Apollo geimfari segir að mannaðir Marsleiðangrar séu heimskulegir Andri Eysteinsson skrifar 24. desember 2018 11:17 Bill Anders, lengst til vinstri, ásamt félögum sínum úr Apollo 8. Jim Lovell og Frank Borman (H) Getty/ Museum of Science and Industry Einn af þeim þremur sem fóru út í geim með Apollo 8 árið 1968, William „Bill“ Anders, segir að áform um að senda geimfara til plánetunnar Mars séu heimskuleg. Anders var ásamt geimfaranum Frank Borman gestur BBC í sérstökum þætti vegna 50 ára afmælis Apollo 8 verkefnisins. Anders var ásamt Frank Borman og James Lovell Jr. um borð í Apollo 8. Ferð þeirra var í fyrsta skiptið sem mannað geimfar fór út fyrir sporbaug jarðar. Apollo 8 fór hring um tunglið og náði Anders einni frægustu geim mynd sem náðst hefur, Jarðarupprás. Geimfararnir um borð í Apollo 8 voru valdir menn ársins 1968 af tímaritinu Times. Einn geimfaranna, Bill Anders, sem einnig gegndi stöðu sendiherra Bandaríkjanna í Noregi 1976 til 1977, sagði í viðtali við BBC Radio 5 Live að áform NASA um að senda mannað geimfar til Mars væru heimskuleg. Anders sem nú er 85 ára gamall sagðist í viðtalinu vera stuðningsmaður þess að senda ómönnuð geimför til rauðu plánetunnar, að mestu vegna efnahagslegra sjónarmiða. „Til hvers, hver er ástæðan fyrir því að við þurfum að fara til Mars,“ sagði Anders og bætti við að hann héldi að almenningur hefði ekki áhuga á Marsverkefnunum. Frank Borman, félagi Anders um borð í Apollo 8 sagði við sama miðil að hann væri ekki jafn gagnrýninn á NASA og félagi sinn. Borman gagnrýndi þó áform auðkýfinganna Elon Musk og Jeff Bezos sem báðir hafa talað um eigin geimskot til Mars. „Musk og Bezos, þeir eru að tala um að stofna nýlendur á Mars, það er bull,“ sagði Borman.Myndin Earthrise sem Bill Anders tók um borð í Apollo 8 árið 1968.EPA/ Bill Anders Bandaríkin Geimurinn Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Fleiri fréttir Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Sjá meira
Einn af þeim þremur sem fóru út í geim með Apollo 8 árið 1968, William „Bill“ Anders, segir að áform um að senda geimfara til plánetunnar Mars séu heimskuleg. Anders var ásamt geimfaranum Frank Borman gestur BBC í sérstökum þætti vegna 50 ára afmælis Apollo 8 verkefnisins. Anders var ásamt Frank Borman og James Lovell Jr. um borð í Apollo 8. Ferð þeirra var í fyrsta skiptið sem mannað geimfar fór út fyrir sporbaug jarðar. Apollo 8 fór hring um tunglið og náði Anders einni frægustu geim mynd sem náðst hefur, Jarðarupprás. Geimfararnir um borð í Apollo 8 voru valdir menn ársins 1968 af tímaritinu Times. Einn geimfaranna, Bill Anders, sem einnig gegndi stöðu sendiherra Bandaríkjanna í Noregi 1976 til 1977, sagði í viðtali við BBC Radio 5 Live að áform NASA um að senda mannað geimfar til Mars væru heimskuleg. Anders sem nú er 85 ára gamall sagðist í viðtalinu vera stuðningsmaður þess að senda ómönnuð geimför til rauðu plánetunnar, að mestu vegna efnahagslegra sjónarmiða. „Til hvers, hver er ástæðan fyrir því að við þurfum að fara til Mars,“ sagði Anders og bætti við að hann héldi að almenningur hefði ekki áhuga á Marsverkefnunum. Frank Borman, félagi Anders um borð í Apollo 8 sagði við sama miðil að hann væri ekki jafn gagnrýninn á NASA og félagi sinn. Borman gagnrýndi þó áform auðkýfinganna Elon Musk og Jeff Bezos sem báðir hafa talað um eigin geimskot til Mars. „Musk og Bezos, þeir eru að tala um að stofna nýlendur á Mars, það er bull,“ sagði Borman.Myndin Earthrise sem Bill Anders tók um borð í Apollo 8 árið 1968.EPA/ Bill Anders
Bandaríkin Geimurinn Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Fleiri fréttir Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Sjá meira