Rannsóknarlögreglumaður stefnir Netflix vegna „Making a Murderer“ Kjartan Kjartansson skrifar 18. desember 2018 15:38 Moira Demos (t.v.) og Laura Ricciardi (t.h.) höfundar og leikstjórar Making a Murderer. Vísir/Getty Fyrrverandi rannsóknarlögreglumaður í Wisconsin í Bandaríkjunum hefur stefnt streymisíðunni Netflix vegna ærumeiðinga sem hann telur sig hafa orðið fyrir í heimildarmyndaþáttunum „Making a Murderer“. Hann telur að gefið sé í skyn að hann hafi komið fyrir sönnunargögnum til að koma sök á aðalviðfangsefni þáttanna. „Making a Murderer“ fjallar um dularfullt morðmál í Manitowoc-sýslu í Wisconsin. Steven Avery var þá dæmdur fyrir morð á Teresu Halbach, ungum ljósmyndara, árið 2007. Hann hafði áður setið saklaus í átján ár í fangelsi vegna tilraunar til nauðgunar sem annar maður framdi. Í Netflix-þáttaröðinni er vinnubrögðum lögreglu og saksóknara í morðmálinu lýst ítarlega og ýjað að því að lögreglan gæti hafa komið sök á Avery. Þegar morðmálið kom upp hafði Avery stefnt sýslunni vegna fangelsisvistarinnar. Einn lögreglumannanna sem koma einna mest við sögu er Andrew Colborn, rannsóknarlögreglumaður í Manitowoc-sýslu. Hann hefur nú stefnt Netflix vegna ærumeiðinga. Lögmaður hans segir að Colborn hafi mátt þola „háð, fyrirlitningu og andúð“ á heimsvísu eftir að þættirnir birtust fyrir árið 2015. Sakar hann aðstandendur þáttanna um að greina ekki frá lykilstaðreyndum og að brengla atburði til að láta það virðast sem Colborn og fleiri lögreglumenn hafi komið sök á Avery. Þannig hafi þeir leitt áhorfendur að röngum ályktunum, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Önnur þáttaröð „Making a Murderer“ kom út á þessu ári. Fjallar hún um tilraunir lögmanna Avery og frænda hans Brendans Dassey til að snúa við sakfellingum þeirra fyrir áfrýjunardómstólum. Dassey var dæmdur fyrir hlutdeild í morðinu á Halbach og kynferðisbrotum gegn henni. Sakfellingin byggðist aðeins á játningu hans sem lögmenn hans fullyrða að hafi verið fengið fram með þvingunum. Bandaríkin Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Hæstiréttur neitar að endurskoða mál Brendan Dassey Hæstiréttur Bandaríkjanna neitaði í dag að endurskoða mál Brendan Dassey, sem var fjallað um í Netflix þáttunum Making A Murderer 25. júní 2018 15:15 Mest lesið Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Erlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Erlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Fleiri fréttir Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Seinfeld og Friends-leikari látinn Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Sjá meira
Fyrrverandi rannsóknarlögreglumaður í Wisconsin í Bandaríkjunum hefur stefnt streymisíðunni Netflix vegna ærumeiðinga sem hann telur sig hafa orðið fyrir í heimildarmyndaþáttunum „Making a Murderer“. Hann telur að gefið sé í skyn að hann hafi komið fyrir sönnunargögnum til að koma sök á aðalviðfangsefni þáttanna. „Making a Murderer“ fjallar um dularfullt morðmál í Manitowoc-sýslu í Wisconsin. Steven Avery var þá dæmdur fyrir morð á Teresu Halbach, ungum ljósmyndara, árið 2007. Hann hafði áður setið saklaus í átján ár í fangelsi vegna tilraunar til nauðgunar sem annar maður framdi. Í Netflix-þáttaröðinni er vinnubrögðum lögreglu og saksóknara í morðmálinu lýst ítarlega og ýjað að því að lögreglan gæti hafa komið sök á Avery. Þegar morðmálið kom upp hafði Avery stefnt sýslunni vegna fangelsisvistarinnar. Einn lögreglumannanna sem koma einna mest við sögu er Andrew Colborn, rannsóknarlögreglumaður í Manitowoc-sýslu. Hann hefur nú stefnt Netflix vegna ærumeiðinga. Lögmaður hans segir að Colborn hafi mátt þola „háð, fyrirlitningu og andúð“ á heimsvísu eftir að þættirnir birtust fyrir árið 2015. Sakar hann aðstandendur þáttanna um að greina ekki frá lykilstaðreyndum og að brengla atburði til að láta það virðast sem Colborn og fleiri lögreglumenn hafi komið sök á Avery. Þannig hafi þeir leitt áhorfendur að röngum ályktunum, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Önnur þáttaröð „Making a Murderer“ kom út á þessu ári. Fjallar hún um tilraunir lögmanna Avery og frænda hans Brendans Dassey til að snúa við sakfellingum þeirra fyrir áfrýjunardómstólum. Dassey var dæmdur fyrir hlutdeild í morðinu á Halbach og kynferðisbrotum gegn henni. Sakfellingin byggðist aðeins á játningu hans sem lögmenn hans fullyrða að hafi verið fengið fram með þvingunum.
Bandaríkin Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Hæstiréttur neitar að endurskoða mál Brendan Dassey Hæstiréttur Bandaríkjanna neitaði í dag að endurskoða mál Brendan Dassey, sem var fjallað um í Netflix þáttunum Making A Murderer 25. júní 2018 15:15 Mest lesið Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Erlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Erlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Fleiri fréttir Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Seinfeld og Friends-leikari látinn Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Sjá meira
Hæstiréttur neitar að endurskoða mál Brendan Dassey Hæstiréttur Bandaríkjanna neitaði í dag að endurskoða mál Brendan Dassey, sem var fjallað um í Netflix þáttunum Making A Murderer 25. júní 2018 15:15