Trump vill Rússa aftur inn í G7 Samúel Karl Ólason skrifar 8. júní 2018 13:10 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. Vísir/AP Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, kallaði eftir því í dag að Rússum yrði aftur hleypt inn meðal G7 ríkjanna svokölluðu. Hópurinn var á árum áður kallaður G8 en Rússum var vísað úr honum eftir innlimun þeirra á Krímskaga frá Úkraínu árið 2014. Aðrir leiðtogar hafa á undanförnum dögum þvertekið fyrir að Rússum verðu aftur hleypt inn í hópinn. Ummæli Trump eru líkleg til að ýta undir frekari deilar á leiðtogafundi G7 í Kanada um helgina. G7 ríkin eru Bandaríkin, Bretland, Frakkland, Ítalía, Japan, Kanada og Þýskaland. Meðal þess sem til stendur að ræða á fundinum er að vernda lýðræði heimsins gegn afskiptum erlendra ríkja. Leyniþjónustur Bandaríkjanna segja Rússa hafa haft afskipti af forsetakosningum í Bandaríkjunum 2016, í þeim tilgangi að hjálpa Trump að vinna, og hafa varað við afskiptum þeirra af þingkosningum seinna á þessu ári. „Sko, ég elska landið okkar. Ég hef verið versta martröð Rússlands,“ sagði Trump. „Hvort sem ykkur líkar það eða ekki, og það fylgir kannski ekki pólitískum rétttrúnaði, en við erum með heim sem við þurfum að stjórna. Þeir ættu að hleypa Rússum aftur inn.“Það er vert að vara við hávaða frá þyrlu forsetaembættisins í þessu myndbandi.President Trump has called for Russia to be reinstated into the G-7.https://t.co/yNILUZhtttpic.twitter.com/fcBb1x50Bx — NBC News (@NBCNews) June 8, 2018 Á undanförnum dögum hefur mikil spenna myndast á milli Bandaríkjanna og bandamanna þeirra, eftir að Trump beitti tollum gegn Kanada, Mexíkó og Evrópusambandinu varðandi innflutning málma. Aðrir leiðtogar G7 ríkja hafa gagnrýnt Trump og Trump hefur gagnrýnt þá á Twitter og sagt að Evrópuríkin væru þegar að beita tollum gegn Bandaríkjunum. Þá hótaði Trump að hækka tollana. Sömuleiðis er búist við deilum um kjarnorkusamkomulagið við Íran og Parísarsáttmálann, en Trump hefur slitið Bandaríkjunum frá báðum samkomulögunum. Í aðdraganda helgarinnar hafa borist fréttir af því að Trump vildi ekki mæta hinum þjóðarleiðtogunum á fundinum í Kanada og var þeim möguleika velt upp að Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, færi í hans stað. Trump er þó lagður af stað en hefur ákveðið að yfirgefa fundinn áður en honum líkur. Þaðan fer hann beint til Singapúr þar sem Trump mun hitta Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu. Það sem situr hvað mest í Kanadamönnum og öðrum aðilum sem Trump hefur beitt tollum gegn er að hann fór fram hjá þinginu og sagði þetta snúa að þjóðaröryggi. Einn þingmaður Repúblikanaflokksins, Bob Corker, lagði til að þingið myndi taka fram fyrir hendurnar á Trump og koma í veg fyrir að hann gæti beitt umræddum tollum án þingsins. Tillagan naut nokkurs stuðnings meðal þingmanna flokksins, sem eru ósáttir við aðgerðir forsetans gegn helstu bandamönnum Bandaríkjanna. Leiðtogar flokksins hafa þó gripið í taumana og vinna nú hörðum höndum af því að koma í veg fyrir að tillagan hljóti stuðning. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Melania Trump fylgir eiginmanninum ekki á leiðtogafundina Melania Trump, forsetafrú Bandaríkjanna, hefur ekki sést opinberlega síðan 10. maí. 4. júní 2018 08:34 Vara Bandaríkin við viðskiptastríði Steven Mnuchin fjármálaráðherra Bandaríkjanna var harðlega gagnrýndur af fjármálaráðherrum annarra G7 ríkja í gær. 3. júní 2018 08:30 Segir verndartolla Trumps móðgun við nána vináttu Kanadamanna Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, segir að viðskiptatollar Trump stjórnarinnar á kanadískar útflutningsvörur séu móðgun við náið samband þjóðanna. 3. júní 2018 19:40 Trump vill ekki hitta leiðtoga G7 ríkja Hann segir það sóun á tíma sínum í aðdraganda fundar hans og Kim Jong-un, þann 12. júní, og hann vill ekki láta þau lesa yfir sér. 7. júní 2018 10:43 Verða að vera kurteis við Trump Leiðtogar G7 ríkjanna mun beita Trump þrýstingi vegna tolla sem hann hefur sett á innflutning málma frá Kanda og Evrópu en Emmanuel Macron, forseti Frakklands, segir kurteisi nauðsynlega til að fá Trump til að skipta um skoðun. 7. júní 2018 15:36 Merkel býst við deilum á G7 fundi Að mestu má rekja þessar áhyggjur hennar til Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, og skoðana hans á alþjóðaviðskiptum, loftlagsbreytingum og varnarmála. 6. júní 2018 13:28 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Erlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Fleiri fréttir Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, kallaði eftir því í dag að Rússum yrði aftur hleypt inn meðal G7 ríkjanna svokölluðu. Hópurinn var á árum áður kallaður G8 en Rússum var vísað úr honum eftir innlimun þeirra á Krímskaga frá Úkraínu árið 2014. Aðrir leiðtogar hafa á undanförnum dögum þvertekið fyrir að Rússum verðu aftur hleypt inn í hópinn. Ummæli Trump eru líkleg til að ýta undir frekari deilar á leiðtogafundi G7 í Kanada um helgina. G7 ríkin eru Bandaríkin, Bretland, Frakkland, Ítalía, Japan, Kanada og Þýskaland. Meðal þess sem til stendur að ræða á fundinum er að vernda lýðræði heimsins gegn afskiptum erlendra ríkja. Leyniþjónustur Bandaríkjanna segja Rússa hafa haft afskipti af forsetakosningum í Bandaríkjunum 2016, í þeim tilgangi að hjálpa Trump að vinna, og hafa varað við afskiptum þeirra af þingkosningum seinna á þessu ári. „Sko, ég elska landið okkar. Ég hef verið versta martröð Rússlands,“ sagði Trump. „Hvort sem ykkur líkar það eða ekki, og það fylgir kannski ekki pólitískum rétttrúnaði, en við erum með heim sem við þurfum að stjórna. Þeir ættu að hleypa Rússum aftur inn.“Það er vert að vara við hávaða frá þyrlu forsetaembættisins í þessu myndbandi.President Trump has called for Russia to be reinstated into the G-7.https://t.co/yNILUZhtttpic.twitter.com/fcBb1x50Bx — NBC News (@NBCNews) June 8, 2018 Á undanförnum dögum hefur mikil spenna myndast á milli Bandaríkjanna og bandamanna þeirra, eftir að Trump beitti tollum gegn Kanada, Mexíkó og Evrópusambandinu varðandi innflutning málma. Aðrir leiðtogar G7 ríkja hafa gagnrýnt Trump og Trump hefur gagnrýnt þá á Twitter og sagt að Evrópuríkin væru þegar að beita tollum gegn Bandaríkjunum. Þá hótaði Trump að hækka tollana. Sömuleiðis er búist við deilum um kjarnorkusamkomulagið við Íran og Parísarsáttmálann, en Trump hefur slitið Bandaríkjunum frá báðum samkomulögunum. Í aðdraganda helgarinnar hafa borist fréttir af því að Trump vildi ekki mæta hinum þjóðarleiðtogunum á fundinum í Kanada og var þeim möguleika velt upp að Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, færi í hans stað. Trump er þó lagður af stað en hefur ákveðið að yfirgefa fundinn áður en honum líkur. Þaðan fer hann beint til Singapúr þar sem Trump mun hitta Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu. Það sem situr hvað mest í Kanadamönnum og öðrum aðilum sem Trump hefur beitt tollum gegn er að hann fór fram hjá þinginu og sagði þetta snúa að þjóðaröryggi. Einn þingmaður Repúblikanaflokksins, Bob Corker, lagði til að þingið myndi taka fram fyrir hendurnar á Trump og koma í veg fyrir að hann gæti beitt umræddum tollum án þingsins. Tillagan naut nokkurs stuðnings meðal þingmanna flokksins, sem eru ósáttir við aðgerðir forsetans gegn helstu bandamönnum Bandaríkjanna. Leiðtogar flokksins hafa þó gripið í taumana og vinna nú hörðum höndum af því að koma í veg fyrir að tillagan hljóti stuðning.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Melania Trump fylgir eiginmanninum ekki á leiðtogafundina Melania Trump, forsetafrú Bandaríkjanna, hefur ekki sést opinberlega síðan 10. maí. 4. júní 2018 08:34 Vara Bandaríkin við viðskiptastríði Steven Mnuchin fjármálaráðherra Bandaríkjanna var harðlega gagnrýndur af fjármálaráðherrum annarra G7 ríkja í gær. 3. júní 2018 08:30 Segir verndartolla Trumps móðgun við nána vináttu Kanadamanna Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, segir að viðskiptatollar Trump stjórnarinnar á kanadískar útflutningsvörur séu móðgun við náið samband þjóðanna. 3. júní 2018 19:40 Trump vill ekki hitta leiðtoga G7 ríkja Hann segir það sóun á tíma sínum í aðdraganda fundar hans og Kim Jong-un, þann 12. júní, og hann vill ekki láta þau lesa yfir sér. 7. júní 2018 10:43 Verða að vera kurteis við Trump Leiðtogar G7 ríkjanna mun beita Trump þrýstingi vegna tolla sem hann hefur sett á innflutning málma frá Kanda og Evrópu en Emmanuel Macron, forseti Frakklands, segir kurteisi nauðsynlega til að fá Trump til að skipta um skoðun. 7. júní 2018 15:36 Merkel býst við deilum á G7 fundi Að mestu má rekja þessar áhyggjur hennar til Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, og skoðana hans á alþjóðaviðskiptum, loftlagsbreytingum og varnarmála. 6. júní 2018 13:28 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Erlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Fleiri fréttir Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Sjá meira
Melania Trump fylgir eiginmanninum ekki á leiðtogafundina Melania Trump, forsetafrú Bandaríkjanna, hefur ekki sést opinberlega síðan 10. maí. 4. júní 2018 08:34
Vara Bandaríkin við viðskiptastríði Steven Mnuchin fjármálaráðherra Bandaríkjanna var harðlega gagnrýndur af fjármálaráðherrum annarra G7 ríkja í gær. 3. júní 2018 08:30
Segir verndartolla Trumps móðgun við nána vináttu Kanadamanna Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, segir að viðskiptatollar Trump stjórnarinnar á kanadískar útflutningsvörur séu móðgun við náið samband þjóðanna. 3. júní 2018 19:40
Trump vill ekki hitta leiðtoga G7 ríkja Hann segir það sóun á tíma sínum í aðdraganda fundar hans og Kim Jong-un, þann 12. júní, og hann vill ekki láta þau lesa yfir sér. 7. júní 2018 10:43
Verða að vera kurteis við Trump Leiðtogar G7 ríkjanna mun beita Trump þrýstingi vegna tolla sem hann hefur sett á innflutning málma frá Kanda og Evrópu en Emmanuel Macron, forseti Frakklands, segir kurteisi nauðsynlega til að fá Trump til að skipta um skoðun. 7. júní 2018 15:36
Merkel býst við deilum á G7 fundi Að mestu má rekja þessar áhyggjur hennar til Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, og skoðana hans á alþjóðaviðskiptum, loftlagsbreytingum og varnarmála. 6. júní 2018 13:28
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent