Írönsk stjórnvöld saka Bandaríkin um afskipti Kjartan Kjartansson skrifar 4. janúar 2018 14:22 Íranskir ríkisfjölmiðlar hafa beint sjónum sínum að samkomum stuðningsmanna stjórnvalda síðustu tvo daga eftir mótmælaöldu daganna á undan. Vísir/AFP Stjórnvöld í Íran hafa sent Sameinuðu þjóðunum bréf þar sem þau saka bandarísk stjórnvöld um „gróf“ inngrip í innri málefni landsins. Mestu mótmæli gegn stjórnvöldum í níu ár hafa geisað í Íran síðustu vikuna. Í bréfinu vísa stjórnvöld í Teheran meðal annars til „fjölda fáránlegra tísta“ sem hafi hvatt Írani til að taka þátt í sundrandi aðgerðum. Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur meðal annars tíst stuðningi sínum við mótmælendur og kallað írönsk stjórnvöld spillt. Að sögn breska ríkisútvarpsins BBC hefur tuttugu og einn látið lífið í mótmælum í nokkrum írönskum borgum á sex daga tímabili. Mótmælin beindust upphaflega að dýrtíð og spillingu en fljótlega snerist reiði mótmælenda að valdastétt landsins og Ali Khamenei, æðstaklerki og leiðtoga Írans. Lítið hefur þó borið á mótmælum síðustu tvo dagana. BBC segir að svo virðist sem að þau séu að fjara út. Vinsælir samfélagsmiðlar eins og Instagram og Telegram eru enn lokaðir í Íran. Þeim var lokað um leið og mótmælin brutust út. Írönsk stjórnvöld saka Bandaríkjastjórn um að hafa brotið alþjóðlög með afskiptum sínum síðustu daga. Nikki Haley, sendifulltrúi Bandaríkjanna við Sameinuðu þjóðirnar, kallaði ásakanir íranskra stjórnvalda um að þau væru að ala á óeirðum í Íran „algera vitleysu“ á þriðjudag. Tengdar fréttir Ekkert lát á mótmælum í Íran Ekkert lát er á mótmælunum í Íran sem nú hafa staðið yfir tæpa viku. Írani sem er búsettur hér á landi segir að ástandið sé afar viðkvæmt og að viðbrögð stjórnvalda í Teheran muni ráða miklu um þróun mála. 3. janúar 2018 19:00 Segir ásakanir æðsta klerksins algjört rugl Nikki Haley, sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, segir ásakanir Ayatollah Ali Khamenei, æðsta klerks Írans, um að óvinir ríkisins standi á bak við mikil mótmæli í landinu algjört rugl. 2. janúar 2018 23:22 Tugir þúsunda sýna stjórnvöldum Íran stuðning Tugir þúsunda Írana söfnuðust saman víða um landið í dag til stuðnings yfirvalda þar eftir nokkurra daga mótmæli þar sem minnst 21 hefur dáið. 3. janúar 2018 14:11 Íranir víða um heim sýndu löndum sínum stuðning Fjöldi íranskra flóttamanna víða í um heim mótmælti í dag til að sýna samstöðu með mótmælendum í heimalandinu. 2. janúar 2018 19:30 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Innlent Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Erlent Fleiri fréttir Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Sjá meira
Stjórnvöld í Íran hafa sent Sameinuðu þjóðunum bréf þar sem þau saka bandarísk stjórnvöld um „gróf“ inngrip í innri málefni landsins. Mestu mótmæli gegn stjórnvöldum í níu ár hafa geisað í Íran síðustu vikuna. Í bréfinu vísa stjórnvöld í Teheran meðal annars til „fjölda fáránlegra tísta“ sem hafi hvatt Írani til að taka þátt í sundrandi aðgerðum. Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur meðal annars tíst stuðningi sínum við mótmælendur og kallað írönsk stjórnvöld spillt. Að sögn breska ríkisútvarpsins BBC hefur tuttugu og einn látið lífið í mótmælum í nokkrum írönskum borgum á sex daga tímabili. Mótmælin beindust upphaflega að dýrtíð og spillingu en fljótlega snerist reiði mótmælenda að valdastétt landsins og Ali Khamenei, æðstaklerki og leiðtoga Írans. Lítið hefur þó borið á mótmælum síðustu tvo dagana. BBC segir að svo virðist sem að þau séu að fjara út. Vinsælir samfélagsmiðlar eins og Instagram og Telegram eru enn lokaðir í Íran. Þeim var lokað um leið og mótmælin brutust út. Írönsk stjórnvöld saka Bandaríkjastjórn um að hafa brotið alþjóðlög með afskiptum sínum síðustu daga. Nikki Haley, sendifulltrúi Bandaríkjanna við Sameinuðu þjóðirnar, kallaði ásakanir íranskra stjórnvalda um að þau væru að ala á óeirðum í Íran „algera vitleysu“ á þriðjudag.
Tengdar fréttir Ekkert lát á mótmælum í Íran Ekkert lát er á mótmælunum í Íran sem nú hafa staðið yfir tæpa viku. Írani sem er búsettur hér á landi segir að ástandið sé afar viðkvæmt og að viðbrögð stjórnvalda í Teheran muni ráða miklu um þróun mála. 3. janúar 2018 19:00 Segir ásakanir æðsta klerksins algjört rugl Nikki Haley, sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, segir ásakanir Ayatollah Ali Khamenei, æðsta klerks Írans, um að óvinir ríkisins standi á bak við mikil mótmæli í landinu algjört rugl. 2. janúar 2018 23:22 Tugir þúsunda sýna stjórnvöldum Íran stuðning Tugir þúsunda Írana söfnuðust saman víða um landið í dag til stuðnings yfirvalda þar eftir nokkurra daga mótmæli þar sem minnst 21 hefur dáið. 3. janúar 2018 14:11 Íranir víða um heim sýndu löndum sínum stuðning Fjöldi íranskra flóttamanna víða í um heim mótmælti í dag til að sýna samstöðu með mótmælendum í heimalandinu. 2. janúar 2018 19:30 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Innlent Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Erlent Fleiri fréttir Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Sjá meira
Ekkert lát á mótmælum í Íran Ekkert lát er á mótmælunum í Íran sem nú hafa staðið yfir tæpa viku. Írani sem er búsettur hér á landi segir að ástandið sé afar viðkvæmt og að viðbrögð stjórnvalda í Teheran muni ráða miklu um þróun mála. 3. janúar 2018 19:00
Segir ásakanir æðsta klerksins algjört rugl Nikki Haley, sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, segir ásakanir Ayatollah Ali Khamenei, æðsta klerks Írans, um að óvinir ríkisins standi á bak við mikil mótmæli í landinu algjört rugl. 2. janúar 2018 23:22
Tugir þúsunda sýna stjórnvöldum Íran stuðning Tugir þúsunda Írana söfnuðust saman víða um landið í dag til stuðnings yfirvalda þar eftir nokkurra daga mótmæli þar sem minnst 21 hefur dáið. 3. janúar 2018 14:11
Íranir víða um heim sýndu löndum sínum stuðning Fjöldi íranskra flóttamanna víða í um heim mótmælti í dag til að sýna samstöðu með mótmælendum í heimalandinu. 2. janúar 2018 19:30
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent