Kínverjar hökkuðu sig inn í viðkvæm gögn bandaríska sjóhersins Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 8. júní 2018 23:30 Kínverjar hafa lagt áherslu á uppbyggingu sjóhersins. Vísir/Getty Tölvuþrjótar á vegum kínverskra yfirvalda brutu sér leið inn í tölvur verktaka á vegum bandaríska sjóhersins. Þar komust þeir yfir viðkvæm gögn sem tengjast kafbátahernaði sjóhersins, þar á meðal áætlunum um nýja og háleynilega tegund flugskeyta sem ætlaðar eru kafbátum.Washington Post greinir frá og hefur eftir heimildarmönnum sínum innan bandaríska stjórnkerfisins. Innbrotin áttu sér stað í janúar og febrúar og eru þau nú rannsökuð af sjóhernum með aðstoð bandarísku alríkislögreglunnar, FBI. Alls komust hakkararnir yfir 641 gígabæt af gögnum sem meðal annars tengjast leynilegu verkefni sem nefnt er Sea Dragon eða Sædrekinn. Washington Post samþykkti hins vegar beiðni sjóhersins um að greina ekki í smáatriðum frá verkefninu þar sem slíkt gæti ógnað þjóðaröryggi Bandaríkjanna. Í frétt Post segir að innbrotin sé hluti af áætlunum Kínverja um að hefta hernaðarlega framþróun bandaríska hersins á sama tíma og Kínverjar stefni að því að auka styrk sinn og áhrif í Suðaustur-Asíu. Kínversk hernaðaryfirvöld hafa undanfarin ár beint sjónum sínum í auknum mæli að framþróun í kafbátahernaði og er áhersla á það sagt vera ein af þremur megináherslum hersins þegar kemur að því að nálgast hernaðastyrk Bandaríkjanna. Þá segir einnig að vegna fréttar Post hafi Jim Mattis, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, farið fram á innri skoðun á því hvernig netöryggi væri háttað á meðal þeirra fjölmörgu verktaka sem starfa fyrir varnarmálaráðuneytið og bandaríska herinn.Hér að neðan má sjá myndband frá Washington Post þar sem farið er yfir hernaðaruppbyggingu kínverska sjóhersins undanfarin ár. Suður-Kínahaf Tengdar fréttir Kínverjar sendu þotur og skip gegn bandarískum herskipum Yfirvöld Kína brugðust í dag reið við því að tveimur bandarískum herskipum var siglt nærri eyjum í Suður-Kínahafi sem Kínverjar hafa gert ólöglegt tilkall til. 27. maí 2018 22:08 Kínverjar senda Bandaríkjunum tóninn vegna Taívan Herafli Kína sendi yfirvöldum og íbúum Taívan skýr skilaboð um helgina og hét því að vernda „móðurlandið“ og þar á meðal Taívan. 29. apríl 2018 23:49 Ætla að standa í hárinu á Kína Bandaríkin munu standa í hárinu á Kínverjum varðandi hervæðingu þeirra í Suður-Kínahafi. 29. maí 2018 23:47 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Sjá meira
Tölvuþrjótar á vegum kínverskra yfirvalda brutu sér leið inn í tölvur verktaka á vegum bandaríska sjóhersins. Þar komust þeir yfir viðkvæm gögn sem tengjast kafbátahernaði sjóhersins, þar á meðal áætlunum um nýja og háleynilega tegund flugskeyta sem ætlaðar eru kafbátum.Washington Post greinir frá og hefur eftir heimildarmönnum sínum innan bandaríska stjórnkerfisins. Innbrotin áttu sér stað í janúar og febrúar og eru þau nú rannsökuð af sjóhernum með aðstoð bandarísku alríkislögreglunnar, FBI. Alls komust hakkararnir yfir 641 gígabæt af gögnum sem meðal annars tengjast leynilegu verkefni sem nefnt er Sea Dragon eða Sædrekinn. Washington Post samþykkti hins vegar beiðni sjóhersins um að greina ekki í smáatriðum frá verkefninu þar sem slíkt gæti ógnað þjóðaröryggi Bandaríkjanna. Í frétt Post segir að innbrotin sé hluti af áætlunum Kínverja um að hefta hernaðarlega framþróun bandaríska hersins á sama tíma og Kínverjar stefni að því að auka styrk sinn og áhrif í Suðaustur-Asíu. Kínversk hernaðaryfirvöld hafa undanfarin ár beint sjónum sínum í auknum mæli að framþróun í kafbátahernaði og er áhersla á það sagt vera ein af þremur megináherslum hersins þegar kemur að því að nálgast hernaðastyrk Bandaríkjanna. Þá segir einnig að vegna fréttar Post hafi Jim Mattis, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, farið fram á innri skoðun á því hvernig netöryggi væri háttað á meðal þeirra fjölmörgu verktaka sem starfa fyrir varnarmálaráðuneytið og bandaríska herinn.Hér að neðan má sjá myndband frá Washington Post þar sem farið er yfir hernaðaruppbyggingu kínverska sjóhersins undanfarin ár.
Suður-Kínahaf Tengdar fréttir Kínverjar sendu þotur og skip gegn bandarískum herskipum Yfirvöld Kína brugðust í dag reið við því að tveimur bandarískum herskipum var siglt nærri eyjum í Suður-Kínahafi sem Kínverjar hafa gert ólöglegt tilkall til. 27. maí 2018 22:08 Kínverjar senda Bandaríkjunum tóninn vegna Taívan Herafli Kína sendi yfirvöldum og íbúum Taívan skýr skilaboð um helgina og hét því að vernda „móðurlandið“ og þar á meðal Taívan. 29. apríl 2018 23:49 Ætla að standa í hárinu á Kína Bandaríkin munu standa í hárinu á Kínverjum varðandi hervæðingu þeirra í Suður-Kínahafi. 29. maí 2018 23:47 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Sjá meira
Kínverjar sendu þotur og skip gegn bandarískum herskipum Yfirvöld Kína brugðust í dag reið við því að tveimur bandarískum herskipum var siglt nærri eyjum í Suður-Kínahafi sem Kínverjar hafa gert ólöglegt tilkall til. 27. maí 2018 22:08
Kínverjar senda Bandaríkjunum tóninn vegna Taívan Herafli Kína sendi yfirvöldum og íbúum Taívan skýr skilaboð um helgina og hét því að vernda „móðurlandið“ og þar á meðal Taívan. 29. apríl 2018 23:49
Ætla að standa í hárinu á Kína Bandaríkin munu standa í hárinu á Kínverjum varðandi hervæðingu þeirra í Suður-Kínahafi. 29. maí 2018 23:47