Erlent

Öryggisgallar í örgjörvum hafa áhrif á tæki Apple

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Fyrirtækið hefur nú þegar gert einhverjar úrbætur og segir að það séu engar vísbendingar um að einhverjir hafi nýtt sér gallana í annarlegum tilgangi.
Fyrirtækið hefur nú þegar gert einhverjar úrbætur og segir að það séu engar vísbendingar um að einhverjir hafi nýtt sér gallana í annarlegum tilgangi. Vísir/Getty
Apple hefur greint frá því að alvarlegir öryggisgallar sem fundist hafa í örgjörvum hafi áhrif á iPhone, iPad-spjaldtölvur og Mac-tölvur.

Fyrirtækið hefur nú þegar gert einhverjar úrbætur og segir að það séu engar vísbendingar um að einhverjir hafi nýtt sér gallana í annarlegum tilgangi. Þó er mælt með því að notendur þessara tækja hali ekki niður neinum forritum nema þau komi frá öruggum aðilum.

Annars vegar er um að ræða öryggisgallann Spectre sem finnst í örgjörvum frá Intel, AMD og ARM og hins vegar er galli sem nefndur hefur verið Meltdown og finna má í örgjörvum frá Intel.

Sérfræðingar segja að tölvuþrjótar gætu nýtt sér gallana til að lesa göng í minni tölva og jafnvel komast yfir lykilorð eða dulmálskóða.

„Öryggisgallarnir hafa áhrif á öll kerfi Mac og iOS-tæki en það eru ekki nein þekkt dæmi um að þetta hafi haft slæm áhrif á viðskiptavini,“ sagði í bloggfærslu Apple um málið.

Meltdown-gallinn hefur ekki áhrif á Apple-úrið að sögn fyrirtækisins þar sem gallinn er í örgjörva sem er ekki að finna í úrinu.

Nánar má lesa um málið á vef BBC og Guardian.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×