Enski boltinn

Hodgson vill fá sex til sjö nýja leikmenn

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Roy Hodgson, stjóri Palace.
Roy Hodgson, stjóri Palace. vísir/getty
Roy Hodgson, stjóri Crystal Palace, þarf að gera miklar breytingar á liði Palace og hann ætlar að nýta janúargluggann vel til þess að breyta liðinu.

Meiðsli spila þar líka stóran þátt en Jeffrey Schlupp og Andros Townsend meiddust báðir í bikarleiknum gegn Brighton í gær. Á meiðslalistanum voru meðal annars fyrir þeir Scott Dann og Jason Puncheon.

„Við höfum rætt að styrkja liðið nánast síðan ég tók við liðinu þannig að það er ekkert nýtt hjá okkur. Við höfum svo bara verið að bíða eftir því að glugginn opnaði,“ sagði Hodgson.

„Svo hafa öll þessi meiðsli dunið á okkur og því er enn mikilvægara en áður að við styrkjum okkur. Við þurftum kannski þrjá til fjóra nýja menn en við þurfum svona sex til sjö út af öllum meiðslunum.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×