ára gömul, orðin þingmaður og varaformaður flokksins. Netmiðilinn Resett opnaði málið í byrjun árs og sagði bæði hafa verið undir áhrifum áfengis og nokkur vitni hafi verið að því sem gerðist. Í viðtölum hefur Trine hvorki játað þessu né neitað. Í Aftenposten viðurkennir hún að hafa gert ýmislegt heimskulegt en segist ekki þvinga nokkurn mann og sé ekki ofbeldismaður. Í viðtali við Verdens Gang kveðst hún helst hafa óskað sér þess að þurfa ekki að ræða þetta mál í dag, - daginn sem ný ríkisstjórn tekur við. Í VG er pilturinn sagður hafa verið sautján ára þegar uppákoman varð. Blaðið segist hafa haft samband við unga manninn, sem um ræði, en hann vilji ekkert tjá sig. Fram kemur í norskum fréttamiðlum að Trine Skei Grande hafi gert Ernu Solberg grein fyrir þessu máli. Það staðfestir Erna en segir að það sem sagt var í samtali milli sín og hennar verði á milli þeirra. Leiðrétting: Trine Skei Grande er nýr menningarmálaráðherra. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Tengdar fréttir Giske segir af sér sem varaformaður Verkamannaflokksins Trond Giske ákvað að stíga tímabundið til hliðar fyrsta janúar eftir að hann var sakaður um að hafa áreitt stjórnmálakonu í ungliðahreyfingu flokksins kynferðislega. 7. janúar 2018 20:55 Samkomulag um nýjan stjórnarsáttmála í höfn í Noregi Formenn Hægriflokksins, Framfaraflokksins og Venstre hafa náð samkomulagi um myndun nýrrar ríkisstjórn í Noregi. 12. janúar 2018 10:01 Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Innlent Fleiri fréttir Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Sjá meira
Giske segir af sér sem varaformaður Verkamannaflokksins Trond Giske ákvað að stíga tímabundið til hliðar fyrsta janúar eftir að hann var sakaður um að hafa áreitt stjórnmálakonu í ungliðahreyfingu flokksins kynferðislega. 7. janúar 2018 20:55
Samkomulag um nýjan stjórnarsáttmála í höfn í Noregi Formenn Hægriflokksins, Framfaraflokksins og Venstre hafa náð samkomulagi um myndun nýrrar ríkisstjórn í Noregi. 12. janúar 2018 10:01