Mesut Özil segir Arsenal hafa gert hann að stærri stjörnu og hann sé stoltur af því að spila fyrir félagið, en það hefur mikið verið talað um að Þjóðverjinn sé á leið frá félaginu því samningur hans rennur út í sumar.
„Ég kom hingað sögunnar vegna, félagið hefur alltaf átt frábæra leikmenn, og ég kom hingað til þess að læra, til að þroskast og sýna hæfileika mína,“ sagði Özil.
„Félagið hefur gert mig að stærri leikmanni og ég er mjög stoltur af því að spila fyrir eins stórt félag og Arsenal.“
Özil hefur verið mikið gagnrýndur fyrir frammistöður sínar með Arsenal liðinu, en hann þykir mjög óstöðugur og góðir leikir eru fáir og langt á milli þeirra. Hann hefur enn ekki framlengt samning sinn við félagið og má því eiga samtöl við erlend félög nú í janúar og getur farið frítt til hvaða félags sem er í sumar.
Arsene Wenger segist viss um það að Özil vilji vera áfram á Emirates og það þurfi ekki að sannfæra hann um að framlengja við félagið.
Özil: Arsenal gerði mig stærri
Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar

Mest lesið



KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace
Íslenski boltinn


Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag
Enski boltinn


Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis
Íslenski boltinn


Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn
Körfubolti
