Rútufargjöld til Keflavíkurflugvallar gætu hækkað um allt að fjórðung Höskuldur Kári Schram skrifar 18. janúar 2018 18:45 Rútufargjöld til og frá Keflavíkurflugvelli gætu hækkað um allt að fjórðung á næstu mánuðum vegna útboðs á eftirsóttum stæðum við flugvöllinn og aukinnar gjaldtöku. Framkvæmdastjóri viðskiptasviðs hjá ISAVIA segir plássleysi koma í veg fyrir að hægt sé að bjóða upp á fleiri stæði. Kynnisferðir og Hópbílar buðu best í útboði ISAVIA á sex rútustæðum við komusal Keflavíkurflugvallar þar sem haldið er uppi áætlunarferðum til Reykjavíkur. Rútufyrirtækið Gray Line missir því sína aðstöðu á svæðinu. Vefsíðan turisti.is hefur fjallað um málið en þar segir fyrirtækin tvö greiði ISAVIA alls um 285 milljónir króna ári fyrir stæðin. Þetta sé dýrara en áður hafi verið og muni skila sér í hærri fargjöldum. Verð gæti þannig hækkað um allt að 25 prósent. „Það sýndi sig að þetta er greinilega eftirsóknarverður markaður þar sem tilboðin voru mjög góð og við erum að fá ákveðna veltutengingu eða við fáum ákveðna leigu sem hlutfall af veltu hjá þessum aðilum,“ segir Hlynur Sigurðsson framkvæmdastjóri viðskiptasviðs Keflavíkurflugvallar Hlynur segir að ISAVIA sé í raun skylt að bjóða út stæðin með þessum hætti. Hann segir að rúturnar séu enn hagkvæmasti kosturinn fyrir farþega en það séu fyrirtækin sjálf sem ákveði verð á fargjaldi. „Hvort að þessir aðilar, sem eru í samkeppni, þurfi að hækka eða ekki eru í raun undir þeim sjálfum komið,“ segir Hlynur. ISAVIA hefur einnig ákveðið að rukka hópferðabíla sérstaklega um 19.900 krónur í hvert skipti sem þeir sækja farþega. Gray Line hefur kært þetta til Samkeppniseftirlitsins og telur þetta ekki í samræmi við gjaldtöku á flugvöllum erlendis. Hlynur segir erfitt að skapa pláss við flugstöðina fyrir fleiri rútufyrirtæki. „Miðað við núverandi umferðarskipulag og aðstöðu á svæðinu þá er ekki hægt að koma fyrir fleiri aðilum,“ segir Hlynur. Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Innlent Fleiri fréttir Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Sjá meira
Rútufargjöld til og frá Keflavíkurflugvelli gætu hækkað um allt að fjórðung á næstu mánuðum vegna útboðs á eftirsóttum stæðum við flugvöllinn og aukinnar gjaldtöku. Framkvæmdastjóri viðskiptasviðs hjá ISAVIA segir plássleysi koma í veg fyrir að hægt sé að bjóða upp á fleiri stæði. Kynnisferðir og Hópbílar buðu best í útboði ISAVIA á sex rútustæðum við komusal Keflavíkurflugvallar þar sem haldið er uppi áætlunarferðum til Reykjavíkur. Rútufyrirtækið Gray Line missir því sína aðstöðu á svæðinu. Vefsíðan turisti.is hefur fjallað um málið en þar segir fyrirtækin tvö greiði ISAVIA alls um 285 milljónir króna ári fyrir stæðin. Þetta sé dýrara en áður hafi verið og muni skila sér í hærri fargjöldum. Verð gæti þannig hækkað um allt að 25 prósent. „Það sýndi sig að þetta er greinilega eftirsóknarverður markaður þar sem tilboðin voru mjög góð og við erum að fá ákveðna veltutengingu eða við fáum ákveðna leigu sem hlutfall af veltu hjá þessum aðilum,“ segir Hlynur Sigurðsson framkvæmdastjóri viðskiptasviðs Keflavíkurflugvallar Hlynur segir að ISAVIA sé í raun skylt að bjóða út stæðin með þessum hætti. Hann segir að rúturnar séu enn hagkvæmasti kosturinn fyrir farþega en það séu fyrirtækin sjálf sem ákveði verð á fargjaldi. „Hvort að þessir aðilar, sem eru í samkeppni, þurfi að hækka eða ekki eru í raun undir þeim sjálfum komið,“ segir Hlynur. ISAVIA hefur einnig ákveðið að rukka hópferðabíla sérstaklega um 19.900 krónur í hvert skipti sem þeir sækja farþega. Gray Line hefur kært þetta til Samkeppniseftirlitsins og telur þetta ekki í samræmi við gjaldtöku á flugvöllum erlendis. Hlynur segir erfitt að skapa pláss við flugstöðina fyrir fleiri rútufyrirtæki. „Miðað við núverandi umferðarskipulag og aðstöðu á svæðinu þá er ekki hægt að koma fyrir fleiri aðilum,“ segir Hlynur.
Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Innlent Fleiri fréttir Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Sjá meira