Ísland á meðal markahæstu þjóða ensku úrvalsdeildarinnar Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 2. janúar 2018 21:00 Gylfi Þór þarf 11 mörk til þess að verða markahæsti Íslendingurinn í ensku úrvalsdeildinni vísir/getty Ísland er í 24. sæti lista yfir markahæstu þjóðir í ensku úrvalsdeildinni, en samtals hafa leikmenn frá 97 þjóðum skorað mark í deildinni. Á þeim 25 árum sem enska úrvalsdeildin hefur verið spiluð hafa 17 íslenskir leikmenn komið við sögu og skorað samtals 171 mark. Efst á listanum er England, engum að óvörum, en 10826 ensk mörk hafa litið dagsins ljós í úrvalsdeildinni. Frakkar eru í öðru sæti með 1477 og Írar í því þriðja með 945 mörk. Efstir Norðurlandaþjóða eru Norðmenn með 510 mörk í 8. sæti. Danir eru í 20. sæti með 236 mörk og Svíar í 21. sæti með 221. Næst fyrir ofan Ísland er Trinidad & Tobago með 178 mörk. Listann í heild sinni má sjá hér. Gylfi Þór Sigurðsson og Eiður Smári Guðjohnsen eru langatkvæðamestir Íslendinga, Gylfi hefur skorað 45 mörk fyrir þrjú félög og Eiður Smári 55 fyrir tvö félög. Heiðar Helguson náði 27 mörkum og Hermann Hreiðarsson 15, en fleiri komast ekki yfir 10 mörk í úrvalsdeildinni.Íslenskir markaskorarar í ensku úrvalsdeildinni 55 Eiður Smári Guðjohnsen - Tottenham, Chelsea 45 Gylfi Þór Sigurðsson - Everton, Swansea, Tottenham 27 Heiðar Helguson - QPR, Bolton, Fulham, Watford 15 Hermann Hreiðarsson - Portsmouth, Charlton, Ipswich, Crystal Palace, MK Dons 7 Guðni Bergsson - Bolton 5 Grétar Rafn Steinsson - Bolton 4 Ívar Ingimarsson - Reading 3 Arnar Gunnlaugsson - Leicester 3 Brynjar Björn Gunnarsson - Reading 2 Jóhann Berg Guðmundsson - Burnley 2 Jóhannes Karl Guðjónsson - Aston Villa 1 Þórður Guðjónsson - Derby County 1 Aron Einar Gunnarsson - Cardiff 1 Þorvaldur Örlygsson - Nottingham Forest Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ungverjaland 24-23 | Ísland fer með tvö stig í millirðil Sport Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti Fleiri fréttir Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Sjá meira
Ísland er í 24. sæti lista yfir markahæstu þjóðir í ensku úrvalsdeildinni, en samtals hafa leikmenn frá 97 þjóðum skorað mark í deildinni. Á þeim 25 árum sem enska úrvalsdeildin hefur verið spiluð hafa 17 íslenskir leikmenn komið við sögu og skorað samtals 171 mark. Efst á listanum er England, engum að óvörum, en 10826 ensk mörk hafa litið dagsins ljós í úrvalsdeildinni. Frakkar eru í öðru sæti með 1477 og Írar í því þriðja með 945 mörk. Efstir Norðurlandaþjóða eru Norðmenn með 510 mörk í 8. sæti. Danir eru í 20. sæti með 236 mörk og Svíar í 21. sæti með 221. Næst fyrir ofan Ísland er Trinidad & Tobago með 178 mörk. Listann í heild sinni má sjá hér. Gylfi Þór Sigurðsson og Eiður Smári Guðjohnsen eru langatkvæðamestir Íslendinga, Gylfi hefur skorað 45 mörk fyrir þrjú félög og Eiður Smári 55 fyrir tvö félög. Heiðar Helguson náði 27 mörkum og Hermann Hreiðarsson 15, en fleiri komast ekki yfir 10 mörk í úrvalsdeildinni.Íslenskir markaskorarar í ensku úrvalsdeildinni 55 Eiður Smári Guðjohnsen - Tottenham, Chelsea 45 Gylfi Þór Sigurðsson - Everton, Swansea, Tottenham 27 Heiðar Helguson - QPR, Bolton, Fulham, Watford 15 Hermann Hreiðarsson - Portsmouth, Charlton, Ipswich, Crystal Palace, MK Dons 7 Guðni Bergsson - Bolton 5 Grétar Rafn Steinsson - Bolton 4 Ívar Ingimarsson - Reading 3 Arnar Gunnlaugsson - Leicester 3 Brynjar Björn Gunnarsson - Reading 2 Jóhann Berg Guðmundsson - Burnley 2 Jóhannes Karl Guðjónsson - Aston Villa 1 Þórður Guðjónsson - Derby County 1 Aron Einar Gunnarsson - Cardiff 1 Þorvaldur Örlygsson - Nottingham Forest
Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ungverjaland 24-23 | Ísland fer með tvö stig í millirðil Sport Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti Fleiri fréttir Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Sjá meira