Vonbrigði að Íslendingar hafi ekki þegið heimboðið Stefán Ó. Jónsson skrifar 25. júní 2018 06:15 Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja, hefur verið gagnrýndur fyrir stefnu sína í fíkniefnamálum. Vísir/AFP Fulltrúi Filippseyja á mannréttindaþingi Sameinuðu þjóðanna fór hörðum orðum um Íslendinga og þær 37 aðrar þjóðir sem gagnrýndu ástand mannréttindamála á eyjunum á þinginu. Þetta er í annað sinn á undanförnum 9 mánuðum sem stjórnvöld í Manilla senda Íslendingum tóninn vegna gagnrýni sinnar. Í yfirlýsingu sem fulltrúi Íslands las upp á mannréttindaþinginu, sem haldið var í New York í liðinni viku, var stefna filippeyskra stjórnvalda í fíkniefnamálum hörmuð. Þúsundir vímuefnaneytenda hafa verið teknir af lífi án dóms og laga á því rúma ári sem forseti eyjanna, Rodrigo Duterte, hefur rekið harða stefnu sína í málaflokknum. Í yfirlýsingunni er kallað eftir því að stefnunni verði breytt, þannig að hún taki mið af alþjóðlegum mannréttindasáttmálum, og rannsóknir á dauðsföllum neytendanna verði til lykta leiddar.Þetta er ekki í fyrsta sinn sem sendinefnd Íslands á mannréttaþinginu beinir spjótum sínum að Filippseyjum. Það gerði hún einnig þegar þingið var haldið í Genf í september í fyrra, eins og Vísir greindi frá á sínum tíma.Á þinginu um helgina, rétt eins og í Genf á síðasta ári, sagði fulltrúi Filippseyja að afstaða Íslendinga væri mikil vonbrigði, hlutdræg og tilhæfulaus. Stjórnvöld í Manilla hefðu boðið Íslendingum til landsins þannig að þeir gætu sjálfir gengið úr skugga um stöðu mannréttindamála á Filippseyja. Það boð hefðu íslensk stjórnvöld ekki þegið.Sjá einnig: Gaf lítið fyrir gagnrýni íslensku hræsnaranna„Því miður virðast vinir okkar ekki hafa mikinn áhuga á sannleikanum og vilja heldur reiða sig á villand upplýsingar,“ er haft eftir utanríkisráðherra Filippseyja, Alan Peter Cayetano, á vef kínverska ríkismiðilsins Xinhua. Í andsvari sínu benti fulltrúi Filippseyja á að ferill Íslendinga í mannréttindamálum væri ekki flekklaus - og nefndi móttöku flóttamanna máli sínu til stuðnings. Það væri niðurlægjandi fyrir hin þróuðu ríki heimsins að þriðji heimurinn tæki á móti um 80% allra flóttamanna heimsins.Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherrVísir/egillEftir gagnrýnina Íslendinga í Genf í fyrra beindu Filippseyjar kastljósi sínu að fóstureyðingum á Íslandi. Þá hafði CBS-sjónvarpsstöðin nýlega birt umtalaða umfjöllun sína um Downs-heilkennið á Íslandi, en fá börn fæðast hér á landi með heilkennið. Í samtali við mbl segir Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra Íslands, að viðbrögð Filippseyinga komi sér ekki á óvart. Þeir hafi áður hnýtt í Íslendinga, sem fyrr segir. Hann segir að sama skapi að viðbrögð þeirra muni ekki verða til þess að Íslendingar breyti stefnu sinni í málaflokknum á alþjóðavettvangi. Þar að auki segir Guðlaugur að heimboð stjórnvalda í Manilla skipti engu máli. Gagnrýnin lúti að því að þau starfi með alþjóðasamtökum og veiti þeim aðgengi að landinu. Það sé hreinlega of mikið af mannréttindabrotum í heiminum til að einn ráðherra Íslands geti tekið þau öll út. Filippseyjar Tengdar fréttir Gaf lítið fyrir gagnrýni íslensku hræsnaranna Filippseyjar taka lítið mark á ríkjum sem framkvæma fóstureyðingar í jafn miklum mæli og Íslendingar. 29. september 2017 07:02 Duterte bregst við gagnrýni á fíkniefnastríðið Forseti Filippseyja hefur bannað lögreglu landsins að taka þátt í stríðinu gegn fíkniefnum 12. október 2017 07:56 „Verum Bandaríkin, ekki Ísland“ Talsmaður samtaka sem berjast fyrir réttindum fólks með Downs-heilkenni flutti tilfinningaþrungna ræðu fyrir bandarískri þingnefnd á dögunum 28. október 2017 08:14 Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Fleiri fréttir Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Sjá meira
Fulltrúi Filippseyja á mannréttindaþingi Sameinuðu þjóðanna fór hörðum orðum um Íslendinga og þær 37 aðrar þjóðir sem gagnrýndu ástand mannréttindamála á eyjunum á þinginu. Þetta er í annað sinn á undanförnum 9 mánuðum sem stjórnvöld í Manilla senda Íslendingum tóninn vegna gagnrýni sinnar. Í yfirlýsingu sem fulltrúi Íslands las upp á mannréttindaþinginu, sem haldið var í New York í liðinni viku, var stefna filippeyskra stjórnvalda í fíkniefnamálum hörmuð. Þúsundir vímuefnaneytenda hafa verið teknir af lífi án dóms og laga á því rúma ári sem forseti eyjanna, Rodrigo Duterte, hefur rekið harða stefnu sína í málaflokknum. Í yfirlýsingunni er kallað eftir því að stefnunni verði breytt, þannig að hún taki mið af alþjóðlegum mannréttindasáttmálum, og rannsóknir á dauðsföllum neytendanna verði til lykta leiddar.Þetta er ekki í fyrsta sinn sem sendinefnd Íslands á mannréttaþinginu beinir spjótum sínum að Filippseyjum. Það gerði hún einnig þegar þingið var haldið í Genf í september í fyrra, eins og Vísir greindi frá á sínum tíma.Á þinginu um helgina, rétt eins og í Genf á síðasta ári, sagði fulltrúi Filippseyja að afstaða Íslendinga væri mikil vonbrigði, hlutdræg og tilhæfulaus. Stjórnvöld í Manilla hefðu boðið Íslendingum til landsins þannig að þeir gætu sjálfir gengið úr skugga um stöðu mannréttindamála á Filippseyja. Það boð hefðu íslensk stjórnvöld ekki þegið.Sjá einnig: Gaf lítið fyrir gagnrýni íslensku hræsnaranna„Því miður virðast vinir okkar ekki hafa mikinn áhuga á sannleikanum og vilja heldur reiða sig á villand upplýsingar,“ er haft eftir utanríkisráðherra Filippseyja, Alan Peter Cayetano, á vef kínverska ríkismiðilsins Xinhua. Í andsvari sínu benti fulltrúi Filippseyja á að ferill Íslendinga í mannréttindamálum væri ekki flekklaus - og nefndi móttöku flóttamanna máli sínu til stuðnings. Það væri niðurlægjandi fyrir hin þróuðu ríki heimsins að þriðji heimurinn tæki á móti um 80% allra flóttamanna heimsins.Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherrVísir/egillEftir gagnrýnina Íslendinga í Genf í fyrra beindu Filippseyjar kastljósi sínu að fóstureyðingum á Íslandi. Þá hafði CBS-sjónvarpsstöðin nýlega birt umtalaða umfjöllun sína um Downs-heilkennið á Íslandi, en fá börn fæðast hér á landi með heilkennið. Í samtali við mbl segir Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra Íslands, að viðbrögð Filippseyinga komi sér ekki á óvart. Þeir hafi áður hnýtt í Íslendinga, sem fyrr segir. Hann segir að sama skapi að viðbrögð þeirra muni ekki verða til þess að Íslendingar breyti stefnu sinni í málaflokknum á alþjóðavettvangi. Þar að auki segir Guðlaugur að heimboð stjórnvalda í Manilla skipti engu máli. Gagnrýnin lúti að því að þau starfi með alþjóðasamtökum og veiti þeim aðgengi að landinu. Það sé hreinlega of mikið af mannréttindabrotum í heiminum til að einn ráðherra Íslands geti tekið þau öll út.
Filippseyjar Tengdar fréttir Gaf lítið fyrir gagnrýni íslensku hræsnaranna Filippseyjar taka lítið mark á ríkjum sem framkvæma fóstureyðingar í jafn miklum mæli og Íslendingar. 29. september 2017 07:02 Duterte bregst við gagnrýni á fíkniefnastríðið Forseti Filippseyja hefur bannað lögreglu landsins að taka þátt í stríðinu gegn fíkniefnum 12. október 2017 07:56 „Verum Bandaríkin, ekki Ísland“ Talsmaður samtaka sem berjast fyrir réttindum fólks með Downs-heilkenni flutti tilfinningaþrungna ræðu fyrir bandarískri þingnefnd á dögunum 28. október 2017 08:14 Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Fleiri fréttir Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Sjá meira
Gaf lítið fyrir gagnrýni íslensku hræsnaranna Filippseyjar taka lítið mark á ríkjum sem framkvæma fóstureyðingar í jafn miklum mæli og Íslendingar. 29. september 2017 07:02
Duterte bregst við gagnrýni á fíkniefnastríðið Forseti Filippseyja hefur bannað lögreglu landsins að taka þátt í stríðinu gegn fíkniefnum 12. október 2017 07:56
„Verum Bandaríkin, ekki Ísland“ Talsmaður samtaka sem berjast fyrir réttindum fólks með Downs-heilkenni flutti tilfinningaþrungna ræðu fyrir bandarískri þingnefnd á dögunum 28. október 2017 08:14