Skora á íslensk yfirvöld að leiðrétta mismunun gagnvart foreldrum langveika barna Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 3. janúar 2018 21:00 Umhyggja, félag langveikra barna, skorar á yfirvöld að leiðrétta tafarlaust þá mismunun sem félagið segir viðgangast gagnvart foreldrum sem þurfa að vera frá vinnumarkaði vegna veikinda barna sinna. Ráðherra segir ábendingarnar eiga fullan rétt á sér og málið verði væntanlega tekið til skoðunar á næstunni. Í fréttum Stöðvar 2 í gær var rætt við mæður tveggja langveikra stúlkna sem segja regluverkið í kringum foreldragreiðslur vera meingallað. Önnur þeirra neyðist til að vinna ekki neitt svo hún fái greiðslurnar og hin fær engar greiðslur þar sem hún kýs að vinna í hlutastarfi. Foreldrum sem fá tekjutengdar foreldragreiðslur er heimilt að vinna í minnkuðu starfshlutfalli samhliða greiðslum en samkvæmt lögum standa tekjutengdar greiðslur aðeins til boða í sex mánuði að hámarki. Foreldrar sem kjósa að vinna í hlutastarfi eða stunda nám samhliða ummönnun veikra barna sinna verða þannig af öllum greiðslum sem ekki falla innan ramma tekjutengingar. „Ég lýsi í rauninni fullum skilningi á þessum baráttumálum sem að þessi samtök eru að berjast fyrir,“ segir Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttismálaráðherra í samtali við Stöð 2.Ekki síður jafnréttismál kynjanna Að sögn Ásmundar var sett af stað vinna við endurskoðun laga um foreldragreiðslur árið 2015 og fljótlega kunni að draga til tíðinda. „Ég held að það sé bara að koma áfangaskýrsla núna á næstu vikum og ég fái hana kynnta núna vonandi í þessari viku eða næstu.“ Í áskorun sinni vakti Umhyggja einnig athygli á því að ekki sé síður um jafnréttismál að ræða enda séu það í flestum tilfellum mæður sem hætta í vinnu til að sinna börnunum. Sumar þeirra séu árum saman utan vinnumarkaðar og fari á mis við ýmis tækifæri á vinnumarkaði. Þá búi þær við skert lífeyrisréttindi þar sem óheimilt er að greiða í lífeyrissjóð af grunngreiðslunum. „Það eru mæðurnar sem oftar eru heima með langveikum börnum og ég held að það sé bara mikilvægt að við tökum þessar athugasemdir til skoðunar samhliða því sem að við fáum niðurstöðu úr þessari endurskoðunarvinnu,“ segir Ásmundur. Tengdar fréttir Foreldrar langveikra barna fá desemberuppbót Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttismálaráðherra, hefur undirritað reglugerð sem kveður á um að foreldrar barna sem eru langveik eða alvarlega fötluð fái greidda desemberuppbót, að hámarki 53.123 kr. 29. desember 2017 07:08 Foreldrar langveikra og alvarlega fatlaðra barna fá nú desemberuppbót Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttismálaráðherra, hefur undirritað reglugerð þess efnis að foreldrar barna sem eru langveik eða alvarlega fötluð fái greidda desemberuppbót, að hámarki 53.123 kr. 28. desember 2017 18:29 Segja regluverk um foreldragreiðslur meingallað: „Við þurfum úrlausn okkar mála strax“ Mæður langveikra stúlkna segja regluverkið í kring um foreldragreiðslur vera meingallað. Önnur neyðist til að vinna ekki neitt svo hún fái greiðslurnar og hin fær engar greiðslur þar sem hún kýs að vinna í hlutastarfi. Þær segja sorglegt og ósanngjarnt að svona sé komið fram við foreldra langveikra barna. Þær geti ekki beðið endalaust eftir breytingum enda óvissa um líftíma stúlkna þeirra. 2. janúar 2018 20:00 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Fleiri fréttir Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögreguaðgerð gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Sjá meira
Umhyggja, félag langveikra barna, skorar á yfirvöld að leiðrétta tafarlaust þá mismunun sem félagið segir viðgangast gagnvart foreldrum sem þurfa að vera frá vinnumarkaði vegna veikinda barna sinna. Ráðherra segir ábendingarnar eiga fullan rétt á sér og málið verði væntanlega tekið til skoðunar á næstunni. Í fréttum Stöðvar 2 í gær var rætt við mæður tveggja langveikra stúlkna sem segja regluverkið í kringum foreldragreiðslur vera meingallað. Önnur þeirra neyðist til að vinna ekki neitt svo hún fái greiðslurnar og hin fær engar greiðslur þar sem hún kýs að vinna í hlutastarfi. Foreldrum sem fá tekjutengdar foreldragreiðslur er heimilt að vinna í minnkuðu starfshlutfalli samhliða greiðslum en samkvæmt lögum standa tekjutengdar greiðslur aðeins til boða í sex mánuði að hámarki. Foreldrar sem kjósa að vinna í hlutastarfi eða stunda nám samhliða ummönnun veikra barna sinna verða þannig af öllum greiðslum sem ekki falla innan ramma tekjutengingar. „Ég lýsi í rauninni fullum skilningi á þessum baráttumálum sem að þessi samtök eru að berjast fyrir,“ segir Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttismálaráðherra í samtali við Stöð 2.Ekki síður jafnréttismál kynjanna Að sögn Ásmundar var sett af stað vinna við endurskoðun laga um foreldragreiðslur árið 2015 og fljótlega kunni að draga til tíðinda. „Ég held að það sé bara að koma áfangaskýrsla núna á næstu vikum og ég fái hana kynnta núna vonandi í þessari viku eða næstu.“ Í áskorun sinni vakti Umhyggja einnig athygli á því að ekki sé síður um jafnréttismál að ræða enda séu það í flestum tilfellum mæður sem hætta í vinnu til að sinna börnunum. Sumar þeirra séu árum saman utan vinnumarkaðar og fari á mis við ýmis tækifæri á vinnumarkaði. Þá búi þær við skert lífeyrisréttindi þar sem óheimilt er að greiða í lífeyrissjóð af grunngreiðslunum. „Það eru mæðurnar sem oftar eru heima með langveikum börnum og ég held að það sé bara mikilvægt að við tökum þessar athugasemdir til skoðunar samhliða því sem að við fáum niðurstöðu úr þessari endurskoðunarvinnu,“ segir Ásmundur.
Tengdar fréttir Foreldrar langveikra barna fá desemberuppbót Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttismálaráðherra, hefur undirritað reglugerð sem kveður á um að foreldrar barna sem eru langveik eða alvarlega fötluð fái greidda desemberuppbót, að hámarki 53.123 kr. 29. desember 2017 07:08 Foreldrar langveikra og alvarlega fatlaðra barna fá nú desemberuppbót Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttismálaráðherra, hefur undirritað reglugerð þess efnis að foreldrar barna sem eru langveik eða alvarlega fötluð fái greidda desemberuppbót, að hámarki 53.123 kr. 28. desember 2017 18:29 Segja regluverk um foreldragreiðslur meingallað: „Við þurfum úrlausn okkar mála strax“ Mæður langveikra stúlkna segja regluverkið í kring um foreldragreiðslur vera meingallað. Önnur neyðist til að vinna ekki neitt svo hún fái greiðslurnar og hin fær engar greiðslur þar sem hún kýs að vinna í hlutastarfi. Þær segja sorglegt og ósanngjarnt að svona sé komið fram við foreldra langveikra barna. Þær geti ekki beðið endalaust eftir breytingum enda óvissa um líftíma stúlkna þeirra. 2. janúar 2018 20:00 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Fleiri fréttir Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögreguaðgerð gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Sjá meira
Foreldrar langveikra barna fá desemberuppbót Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttismálaráðherra, hefur undirritað reglugerð sem kveður á um að foreldrar barna sem eru langveik eða alvarlega fötluð fái greidda desemberuppbót, að hámarki 53.123 kr. 29. desember 2017 07:08
Foreldrar langveikra og alvarlega fatlaðra barna fá nú desemberuppbót Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttismálaráðherra, hefur undirritað reglugerð þess efnis að foreldrar barna sem eru langveik eða alvarlega fötluð fái greidda desemberuppbót, að hámarki 53.123 kr. 28. desember 2017 18:29
Segja regluverk um foreldragreiðslur meingallað: „Við þurfum úrlausn okkar mála strax“ Mæður langveikra stúlkna segja regluverkið í kring um foreldragreiðslur vera meingallað. Önnur neyðist til að vinna ekki neitt svo hún fái greiðslurnar og hin fær engar greiðslur þar sem hún kýs að vinna í hlutastarfi. Þær segja sorglegt og ósanngjarnt að svona sé komið fram við foreldra langveikra barna. Þær geti ekki beðið endalaust eftir breytingum enda óvissa um líftíma stúlkna þeirra. 2. janúar 2018 20:00