Enski boltinn

Janúarhreingerning hjá Everton

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Niasse má fara frá Everton.
Niasse má fara frá Everton. vísir/getty
Stóri Sam Allardyce, stjóri Everton, ætlar að taka til í leikmannahópi liðsins í þessum mánuði og líklegt að nokkrir leikmenn yfirgefi herbúðir liðsins.

Þar ber helst að nefna þá Davy Klaasen, Sandro og Oumar Niasse. Ross Barkley er þegar farinn til Chelsea og Kevin Mirallas hefur verið lánaður til Olympiakos.

Brighton, Crystal Palace og WBA hafa öll áhuga á Niasse sem hefur skorað sex mörk í vetur. Hann var næstum því farinn til Palace í ágúst en félagið gæti fengið han núna.

Fyrrum fyrirliði Ajax, Davy Klaasen, hefur engan veginn náð sér í gang í enska boltanum og var ekki einu sinni á bekknum í bikarleiknum gegn Liverpool. Hann átti að vera stjarna undir stjórn Ronald Koeman en það gekk ekki upp.

Koeman fékk líka framherjann Sandro til félagsins en hann hefur ekkert getað og Stóri Sam vill losna við hann fyrr frekar en síðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×