Íslenski boltinn

Gunnleifur var búinn að halda hreinu í 764 mínútur í fyrri hálfleik

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Gunnleifur Gunnleifsson er fyrirliði og markvörður Breiðabliks.
Gunnleifur Gunnleifsson er fyrirliði og markvörður Breiðabliks. vísir/bára
Gunnleifur Gunnleifsson, markvörður Breiðabliks í Pepsi-deild karla, fékk í gær á sig sitt fyrsta mark í fyrri hálfleik á timabilinu.

Breiðabliksliðið var ekki búið að fá á sig mark í fyrri hálfleik í fyrstu fimmtán leikjum tímabilsins.

Víkingurinn Geoffrey Castillion varð fyrstur til að skora hjá Gunnleifi á fyrstu 45 mínútum í sumar.

Þegar Castillion skallaði boltann framhjá Gunnleifi þá var Breiðabliksliðið búið að spila í 764 mínútur án þess að fá á sig mark í fyrri hálfleik.

Síðastur á undan Castillion til að skora hjá Gunnleifi í fyrri hálfleik var Eyjamaðurinn Shahab Zahedi.



Mörkin sem Blikar hafa fengið á sig í sumar hafa komið á þessum tíma í leikjunum:

Fyrri hálfleikur: 1 mark

1.-15. mínúta: 0 mörk

16.-30. mínúta: 1 mark

31.-45. mínúta: 0 mörk

Seinni hálfleikur: 10 mörk

46.-60. mínúta: 3 mörk

61.-75. mínúta: 4 mörk

76.-90. mínúta: 3 mörk




Fleiri fréttir

Sjá meira


×