Ummæli Trump „algjörlega gagnstæð áætluninni“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 17. júlí 2018 10:45 Donald Trump var nokkuð ánægður með HM-boltann sem Vladimir Pútín afhenti honum í gær. Vísir/Getty Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er sagður hafa hunsað tilmæli og ráðleggingar ráðgjafa og starfsmanna hans í aðdraganda fundar hans með Vladimir Pútín, forseta Rússlands í gær. Var honum ítrekað ráðlagt að gefa ekkert eftir í viðræðunum við forseta Rússlands.Þetta kemur fram í frétt Washington Post sem byggir á samræðum við embættismenn sem komu að því að undirbúa Trump undir fundinn. Þar kemur fram að í aðdraganda fundarins hafi starfsmenn Hvíta hússins látið Trump í té um 100 blaðsíður af undirbúningsefni til þess að undirbúa Trump undir fundinn. Snerist þetta undirbúningsefni einkum um að undirbúa Trump undir það að gefa ekkert eftir í viðræðunum við Pútín. Eftir því sem Post hefur eftir heimildarmanni sem sagður er þekkja til hvað átti sér stað á fundi forsetanna hunsaði Trump blaðsíðurnar 100 nánast algjörlega.Sjá einnig:Ein „skammarlegasta framkoma“ forseta Bandaríkjanna í manna minnum Frammistaða Trump á blaðamannafundinum eftir viðræður hans og Pútín hafa einnig verið harðlega gagnrýndar í Bandaríkjunum, úr öllum áttum, líkt og Vísir fjallaði um í gær. Segir heimildarmaður Post að ummæli Trump þar hafi verið „algjörlega gagnstæð áætluninni“. Þá hefur blaðið einnig eftir heimildarmönnum sínum að „allir í kringum Trump“ hafi eindregið hvatt hann til þess að gefa ekkert eftir og að sérstök áhersla hafi verið lögð á að ræða um innlimun Rússa á Krímskaganum sem og meint afskipti Rússa af kosningum í Bandaríkjunum. Trump hafi hins vegar ákveðið á síðustu stundu að feta eigin leið á fundinum. Donald Trump Tengdar fréttir Ein „skammarlegasta framkoma“ forseta Bandaríkjanna í manna minnum Fjölmargir stjórnmálamenn beggja flokka Bandaríkjanna hafa gagnrýnt Trump harðlega og hefur hann jafnvel verið sakaður um landráð. 16. júlí 2018 19:45 Telur samskipti Rússlands og Bandaríkjanna hafa stórbatnað á maraþonfundi forsetanna Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að samskipti Rússlands og Bandaríkjanna hafi stórbatnað með fundi hans og Vladimirs Pútíns, forseta Rússlands. 16. júlí 2018 16:30 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Fleiri fréttir Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er sagður hafa hunsað tilmæli og ráðleggingar ráðgjafa og starfsmanna hans í aðdraganda fundar hans með Vladimir Pútín, forseta Rússlands í gær. Var honum ítrekað ráðlagt að gefa ekkert eftir í viðræðunum við forseta Rússlands.Þetta kemur fram í frétt Washington Post sem byggir á samræðum við embættismenn sem komu að því að undirbúa Trump undir fundinn. Þar kemur fram að í aðdraganda fundarins hafi starfsmenn Hvíta hússins látið Trump í té um 100 blaðsíður af undirbúningsefni til þess að undirbúa Trump undir fundinn. Snerist þetta undirbúningsefni einkum um að undirbúa Trump undir það að gefa ekkert eftir í viðræðunum við Pútín. Eftir því sem Post hefur eftir heimildarmanni sem sagður er þekkja til hvað átti sér stað á fundi forsetanna hunsaði Trump blaðsíðurnar 100 nánast algjörlega.Sjá einnig:Ein „skammarlegasta framkoma“ forseta Bandaríkjanna í manna minnum Frammistaða Trump á blaðamannafundinum eftir viðræður hans og Pútín hafa einnig verið harðlega gagnrýndar í Bandaríkjunum, úr öllum áttum, líkt og Vísir fjallaði um í gær. Segir heimildarmaður Post að ummæli Trump þar hafi verið „algjörlega gagnstæð áætluninni“. Þá hefur blaðið einnig eftir heimildarmönnum sínum að „allir í kringum Trump“ hafi eindregið hvatt hann til þess að gefa ekkert eftir og að sérstök áhersla hafi verið lögð á að ræða um innlimun Rússa á Krímskaganum sem og meint afskipti Rússa af kosningum í Bandaríkjunum. Trump hafi hins vegar ákveðið á síðustu stundu að feta eigin leið á fundinum.
Donald Trump Tengdar fréttir Ein „skammarlegasta framkoma“ forseta Bandaríkjanna í manna minnum Fjölmargir stjórnmálamenn beggja flokka Bandaríkjanna hafa gagnrýnt Trump harðlega og hefur hann jafnvel verið sakaður um landráð. 16. júlí 2018 19:45 Telur samskipti Rússlands og Bandaríkjanna hafa stórbatnað á maraþonfundi forsetanna Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að samskipti Rússlands og Bandaríkjanna hafi stórbatnað með fundi hans og Vladimirs Pútíns, forseta Rússlands. 16. júlí 2018 16:30 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Fleiri fréttir Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Sjá meira
Ein „skammarlegasta framkoma“ forseta Bandaríkjanna í manna minnum Fjölmargir stjórnmálamenn beggja flokka Bandaríkjanna hafa gagnrýnt Trump harðlega og hefur hann jafnvel verið sakaður um landráð. 16. júlí 2018 19:45
Telur samskipti Rússlands og Bandaríkjanna hafa stórbatnað á maraþonfundi forsetanna Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að samskipti Rússlands og Bandaríkjanna hafi stórbatnað með fundi hans og Vladimirs Pútíns, forseta Rússlands. 16. júlí 2018 16:30