„Tíminn er útrunninn“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 1. janúar 2018 23:30 Reese Witherspoon, Eva Longoria og Shonda Rhimes eru á meðal þeirra kvenna sem standa að Time's Up-átakinu. Vísir/Getty/AFP 300 konur í kvikmynda- og skemmtanageiranum í Hollywood hafa hrint af stað fjölþættu átaki í kjölfar #MeToo-byltingarinnar. Átakinu, sem ber heitið Time‘s Up, eða Tíminn er útrunninn, er ætlað að leiðrétta valdaójafnvægið sem ríkt hefur bæði í Hollywood og á almennum vinnumarkaði í Bandaríkjunum. Hundruð kvenna skrifuðu undir opið bréf sem birtist í bandaríska dagblaðinu New York Times í dag. Í bréfinu eru helstu markmið og verkefni Time‘s Up-átaksins útlistuð. „Uppræta verður erfiðleika sem konur glíma við í risi sínu upp metorðastigann og við það að láta rödd sína heyrast og hljóta viðurkenningu á vinnustöðum, þar sem karlmenn ráða lögum og lofum,“ segir í bréfinu. „Tíminn er útrunninn.“ Styrktarsjóður, löggjöf og rauði dregillinnLeikkonur, umboðsmenn, leikstjórar, framleiðendur og handritshöfundar eru meðal þeirra sem standa að átakinu en það skiptist í fjóra meginhluta: Styrktarsjóð, sem stendur nú í 13 milljónum Bandaríkjadala eða rúmum 1,3 milljarði íslenskra króna. Sjóðnum er ætlað að standa undir lögfræðikostnaði kvenna, sem verða fyrir áreitni en hafa lítið á milli handanna. Þá er einnig gert ráð fyrir að konur geti notfært sér sjóðinn til uppihalds. Að samþykkt verði löggjöf sem kveði á um refsingu af einhverju tagi fyrir þau fyrirtæki sem láta áreitni viðgangast Að kynjajafnrétti verði haldið á lofti í allri starfsemi kvikmyndavera og umboðsskrifstofa Að þær konur sem hyggjast ganga rauða dregilinn á Golden Globe-verðlaunahátíðinni, sem haldin verður þann 8. janúar næstkomandi, klæðist svörtu til að sýna samstöðu og mótmæla kynferðislegri áreitni í skemmtanabransanum Undir bréfið skrifa m.a. leikkonurnar Ashley Judd, Eva Longoria, America Ferrera, Natalie Portman, Rashida Jones, Emma Stone, Kerry Washington og Reese Witherspoon. Þá hefur handritshöfundurinn og framleiðandinn Shonda Rhimes, sem framleitt hefur þáttaraðir á borð við Grey‘s Anatomy og Scandal, ljáð átakinu krafta sína. Time's up on silence. Time's up on waiting. Time's up on tolerating discrimination, harassment and abuse. #TimesUp Sign the solidarity letter & donate to the @TIMESUPNW Legal Defense Fund: https://t.co/eTwKtOboIl pic.twitter.com/q8aok1HTGg— shonda rhimes (@shondarhimes) January 1, 2018 Meryl Streep og Steven Spielberg styrkja sjóðinnÍ umfjöllun New York Times kemur einnig fram að enginn einn leiðtogi fari fyrir átakinu. Öll vinna fer fram í minni hópum víðsvegar um Bandaríkin og skipta hóparnir með sér verkefnum. Einn hópurinn einblínir til að mynda á málefni hinsegin- og transfólks og þá hefur annar hópur yfirumsjón með áðurnefndum styrktarsjóði, sem standa á undir lögfræðikostnaði kvenna er verða fyrir kynferðislegri áreitni eða ofbeldi. Á meðal þeirra sem hafa látið fé af hendi rakna til sjóðsins eru Reese Witherspoon, Meryl Streep og Steven Spielberg. Fyrstu drög að átakinu voru teiknuð upp í október þegar konur tóku að stíga fram og segja frá kynferðislegri áreitni valdamanna í Hollywood. Allra fyrst litu ásakanir á hendur kvikmyndaframleiðandanum Harvey Weinstein dagsins ljós. Síðan þá hafa menn á borð við leikarana Kevin Space og Dustin Hoffman, repúblikanann Roy Moore og leikstjórann Bryan Singer verið sakaðir um áreitni. MeToo Hollywood Bandaríkin Mál Harvey Weinstein Tengdar fréttir Tjaldið fellur: Konur úr sviðslistum og kvikmyndagerð segja frá ofbeldi og kynferðislegri áreitni 548 konur hafa deilt reynslusögum af kynferðisofbeldi, áreitni og mismunum innan leiklistarstéttarinnar á Íslandi. 27. nóvember 2017 20:01 Gagnagrunnur yfir „hin skemmdu epli“ kvikmyndaiðnaðarins Á dögunum var gagnagrunnur yfir "skemmd epli“ í Hollywood opnaður. 23. desember 2017 19:43 Uma Thurman rýfur þögnina um mál Weinstein „Þú átt ekki skilið byssukúlu,“ segir Thurman á Instagram-reikningi sínum. 24. nóvember 2017 10:01 Macron í „menningarstríð“ gegn kynjamisrétti og kynferðisofbeldi Forseti Frakklands mun á morgun kynna fimm ára neyðaráætlun í þessum efnum sem felur meðal annars í sér að fræða grunnskólabörn um klám og að auðvelda þolendum kynferðisbrota að leita til lögreglu. 24. nóvember 2017 23:38 Fyrrverandi aðstoðarkona Weinstein vill breytingu á lögum um þagmælsku Þögn aðstoðarkonunnar um tilraun til nauðgunar var keypt með leynilegu samkomulagi á 10. áratugnum. Hún tjáir sig nú um málið í fyrsta skipti í 19 ár við BBC. 19. desember 2017 22:13 Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Sjá meira
300 konur í kvikmynda- og skemmtanageiranum í Hollywood hafa hrint af stað fjölþættu átaki í kjölfar #MeToo-byltingarinnar. Átakinu, sem ber heitið Time‘s Up, eða Tíminn er útrunninn, er ætlað að leiðrétta valdaójafnvægið sem ríkt hefur bæði í Hollywood og á almennum vinnumarkaði í Bandaríkjunum. Hundruð kvenna skrifuðu undir opið bréf sem birtist í bandaríska dagblaðinu New York Times í dag. Í bréfinu eru helstu markmið og verkefni Time‘s Up-átaksins útlistuð. „Uppræta verður erfiðleika sem konur glíma við í risi sínu upp metorðastigann og við það að láta rödd sína heyrast og hljóta viðurkenningu á vinnustöðum, þar sem karlmenn ráða lögum og lofum,“ segir í bréfinu. „Tíminn er útrunninn.“ Styrktarsjóður, löggjöf og rauði dregillinnLeikkonur, umboðsmenn, leikstjórar, framleiðendur og handritshöfundar eru meðal þeirra sem standa að átakinu en það skiptist í fjóra meginhluta: Styrktarsjóð, sem stendur nú í 13 milljónum Bandaríkjadala eða rúmum 1,3 milljarði íslenskra króna. Sjóðnum er ætlað að standa undir lögfræðikostnaði kvenna, sem verða fyrir áreitni en hafa lítið á milli handanna. Þá er einnig gert ráð fyrir að konur geti notfært sér sjóðinn til uppihalds. Að samþykkt verði löggjöf sem kveði á um refsingu af einhverju tagi fyrir þau fyrirtæki sem láta áreitni viðgangast Að kynjajafnrétti verði haldið á lofti í allri starfsemi kvikmyndavera og umboðsskrifstofa Að þær konur sem hyggjast ganga rauða dregilinn á Golden Globe-verðlaunahátíðinni, sem haldin verður þann 8. janúar næstkomandi, klæðist svörtu til að sýna samstöðu og mótmæla kynferðislegri áreitni í skemmtanabransanum Undir bréfið skrifa m.a. leikkonurnar Ashley Judd, Eva Longoria, America Ferrera, Natalie Portman, Rashida Jones, Emma Stone, Kerry Washington og Reese Witherspoon. Þá hefur handritshöfundurinn og framleiðandinn Shonda Rhimes, sem framleitt hefur þáttaraðir á borð við Grey‘s Anatomy og Scandal, ljáð átakinu krafta sína. Time's up on silence. Time's up on waiting. Time's up on tolerating discrimination, harassment and abuse. #TimesUp Sign the solidarity letter & donate to the @TIMESUPNW Legal Defense Fund: https://t.co/eTwKtOboIl pic.twitter.com/q8aok1HTGg— shonda rhimes (@shondarhimes) January 1, 2018 Meryl Streep og Steven Spielberg styrkja sjóðinnÍ umfjöllun New York Times kemur einnig fram að enginn einn leiðtogi fari fyrir átakinu. Öll vinna fer fram í minni hópum víðsvegar um Bandaríkin og skipta hóparnir með sér verkefnum. Einn hópurinn einblínir til að mynda á málefni hinsegin- og transfólks og þá hefur annar hópur yfirumsjón með áðurnefndum styrktarsjóði, sem standa á undir lögfræðikostnaði kvenna er verða fyrir kynferðislegri áreitni eða ofbeldi. Á meðal þeirra sem hafa látið fé af hendi rakna til sjóðsins eru Reese Witherspoon, Meryl Streep og Steven Spielberg. Fyrstu drög að átakinu voru teiknuð upp í október þegar konur tóku að stíga fram og segja frá kynferðislegri áreitni valdamanna í Hollywood. Allra fyrst litu ásakanir á hendur kvikmyndaframleiðandanum Harvey Weinstein dagsins ljós. Síðan þá hafa menn á borð við leikarana Kevin Space og Dustin Hoffman, repúblikanann Roy Moore og leikstjórann Bryan Singer verið sakaðir um áreitni.
MeToo Hollywood Bandaríkin Mál Harvey Weinstein Tengdar fréttir Tjaldið fellur: Konur úr sviðslistum og kvikmyndagerð segja frá ofbeldi og kynferðislegri áreitni 548 konur hafa deilt reynslusögum af kynferðisofbeldi, áreitni og mismunum innan leiklistarstéttarinnar á Íslandi. 27. nóvember 2017 20:01 Gagnagrunnur yfir „hin skemmdu epli“ kvikmyndaiðnaðarins Á dögunum var gagnagrunnur yfir "skemmd epli“ í Hollywood opnaður. 23. desember 2017 19:43 Uma Thurman rýfur þögnina um mál Weinstein „Þú átt ekki skilið byssukúlu,“ segir Thurman á Instagram-reikningi sínum. 24. nóvember 2017 10:01 Macron í „menningarstríð“ gegn kynjamisrétti og kynferðisofbeldi Forseti Frakklands mun á morgun kynna fimm ára neyðaráætlun í þessum efnum sem felur meðal annars í sér að fræða grunnskólabörn um klám og að auðvelda þolendum kynferðisbrota að leita til lögreglu. 24. nóvember 2017 23:38 Fyrrverandi aðstoðarkona Weinstein vill breytingu á lögum um þagmælsku Þögn aðstoðarkonunnar um tilraun til nauðgunar var keypt með leynilegu samkomulagi á 10. áratugnum. Hún tjáir sig nú um málið í fyrsta skipti í 19 ár við BBC. 19. desember 2017 22:13 Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Sjá meira
Tjaldið fellur: Konur úr sviðslistum og kvikmyndagerð segja frá ofbeldi og kynferðislegri áreitni 548 konur hafa deilt reynslusögum af kynferðisofbeldi, áreitni og mismunum innan leiklistarstéttarinnar á Íslandi. 27. nóvember 2017 20:01
Gagnagrunnur yfir „hin skemmdu epli“ kvikmyndaiðnaðarins Á dögunum var gagnagrunnur yfir "skemmd epli“ í Hollywood opnaður. 23. desember 2017 19:43
Uma Thurman rýfur þögnina um mál Weinstein „Þú átt ekki skilið byssukúlu,“ segir Thurman á Instagram-reikningi sínum. 24. nóvember 2017 10:01
Macron í „menningarstríð“ gegn kynjamisrétti og kynferðisofbeldi Forseti Frakklands mun á morgun kynna fimm ára neyðaráætlun í þessum efnum sem felur meðal annars í sér að fræða grunnskólabörn um klám og að auðvelda þolendum kynferðisbrota að leita til lögreglu. 24. nóvember 2017 23:38
Fyrrverandi aðstoðarkona Weinstein vill breytingu á lögum um þagmælsku Þögn aðstoðarkonunnar um tilraun til nauðgunar var keypt með leynilegu samkomulagi á 10. áratugnum. Hún tjáir sig nú um málið í fyrsta skipti í 19 ár við BBC. 19. desember 2017 22:13