Sjónvarpskokkurinn Anthony Bourdain látinn Kristín Ólafsdóttir skrifar 8. júní 2018 12:07 Anthony Bourdain var 61 árs. Vísir/getty Bandaríski sjónvarpskokkurinn Anthony Bourdain er látinn 61 árs að aldri. Bandaríska sjónvarpsstöðin CNN, þar sem Bourdain starfaði, greindi frá þessu í dag. Í tilkynningu frá sjónvarpsstöðinni kemur fram að Bourdain hafi verið staddur í Frakklandi þar sem hann vann að þætti sínum Parts Unknown fyrir CNN. Vinur Bourdain, franski kokkurinn Eric Ripert, kom að honum meðvitundarlausum á hótelherbergi í morgun. Talið er að Bourdain hafi framið sjálfsvíg. Hann lætur eftir sig ellefu ára gamla dóttur. Bourdain er af mörgum talinn einn merkasti kokkur í heimi og hefur hlotið fjölda verðlauna fyrir afrek á sínu sviði. Hann vakti fyrst athygli heimsbyggðarinnar með bók sinni Kitchen Confidential: Adventures in the Culinary Underbelly, sem kom út árið 2000, og þá ferðaðist hann um heiminn fyrir hinar ýmsu stjónvarpsstöðar í gegnum árin við framleiðslu matreiðsluþátta. Þar á meðal eru þáttaraðirnar A Cooks Tour og Anthony Bourdain: No Reservations en sú síðarnefnda hlaut tvenn Emmy-verðlaun. Bourdain gekk til liðs við CNN-sjónvarpsstöðina árið 2013 og var ellefta þáttaröðin af Parts Unknown frumsýnd á stöðinni í síðasta mánuði. Þá kom hann í heimsókn til Íslands árið 2014 í fyrstu þáttaröð No Reservations og bragðaði þar hákarl. Hann sagði síðar að hákarlinn væri eitt af því sem hann myndi aldrei leggja sér aftur til munns. Andlát Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Fleiri fréttir Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Sjá meira
Bandaríski sjónvarpskokkurinn Anthony Bourdain er látinn 61 árs að aldri. Bandaríska sjónvarpsstöðin CNN, þar sem Bourdain starfaði, greindi frá þessu í dag. Í tilkynningu frá sjónvarpsstöðinni kemur fram að Bourdain hafi verið staddur í Frakklandi þar sem hann vann að þætti sínum Parts Unknown fyrir CNN. Vinur Bourdain, franski kokkurinn Eric Ripert, kom að honum meðvitundarlausum á hótelherbergi í morgun. Talið er að Bourdain hafi framið sjálfsvíg. Hann lætur eftir sig ellefu ára gamla dóttur. Bourdain er af mörgum talinn einn merkasti kokkur í heimi og hefur hlotið fjölda verðlauna fyrir afrek á sínu sviði. Hann vakti fyrst athygli heimsbyggðarinnar með bók sinni Kitchen Confidential: Adventures in the Culinary Underbelly, sem kom út árið 2000, og þá ferðaðist hann um heiminn fyrir hinar ýmsu stjónvarpsstöðar í gegnum árin við framleiðslu matreiðsluþátta. Þar á meðal eru þáttaraðirnar A Cooks Tour og Anthony Bourdain: No Reservations en sú síðarnefnda hlaut tvenn Emmy-verðlaun. Bourdain gekk til liðs við CNN-sjónvarpsstöðina árið 2013 og var ellefta þáttaröðin af Parts Unknown frumsýnd á stöðinni í síðasta mánuði. Þá kom hann í heimsókn til Íslands árið 2014 í fyrstu þáttaröð No Reservations og bragðaði þar hákarl. Hann sagði síðar að hákarlinn væri eitt af því sem hann myndi aldrei leggja sér aftur til munns.
Andlát Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Fleiri fréttir Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Sjá meira