Írönsk stjórnvöld saka Bandaríkin um afskipti Kjartan Kjartansson skrifar 4. janúar 2018 14:22 Íranskir ríkisfjölmiðlar hafa beint sjónum sínum að samkomum stuðningsmanna stjórnvalda síðustu tvo daga eftir mótmælaöldu daganna á undan. Vísir/AFP Stjórnvöld í Íran hafa sent Sameinuðu þjóðunum bréf þar sem þau saka bandarísk stjórnvöld um „gróf“ inngrip í innri málefni landsins. Mestu mótmæli gegn stjórnvöldum í níu ár hafa geisað í Íran síðustu vikuna. Í bréfinu vísa stjórnvöld í Teheran meðal annars til „fjölda fáránlegra tísta“ sem hafi hvatt Írani til að taka þátt í sundrandi aðgerðum. Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur meðal annars tíst stuðningi sínum við mótmælendur og kallað írönsk stjórnvöld spillt. Að sögn breska ríkisútvarpsins BBC hefur tuttugu og einn látið lífið í mótmælum í nokkrum írönskum borgum á sex daga tímabili. Mótmælin beindust upphaflega að dýrtíð og spillingu en fljótlega snerist reiði mótmælenda að valdastétt landsins og Ali Khamenei, æðstaklerki og leiðtoga Írans. Lítið hefur þó borið á mótmælum síðustu tvo dagana. BBC segir að svo virðist sem að þau séu að fjara út. Vinsælir samfélagsmiðlar eins og Instagram og Telegram eru enn lokaðir í Íran. Þeim var lokað um leið og mótmælin brutust út. Írönsk stjórnvöld saka Bandaríkjastjórn um að hafa brotið alþjóðlög með afskiptum sínum síðustu daga. Nikki Haley, sendifulltrúi Bandaríkjanna við Sameinuðu þjóðirnar, kallaði ásakanir íranskra stjórnvalda um að þau væru að ala á óeirðum í Íran „algera vitleysu“ á þriðjudag. Tengdar fréttir Ekkert lát á mótmælum í Íran Ekkert lát er á mótmælunum í Íran sem nú hafa staðið yfir tæpa viku. Írani sem er búsettur hér á landi segir að ástandið sé afar viðkvæmt og að viðbrögð stjórnvalda í Teheran muni ráða miklu um þróun mála. 3. janúar 2018 19:00 Segir ásakanir æðsta klerksins algjört rugl Nikki Haley, sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, segir ásakanir Ayatollah Ali Khamenei, æðsta klerks Írans, um að óvinir ríkisins standi á bak við mikil mótmæli í landinu algjört rugl. 2. janúar 2018 23:22 Tugir þúsunda sýna stjórnvöldum Íran stuðning Tugir þúsunda Írana söfnuðust saman víða um landið í dag til stuðnings yfirvalda þar eftir nokkurra daga mótmæli þar sem minnst 21 hefur dáið. 3. janúar 2018 14:11 Íranir víða um heim sýndu löndum sínum stuðning Fjöldi íranskra flóttamanna víða í um heim mótmælti í dag til að sýna samstöðu með mótmælendum í heimalandinu. 2. janúar 2018 19:30 Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Sjá meira
Stjórnvöld í Íran hafa sent Sameinuðu þjóðunum bréf þar sem þau saka bandarísk stjórnvöld um „gróf“ inngrip í innri málefni landsins. Mestu mótmæli gegn stjórnvöldum í níu ár hafa geisað í Íran síðustu vikuna. Í bréfinu vísa stjórnvöld í Teheran meðal annars til „fjölda fáránlegra tísta“ sem hafi hvatt Írani til að taka þátt í sundrandi aðgerðum. Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur meðal annars tíst stuðningi sínum við mótmælendur og kallað írönsk stjórnvöld spillt. Að sögn breska ríkisútvarpsins BBC hefur tuttugu og einn látið lífið í mótmælum í nokkrum írönskum borgum á sex daga tímabili. Mótmælin beindust upphaflega að dýrtíð og spillingu en fljótlega snerist reiði mótmælenda að valdastétt landsins og Ali Khamenei, æðstaklerki og leiðtoga Írans. Lítið hefur þó borið á mótmælum síðustu tvo dagana. BBC segir að svo virðist sem að þau séu að fjara út. Vinsælir samfélagsmiðlar eins og Instagram og Telegram eru enn lokaðir í Íran. Þeim var lokað um leið og mótmælin brutust út. Írönsk stjórnvöld saka Bandaríkjastjórn um að hafa brotið alþjóðlög með afskiptum sínum síðustu daga. Nikki Haley, sendifulltrúi Bandaríkjanna við Sameinuðu þjóðirnar, kallaði ásakanir íranskra stjórnvalda um að þau væru að ala á óeirðum í Íran „algera vitleysu“ á þriðjudag.
Tengdar fréttir Ekkert lát á mótmælum í Íran Ekkert lát er á mótmælunum í Íran sem nú hafa staðið yfir tæpa viku. Írani sem er búsettur hér á landi segir að ástandið sé afar viðkvæmt og að viðbrögð stjórnvalda í Teheran muni ráða miklu um þróun mála. 3. janúar 2018 19:00 Segir ásakanir æðsta klerksins algjört rugl Nikki Haley, sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, segir ásakanir Ayatollah Ali Khamenei, æðsta klerks Írans, um að óvinir ríkisins standi á bak við mikil mótmæli í landinu algjört rugl. 2. janúar 2018 23:22 Tugir þúsunda sýna stjórnvöldum Íran stuðning Tugir þúsunda Írana söfnuðust saman víða um landið í dag til stuðnings yfirvalda þar eftir nokkurra daga mótmæli þar sem minnst 21 hefur dáið. 3. janúar 2018 14:11 Íranir víða um heim sýndu löndum sínum stuðning Fjöldi íranskra flóttamanna víða í um heim mótmælti í dag til að sýna samstöðu með mótmælendum í heimalandinu. 2. janúar 2018 19:30 Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Sjá meira
Ekkert lát á mótmælum í Íran Ekkert lát er á mótmælunum í Íran sem nú hafa staðið yfir tæpa viku. Írani sem er búsettur hér á landi segir að ástandið sé afar viðkvæmt og að viðbrögð stjórnvalda í Teheran muni ráða miklu um þróun mála. 3. janúar 2018 19:00
Segir ásakanir æðsta klerksins algjört rugl Nikki Haley, sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, segir ásakanir Ayatollah Ali Khamenei, æðsta klerks Írans, um að óvinir ríkisins standi á bak við mikil mótmæli í landinu algjört rugl. 2. janúar 2018 23:22
Tugir þúsunda sýna stjórnvöldum Íran stuðning Tugir þúsunda Írana söfnuðust saman víða um landið í dag til stuðnings yfirvalda þar eftir nokkurra daga mótmæli þar sem minnst 21 hefur dáið. 3. janúar 2018 14:11
Íranir víða um heim sýndu löndum sínum stuðning Fjöldi íranskra flóttamanna víða í um heim mótmælti í dag til að sýna samstöðu með mótmælendum í heimalandinu. 2. janúar 2018 19:30