Rútufargjöld til Keflavíkurflugvallar gætu hækkað um allt að fjórðung Höskuldur Kári Schram skrifar 18. janúar 2018 18:45 Rútufargjöld til og frá Keflavíkurflugvelli gætu hækkað um allt að fjórðung á næstu mánuðum vegna útboðs á eftirsóttum stæðum við flugvöllinn og aukinnar gjaldtöku. Framkvæmdastjóri viðskiptasviðs hjá ISAVIA segir plássleysi koma í veg fyrir að hægt sé að bjóða upp á fleiri stæði. Kynnisferðir og Hópbílar buðu best í útboði ISAVIA á sex rútustæðum við komusal Keflavíkurflugvallar þar sem haldið er uppi áætlunarferðum til Reykjavíkur. Rútufyrirtækið Gray Line missir því sína aðstöðu á svæðinu. Vefsíðan turisti.is hefur fjallað um málið en þar segir fyrirtækin tvö greiði ISAVIA alls um 285 milljónir króna ári fyrir stæðin. Þetta sé dýrara en áður hafi verið og muni skila sér í hærri fargjöldum. Verð gæti þannig hækkað um allt að 25 prósent. „Það sýndi sig að þetta er greinilega eftirsóknarverður markaður þar sem tilboðin voru mjög góð og við erum að fá ákveðna veltutengingu eða við fáum ákveðna leigu sem hlutfall af veltu hjá þessum aðilum,“ segir Hlynur Sigurðsson framkvæmdastjóri viðskiptasviðs Keflavíkurflugvallar Hlynur segir að ISAVIA sé í raun skylt að bjóða út stæðin með þessum hætti. Hann segir að rúturnar séu enn hagkvæmasti kosturinn fyrir farþega en það séu fyrirtækin sjálf sem ákveði verð á fargjaldi. „Hvort að þessir aðilar, sem eru í samkeppni, þurfi að hækka eða ekki eru í raun undir þeim sjálfum komið,“ segir Hlynur. ISAVIA hefur einnig ákveðið að rukka hópferðabíla sérstaklega um 19.900 krónur í hvert skipti sem þeir sækja farþega. Gray Line hefur kært þetta til Samkeppniseftirlitsins og telur þetta ekki í samræmi við gjaldtöku á flugvöllum erlendis. Hlynur segir erfitt að skapa pláss við flugstöðina fyrir fleiri rútufyrirtæki. „Miðað við núverandi umferðarskipulag og aðstöðu á svæðinu þá er ekki hægt að koma fyrir fleiri aðilum,“ segir Hlynur. Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Fleiri fréttir Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Sjá meira
Rútufargjöld til og frá Keflavíkurflugvelli gætu hækkað um allt að fjórðung á næstu mánuðum vegna útboðs á eftirsóttum stæðum við flugvöllinn og aukinnar gjaldtöku. Framkvæmdastjóri viðskiptasviðs hjá ISAVIA segir plássleysi koma í veg fyrir að hægt sé að bjóða upp á fleiri stæði. Kynnisferðir og Hópbílar buðu best í útboði ISAVIA á sex rútustæðum við komusal Keflavíkurflugvallar þar sem haldið er uppi áætlunarferðum til Reykjavíkur. Rútufyrirtækið Gray Line missir því sína aðstöðu á svæðinu. Vefsíðan turisti.is hefur fjallað um málið en þar segir fyrirtækin tvö greiði ISAVIA alls um 285 milljónir króna ári fyrir stæðin. Þetta sé dýrara en áður hafi verið og muni skila sér í hærri fargjöldum. Verð gæti þannig hækkað um allt að 25 prósent. „Það sýndi sig að þetta er greinilega eftirsóknarverður markaður þar sem tilboðin voru mjög góð og við erum að fá ákveðna veltutengingu eða við fáum ákveðna leigu sem hlutfall af veltu hjá þessum aðilum,“ segir Hlynur Sigurðsson framkvæmdastjóri viðskiptasviðs Keflavíkurflugvallar Hlynur segir að ISAVIA sé í raun skylt að bjóða út stæðin með þessum hætti. Hann segir að rúturnar séu enn hagkvæmasti kosturinn fyrir farþega en það séu fyrirtækin sjálf sem ákveði verð á fargjaldi. „Hvort að þessir aðilar, sem eru í samkeppni, þurfi að hækka eða ekki eru í raun undir þeim sjálfum komið,“ segir Hlynur. ISAVIA hefur einnig ákveðið að rukka hópferðabíla sérstaklega um 19.900 krónur í hvert skipti sem þeir sækja farþega. Gray Line hefur kært þetta til Samkeppniseftirlitsins og telur þetta ekki í samræmi við gjaldtöku á flugvöllum erlendis. Hlynur segir erfitt að skapa pláss við flugstöðina fyrir fleiri rútufyrirtæki. „Miðað við núverandi umferðarskipulag og aðstöðu á svæðinu þá er ekki hægt að koma fyrir fleiri aðilum,“ segir Hlynur.
Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Fleiri fréttir Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Sjá meira