Fyrsti fanginn tekinn af lífi með lyfjum í Nebraska Samúel Karl Ólason skrifar 14. ágúst 2018 16:48 Carey Dean Moore var tekinn af lífi í dag eftir að hafa verið dæmdur til dauða árið 1979. Vísir/AP Dauðadómi yfir Carey Dean Moore var framfylgt í Nebraska í dag og var til þess notuð áður óreynd blanda af lyfjum. Þetta er fyrsta aftakan með lyfjum í Nebraska. Síðasta aftakan í ríkinu fór fram árið 1997 þegar hinn dauðadæmdi var tekinn af lífi í rafmagnsstól. Lyfjablandan áðurnefnda innihélt meðal annars lyfið fentanyl og segja vitni af aftökunni að svo virðist sem hún hafi gengið hnökralaust, ef svo má að orði komast. Moore var dæmdur til dauða árið 1979 fyrir að myrða tvo leigubílstjóra. Yfirvöld Nebraska felldu þó niður dauðadóma fyrir rúmum þremur árum. Dauðadómar voru þó teknir upp aftur ári seinna í atkvæðagreiðslu íbúa ríkisins. Frá því hann var dæmdur hefur sjö sinnum staðið til að taka hann af lífi. Því hefur þó alltaf verið frestað vegna áfrýjana, annarra dómsmála og spurninga um hvort lyf sem átti að nota hafi verið fengin með löglegum hætti. Þýskt lyfjafyrirtæki reyndi að koma í veg fyrir aftökuna í síðustu viku. Í lögsókn hélt fyrirtækið Fresenius Kabi því fram að Nebraska hefði öðlast lyf fyrirtækisins með ólöglegum hætti. Forsvarsmenn fyrirtækisins sögðu að aftakan myndi koma niður á orðspori þess og viðskiptasamböndum. Alríkisdómari sem skoðaði málið var þó ósammála. Hann sagði lögmæta hagsmuni ríkisins vega meira en áhyggjur fyrirtækisins og tók einnig fram að Moore væri hættur að berjast gegn dauðadómnum. Bandaríkin Tengdar fréttir Fangi tekinn af lífi með lyfi sem Alvogen vill ekki í böðulshönd Alvogen hefur krafist lögbanns á notkun róandi lyfs við aftöku í Nevada í Bandaríkjunum. Lyfið var notað við aftöku í Tennessee í gærkvöldi. 10. ágúst 2018 15:15 Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Fleiri fréttir „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Sjá meira
Dauðadómi yfir Carey Dean Moore var framfylgt í Nebraska í dag og var til þess notuð áður óreynd blanda af lyfjum. Þetta er fyrsta aftakan með lyfjum í Nebraska. Síðasta aftakan í ríkinu fór fram árið 1997 þegar hinn dauðadæmdi var tekinn af lífi í rafmagnsstól. Lyfjablandan áðurnefnda innihélt meðal annars lyfið fentanyl og segja vitni af aftökunni að svo virðist sem hún hafi gengið hnökralaust, ef svo má að orði komast. Moore var dæmdur til dauða árið 1979 fyrir að myrða tvo leigubílstjóra. Yfirvöld Nebraska felldu þó niður dauðadóma fyrir rúmum þremur árum. Dauðadómar voru þó teknir upp aftur ári seinna í atkvæðagreiðslu íbúa ríkisins. Frá því hann var dæmdur hefur sjö sinnum staðið til að taka hann af lífi. Því hefur þó alltaf verið frestað vegna áfrýjana, annarra dómsmála og spurninga um hvort lyf sem átti að nota hafi verið fengin með löglegum hætti. Þýskt lyfjafyrirtæki reyndi að koma í veg fyrir aftökuna í síðustu viku. Í lögsókn hélt fyrirtækið Fresenius Kabi því fram að Nebraska hefði öðlast lyf fyrirtækisins með ólöglegum hætti. Forsvarsmenn fyrirtækisins sögðu að aftakan myndi koma niður á orðspori þess og viðskiptasamböndum. Alríkisdómari sem skoðaði málið var þó ósammála. Hann sagði lögmæta hagsmuni ríkisins vega meira en áhyggjur fyrirtækisins og tók einnig fram að Moore væri hættur að berjast gegn dauðadómnum.
Bandaríkin Tengdar fréttir Fangi tekinn af lífi með lyfi sem Alvogen vill ekki í böðulshönd Alvogen hefur krafist lögbanns á notkun róandi lyfs við aftöku í Nevada í Bandaríkjunum. Lyfið var notað við aftöku í Tennessee í gærkvöldi. 10. ágúst 2018 15:15 Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Fleiri fréttir „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Sjá meira
Fangi tekinn af lífi með lyfi sem Alvogen vill ekki í böðulshönd Alvogen hefur krafist lögbanns á notkun róandi lyfs við aftöku í Nevada í Bandaríkjunum. Lyfið var notað við aftöku í Tennessee í gærkvöldi. 10. ágúst 2018 15:15