Apollo geimfari segir að mannaðir Marsleiðangrar séu heimskulegir Andri Eysteinsson skrifar 24. desember 2018 11:17 Bill Anders, lengst til vinstri, ásamt félögum sínum úr Apollo 8. Jim Lovell og Frank Borman (H) Getty/ Museum of Science and Industry Einn af þeim þremur sem fóru út í geim með Apollo 8 árið 1968, William „Bill“ Anders, segir að áform um að senda geimfara til plánetunnar Mars séu heimskuleg. Anders var ásamt geimfaranum Frank Borman gestur BBC í sérstökum þætti vegna 50 ára afmælis Apollo 8 verkefnisins. Anders var ásamt Frank Borman og James Lovell Jr. um borð í Apollo 8. Ferð þeirra var í fyrsta skiptið sem mannað geimfar fór út fyrir sporbaug jarðar. Apollo 8 fór hring um tunglið og náði Anders einni frægustu geim mynd sem náðst hefur, Jarðarupprás. Geimfararnir um borð í Apollo 8 voru valdir menn ársins 1968 af tímaritinu Times. Einn geimfaranna, Bill Anders, sem einnig gegndi stöðu sendiherra Bandaríkjanna í Noregi 1976 til 1977, sagði í viðtali við BBC Radio 5 Live að áform NASA um að senda mannað geimfar til Mars væru heimskuleg. Anders sem nú er 85 ára gamall sagðist í viðtalinu vera stuðningsmaður þess að senda ómönnuð geimför til rauðu plánetunnar, að mestu vegna efnahagslegra sjónarmiða. „Til hvers, hver er ástæðan fyrir því að við þurfum að fara til Mars,“ sagði Anders og bætti við að hann héldi að almenningur hefði ekki áhuga á Marsverkefnunum. Frank Borman, félagi Anders um borð í Apollo 8 sagði við sama miðil að hann væri ekki jafn gagnrýninn á NASA og félagi sinn. Borman gagnrýndi þó áform auðkýfinganna Elon Musk og Jeff Bezos sem báðir hafa talað um eigin geimskot til Mars. „Musk og Bezos, þeir eru að tala um að stofna nýlendur á Mars, það er bull,“ sagði Borman.Myndin Earthrise sem Bill Anders tók um borð í Apollo 8 árið 1968.EPA/ Bill Anders Bandaríkin Geimurinn Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Sjá meira
Einn af þeim þremur sem fóru út í geim með Apollo 8 árið 1968, William „Bill“ Anders, segir að áform um að senda geimfara til plánetunnar Mars séu heimskuleg. Anders var ásamt geimfaranum Frank Borman gestur BBC í sérstökum þætti vegna 50 ára afmælis Apollo 8 verkefnisins. Anders var ásamt Frank Borman og James Lovell Jr. um borð í Apollo 8. Ferð þeirra var í fyrsta skiptið sem mannað geimfar fór út fyrir sporbaug jarðar. Apollo 8 fór hring um tunglið og náði Anders einni frægustu geim mynd sem náðst hefur, Jarðarupprás. Geimfararnir um borð í Apollo 8 voru valdir menn ársins 1968 af tímaritinu Times. Einn geimfaranna, Bill Anders, sem einnig gegndi stöðu sendiherra Bandaríkjanna í Noregi 1976 til 1977, sagði í viðtali við BBC Radio 5 Live að áform NASA um að senda mannað geimfar til Mars væru heimskuleg. Anders sem nú er 85 ára gamall sagðist í viðtalinu vera stuðningsmaður þess að senda ómönnuð geimför til rauðu plánetunnar, að mestu vegna efnahagslegra sjónarmiða. „Til hvers, hver er ástæðan fyrir því að við þurfum að fara til Mars,“ sagði Anders og bætti við að hann héldi að almenningur hefði ekki áhuga á Marsverkefnunum. Frank Borman, félagi Anders um borð í Apollo 8 sagði við sama miðil að hann væri ekki jafn gagnrýninn á NASA og félagi sinn. Borman gagnrýndi þó áform auðkýfinganna Elon Musk og Jeff Bezos sem báðir hafa talað um eigin geimskot til Mars. „Musk og Bezos, þeir eru að tala um að stofna nýlendur á Mars, það er bull,“ sagði Borman.Myndin Earthrise sem Bill Anders tók um borð í Apollo 8 árið 1968.EPA/ Bill Anders
Bandaríkin Geimurinn Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Sjá meira