Gerrard þarf greiða frá Klopp | Fyrsti leikur hans sem þjálfara á Anfield um helgina Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. janúar 2018 14:45 Steven Gerrard og Jurgen Klopp. Vísir/Getty Steven Gerrard stýrir Liverpool í fyrsta sinn á Anfield á morgun en hann vonast eftir því að fá smá hjálp frá knattspyrnustjóranum Jürgen Klopp. Gerrard þarf nefnilega leyfi frá Klopp til að nota Ben Woodburn í leiknum sem er leikur í ensku bikarkeppni unglingaliða milli Liverpool og Arsenal. Liverpool leyfði Steven Gerrard að færa leikinn inn á Anfield leikvanginn en leikurinn við Arsenal er í 4. umferð bikarkeppninnar. Næst á dagskrá er síðan að fá leyfið frá þýska stjóranum. „Ég er ekki búinn að spyrja hann að þessu og enginn hefur talað um þetta við mig. Svo eins og staðan er núna þá er svarið nei. Það svar gæti kannski breyst á næsta sólarhring,“ sagði Steven Gerrard við Telegraph.Steven Gerrard makes his Anfield dug-out debut on Saturday in the FA Youth Cup and would like a favour from Jurgen Klopp https://t.co/LhoqEPAXRJ — Telegraph Sport (@TelegraphSport) January 18, 2018 Jürgen Klopp þarf þá að taka ákvörðun um hvort hann ætli að nota Ben Woodburn á móti Swansea í ensku úrvalsdeildinni á mánudagskvöldið. Woodburn hefur ekki fengið margar mínútur en er engu að síður hluti að aðalliðinu. Það er enginn vafi á því að sigurlíkur unglingaliðs Liverpool myndu aukast mikið ef Ben Woodburn spilar í leiknum. Steven Gerrard hefur staðið sig vel á sínu fyrsta ári sem þjálfari hjá Liverpool. „Ég elska það þegar leikmennirnir mínir fá tækifæri með aðalliðinu. Þá er ég stoltasti maðurinn í borginni. Ég er hinsvegar ekki búinn að taka þetta starf hjá félaginu einungis vegna þess,“ sagði Gerrard. Hann ætlar sér að vinna leiki og vinna titla og ná langt sem þjálfari. Enski boltinn Mest lesið Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti NFL goðsögn féll frá um helgina Sport Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Fótbolti Chelsea pakkaði PSG saman Fótbolti Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Fótbolti Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Enski boltinn Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Fótbolti Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Fótbolti Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport Fleiri fréttir Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Sjá meira
Steven Gerrard stýrir Liverpool í fyrsta sinn á Anfield á morgun en hann vonast eftir því að fá smá hjálp frá knattspyrnustjóranum Jürgen Klopp. Gerrard þarf nefnilega leyfi frá Klopp til að nota Ben Woodburn í leiknum sem er leikur í ensku bikarkeppni unglingaliða milli Liverpool og Arsenal. Liverpool leyfði Steven Gerrard að færa leikinn inn á Anfield leikvanginn en leikurinn við Arsenal er í 4. umferð bikarkeppninnar. Næst á dagskrá er síðan að fá leyfið frá þýska stjóranum. „Ég er ekki búinn að spyrja hann að þessu og enginn hefur talað um þetta við mig. Svo eins og staðan er núna þá er svarið nei. Það svar gæti kannski breyst á næsta sólarhring,“ sagði Steven Gerrard við Telegraph.Steven Gerrard makes his Anfield dug-out debut on Saturday in the FA Youth Cup and would like a favour from Jurgen Klopp https://t.co/LhoqEPAXRJ — Telegraph Sport (@TelegraphSport) January 18, 2018 Jürgen Klopp þarf þá að taka ákvörðun um hvort hann ætli að nota Ben Woodburn á móti Swansea í ensku úrvalsdeildinni á mánudagskvöldið. Woodburn hefur ekki fengið margar mínútur en er engu að síður hluti að aðalliðinu. Það er enginn vafi á því að sigurlíkur unglingaliðs Liverpool myndu aukast mikið ef Ben Woodburn spilar í leiknum. Steven Gerrard hefur staðið sig vel á sínu fyrsta ári sem þjálfari hjá Liverpool. „Ég elska það þegar leikmennirnir mínir fá tækifæri með aðalliðinu. Þá er ég stoltasti maðurinn í borginni. Ég er hinsvegar ekki búinn að taka þetta starf hjá félaginu einungis vegna þess,“ sagði Gerrard. Hann ætlar sér að vinna leiki og vinna titla og ná langt sem þjálfari.
Enski boltinn Mest lesið Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti NFL goðsögn féll frá um helgina Sport Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Fótbolti Chelsea pakkaði PSG saman Fótbolti Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Fótbolti Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Enski boltinn Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Fótbolti Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Fótbolti Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport Fleiri fréttir Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Sjá meira