Gaf lítið fyrir gagnrýni íslensku hræsnaranna Stefán Ó. Jónsson skrifar 29. september 2017 07:02 Frá þinginu í Genf í gær. Twitter Þrjátíu og níu ríki, Ísland þeirra á meðal, hafa „þungar áhyggjur“ af stöðu mannréttindamála á Filippseyjum eftir að forseti landsins, Rodrigo Duterte, hóf mannskæða baráttu sína gegn fíkniefnum í landinu. Í sameiginlegri yfirlýsingu sem fastanefnd Íslands hafði frumkvæði að og lesin var upp af Högna Kristjánssyni, fulltrúa Íslands, á mannréttindaþingi Sameinuðu þjóðanna í Genf í gær er þess krafist að öll morð í landinu séu rannsökuð og til lykta leidd. Mannréttindasamtök hafa ítrekað gagnrýnt þær þúsundir aftaka sem framkvæmdar eru án dóms og laga í landinu. Þannig geta lögreglumenn, sem og aðrir óbreyttir borgarar, tekið fólk af lífi fyrir það eitt að vera grunað um að hafa einhvern tímann neytt fíkniefna. Ef marka má tölur stjórnvalda hafa um sjö þúsund manns verið drepnir í stríði Duterte gegn fíkniefnum í landinu frá því að hann tók við stjórnartaumunum í fyrra. Margir telja það varlega áætlað, nær væri að ætla að 13 þúsund hafi verið myrtir.Ræðu Högna má heyra hér að neðan.„Við hvetjum stjórnvöld til að rannsaka þessu meintu mannréttindabrot og stuðla að öryggi innfæddra, blaðamanna og starfsfólks mannréttindasamtaka,“ las Högni á þinginu í gær. Hann fór þess einnig á leit í ræðu sinni að þessum aftökum yrði hætt og að Filippseyjar myndu þiggja aðstoð alþjóðasamfélagsins. Jafnframt gagnrýndi hann það sem kallað var „refsileysisandinn“ í landinu, það er að íbúar Filippseyja telji sig geta komist upp með hina alvarlegustu glæpi án þessi að hljóta teljandi refsingu fyrir. Önnur lönd sem að yfirlýsingunni stóðu voru Ástralía, Austurrríki, Belgía, Bandaríkin, Bretland, Búlgaría, Kanada, Króatía, Kýpur, Danmörk, Eistland, Finnland, Frakkland, Georgía, Grikkland, Holland, Írland, Ítalía, Lettland, Lichetensten, Litháen, Lúxemborg, Makedónía, Malta, Moldavía, Noregur, Pólland, Portúgal, Rúmenía, Slóvakía, Slóvenía, Spánn, Svartfjallaland, Sviss, Svíþjóð, Tékkland, Úkraína og Þýskaland.Hver þykast þau vera? Fulltrúi Filippseyjanna á þinginu gaf þó lítið fyrir þessar kröfur ríkjanna. Hver væru þau að segja hvernig landar hans ættu að hátta mannréttindamálum? „Þetta eru sömu lönd og dásama réttinn til lífs á sama tíma og þau virða algjörlega að vettugi rétt hinn ófæddu,“ er haft eftir fulltrúanum í fjölmiðlum ytra. Hræsnarar væru ekki í neinni aðstöðu til að gagnrýna. Má þar ætla að hún hafi ekki síst verið að vísa í umfjöllun CBS-sjónvarpsstöðvarinnar um Downs-heilkennið á Íslandi. Nær engin börn fæðast lengur með heilkennið á Íslandi vegna tíðra prófana fyrir litningagalla sem veldur því. Umfjöllunin vakti gríðarlega athygli um alla heim, ekki síst vestanhafs, þar sem þingmenn og leikarar gagnrýndu Ísland fyrir að „drepa alla“ með heilkennið. Þannig sagði Sarah Palin, fyrrverandi forsetaframbjóðandi repúblikana, með tárin í augunum að Íslendingar væru engu betri en nasistarnir í þriðja ríkinu. Filippseyjar Svartfjallaland Tengdar fréttir Downs-heilkennið á Íslandi: Segir ekki verið að eyða heilkenninu heldur drepa börn Ted Cruz, þingmaður Repúblikanaflokksins, og bandaríska leikkonan Patricia Heaton gagnrýndu stöðu Downs-heilkennisins á Íslandi harðlega í dag. 15. ágúst 2017 20:30 Sarah Palin líkir Íslandi við Þýskaland nasismans „Þetta umburðarleysi gagnavart fólki sem er öðruvísi er rangt og illska.“ 16. ágúst 2017 06:38 Mest lesið „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast Innlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Gular viðvaranir taka gildi Veður Fleiri fréttir Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Sjá meira
Þrjátíu og níu ríki, Ísland þeirra á meðal, hafa „þungar áhyggjur“ af stöðu mannréttindamála á Filippseyjum eftir að forseti landsins, Rodrigo Duterte, hóf mannskæða baráttu sína gegn fíkniefnum í landinu. Í sameiginlegri yfirlýsingu sem fastanefnd Íslands hafði frumkvæði að og lesin var upp af Högna Kristjánssyni, fulltrúa Íslands, á mannréttindaþingi Sameinuðu þjóðanna í Genf í gær er þess krafist að öll morð í landinu séu rannsökuð og til lykta leidd. Mannréttindasamtök hafa ítrekað gagnrýnt þær þúsundir aftaka sem framkvæmdar eru án dóms og laga í landinu. Þannig geta lögreglumenn, sem og aðrir óbreyttir borgarar, tekið fólk af lífi fyrir það eitt að vera grunað um að hafa einhvern tímann neytt fíkniefna. Ef marka má tölur stjórnvalda hafa um sjö þúsund manns verið drepnir í stríði Duterte gegn fíkniefnum í landinu frá því að hann tók við stjórnartaumunum í fyrra. Margir telja það varlega áætlað, nær væri að ætla að 13 þúsund hafi verið myrtir.Ræðu Högna má heyra hér að neðan.„Við hvetjum stjórnvöld til að rannsaka þessu meintu mannréttindabrot og stuðla að öryggi innfæddra, blaðamanna og starfsfólks mannréttindasamtaka,“ las Högni á þinginu í gær. Hann fór þess einnig á leit í ræðu sinni að þessum aftökum yrði hætt og að Filippseyjar myndu þiggja aðstoð alþjóðasamfélagsins. Jafnframt gagnrýndi hann það sem kallað var „refsileysisandinn“ í landinu, það er að íbúar Filippseyja telji sig geta komist upp með hina alvarlegustu glæpi án þessi að hljóta teljandi refsingu fyrir. Önnur lönd sem að yfirlýsingunni stóðu voru Ástralía, Austurrríki, Belgía, Bandaríkin, Bretland, Búlgaría, Kanada, Króatía, Kýpur, Danmörk, Eistland, Finnland, Frakkland, Georgía, Grikkland, Holland, Írland, Ítalía, Lettland, Lichetensten, Litháen, Lúxemborg, Makedónía, Malta, Moldavía, Noregur, Pólland, Portúgal, Rúmenía, Slóvakía, Slóvenía, Spánn, Svartfjallaland, Sviss, Svíþjóð, Tékkland, Úkraína og Þýskaland.Hver þykast þau vera? Fulltrúi Filippseyjanna á þinginu gaf þó lítið fyrir þessar kröfur ríkjanna. Hver væru þau að segja hvernig landar hans ættu að hátta mannréttindamálum? „Þetta eru sömu lönd og dásama réttinn til lífs á sama tíma og þau virða algjörlega að vettugi rétt hinn ófæddu,“ er haft eftir fulltrúanum í fjölmiðlum ytra. Hræsnarar væru ekki í neinni aðstöðu til að gagnrýna. Má þar ætla að hún hafi ekki síst verið að vísa í umfjöllun CBS-sjónvarpsstöðvarinnar um Downs-heilkennið á Íslandi. Nær engin börn fæðast lengur með heilkennið á Íslandi vegna tíðra prófana fyrir litningagalla sem veldur því. Umfjöllunin vakti gríðarlega athygli um alla heim, ekki síst vestanhafs, þar sem þingmenn og leikarar gagnrýndu Ísland fyrir að „drepa alla“ með heilkennið. Þannig sagði Sarah Palin, fyrrverandi forsetaframbjóðandi repúblikana, með tárin í augunum að Íslendingar væru engu betri en nasistarnir í þriðja ríkinu.
Filippseyjar Svartfjallaland Tengdar fréttir Downs-heilkennið á Íslandi: Segir ekki verið að eyða heilkenninu heldur drepa börn Ted Cruz, þingmaður Repúblikanaflokksins, og bandaríska leikkonan Patricia Heaton gagnrýndu stöðu Downs-heilkennisins á Íslandi harðlega í dag. 15. ágúst 2017 20:30 Sarah Palin líkir Íslandi við Þýskaland nasismans „Þetta umburðarleysi gagnavart fólki sem er öðruvísi er rangt og illska.“ 16. ágúst 2017 06:38 Mest lesið „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast Innlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Gular viðvaranir taka gildi Veður Fleiri fréttir Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Sjá meira
Downs-heilkennið á Íslandi: Segir ekki verið að eyða heilkenninu heldur drepa börn Ted Cruz, þingmaður Repúblikanaflokksins, og bandaríska leikkonan Patricia Heaton gagnrýndu stöðu Downs-heilkennisins á Íslandi harðlega í dag. 15. ágúst 2017 20:30
Sarah Palin líkir Íslandi við Þýskaland nasismans „Þetta umburðarleysi gagnavart fólki sem er öðruvísi er rangt og illska.“ 16. ágúst 2017 06:38
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent