Enski boltinn

Can búinn að semja við Juventus

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Can í leik með þýska landsliðinu.
Can í leik með þýska landsliðinu. vísir/getty
Þýski landsliðsmaðurinn Emre Can er á förum frá Liverpool til Ítalíu.

Sky Italy greinir frá því í dag að hann sé búinn að skrifa undir samning við Ítalíumeistara Juventus og gangi í raðir félagsins næsta sumar.

Þá verður Can samningslaus hjá Liverpool. Hann má semja við annað félag sex mánuðum áður en núverandi samningur rennur út og það hefur hann gert.

Það er búið að orða þennan 23 ára gamla leikmann við Juventus lengi og nú hefur hann loksins náð saman við félagið.

Um tíma var talið að hann færi jafnvel nú í janúar en það verður ekki af því. Liverpool fær þar af leiðandi ekki krónu fyrir hann þegar hann fer.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×