„Verum Bandaríkin, ekki Ísland“ Stefán Ó. Jónsson skrifar 28. október 2017 08:14 Frank Stephens mætti fyrir bandaríska þingnefnd í vikunni. Skjáskot Frank Stephens, talsmaður samtaka sem berjast fyrir réttindum fólks með Downs-heilkenni, flutti tilfinningaþrungna ræðu fyrir bandarískri þingnefnd á dögunum. Í ræðunni, sem sjá má hér að neðan, talaði Stephens fyrir auknu fjármagni til rannsókna á heilkenninu og hvatti þingmenn um leið til að beina sjónum sínum að útrýmingu Alzheimer - en ekki Downs. Þá sendi hann Íslendingum pillu en eins og ítrekað hefur verið greint frá vestanhafs síðustu vikur, allt frá því að umfjölllun CBS leit dagsins ljós, fæðast sárafáir Íslendingar með heilkennið ár hvert. Hafa margir nafntogaðir Bandaríkjamenn gagnrýnt þessa stefnu harðlega og til að mynda sagt Íslendinga engu betri en nasista Þriðja ríkisins.„Ég er maður með Downs-heilkenni og líf mitt er þess virði,“ sagði Stephens og uppskar lófatak fyrir vikið.Sjá einnig: Downs-heilkennið á Íslandi: Segir ekki verið að eyða heilkenninu heldur drepa börnBenti hann því næst á fyrrnefndan fréttaflutning og þá staðreynd að næstum 100% allra fóstra sem greinast með heilkennið er eytt ár hvert á Íslandi, sem og í Danmörku og Suður-Kóreu. „Ég á erfitt með að sitja hér og reifa þessar tölur. Ég skil þó hins vegar fullkomlega að fólk sem talar fyrir þessari „lokalausn“ vilja ekki að fólk eins og ég sé til.“ Hugtakið lokalausn er vísun til hugmynda nasista um útrýmingu „óæðri kynstofna,“ það er allra annarra en aría, og leiddi meðal annars til útrýmingarbúðanna alræmdu.Stephens bætti því næst við að þetta viðhorf lýsti miklum fordómum og gamaldags hugsunarhætti um líf fólks með heilkennið. „Í alvöru, ég lifi frábæru lífi,“ sagði Stephens og minntist á störf sín sem gestafyrirlesari í háskólum víðsvegar um Bandaríkin, metsölubókina sem hann kom að og hlutverkin sem hann hefur fengið í kvikmyndum og sjónvarpsþáttum. „Ég hef tvisvar komið í Hvíta húsið, í hvorugt skiptið þurfti ég að hoppa yfir grindverkið,“ sagði hann svo kíminn. Hann vill ekki þurfa að réttlæta tilvist sína en benti á að mörgum þætti Downs-heilkennið vera „óvenjulega öflug uppspretta hamingju. Hamingja hlýtur að vera einhvers virði,“ sagði Stephens.Sjá einnig: Gaf lítið fyrir gagnrýni íslensku hræsnaranna Lauk hann ræðu sinni á því að hvetja bandaríska þingið til að auka fjárveitingar til rannsókna á heilkenninu en hann telur að það gæti leitt til margvíslegra uppgötvana; til að mynda um krabbamein, Alzheimer og hvers kyns ónæmiskerfisvanda. „Hjálpið okkur að ná fram breytingum. Verum Bandaríkin, ekki Ísland eða Danmörk. Leitum að svörum, ekki „lokalausnum.“ Verum Bandaríkin. Stefnum á að vera laus við Alzheimer, ekki Downs-heilkennið.“ Ræðu hans má sjá hér að ofan. Tengdar fréttir Gaf lítið fyrir gagnrýni íslensku hræsnaranna Filippseyjar taka lítið mark á ríkjum sem framkvæma fóstureyðingar í jafn miklum mæli og Íslendingar. 29. september 2017 07:02 Downs-heilkennið á Íslandi: Segir ekki verið að eyða heilkenninu heldur drepa börn Ted Cruz, þingmaður Repúblikanaflokksins, og bandaríska leikkonan Patricia Heaton gagnrýndu stöðu Downs-heilkennisins á Íslandi harðlega í dag. 15. ágúst 2017 20:30 Sarah Palin líkir Íslandi við Þýskaland nasismans „Þetta umburðarleysi gagnavart fólki sem er öðruvísi er rangt og illska.“ 16. ágúst 2017 06:38 Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Innlent „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Erlent Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Innlent Fleiri fréttir Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Sjá meira
Frank Stephens, talsmaður samtaka sem berjast fyrir réttindum fólks með Downs-heilkenni, flutti tilfinningaþrungna ræðu fyrir bandarískri þingnefnd á dögunum. Í ræðunni, sem sjá má hér að neðan, talaði Stephens fyrir auknu fjármagni til rannsókna á heilkenninu og hvatti þingmenn um leið til að beina sjónum sínum að útrýmingu Alzheimer - en ekki Downs. Þá sendi hann Íslendingum pillu en eins og ítrekað hefur verið greint frá vestanhafs síðustu vikur, allt frá því að umfjölllun CBS leit dagsins ljós, fæðast sárafáir Íslendingar með heilkennið ár hvert. Hafa margir nafntogaðir Bandaríkjamenn gagnrýnt þessa stefnu harðlega og til að mynda sagt Íslendinga engu betri en nasista Þriðja ríkisins.„Ég er maður með Downs-heilkenni og líf mitt er þess virði,“ sagði Stephens og uppskar lófatak fyrir vikið.Sjá einnig: Downs-heilkennið á Íslandi: Segir ekki verið að eyða heilkenninu heldur drepa börnBenti hann því næst á fyrrnefndan fréttaflutning og þá staðreynd að næstum 100% allra fóstra sem greinast með heilkennið er eytt ár hvert á Íslandi, sem og í Danmörku og Suður-Kóreu. „Ég á erfitt með að sitja hér og reifa þessar tölur. Ég skil þó hins vegar fullkomlega að fólk sem talar fyrir þessari „lokalausn“ vilja ekki að fólk eins og ég sé til.“ Hugtakið lokalausn er vísun til hugmynda nasista um útrýmingu „óæðri kynstofna,“ það er allra annarra en aría, og leiddi meðal annars til útrýmingarbúðanna alræmdu.Stephens bætti því næst við að þetta viðhorf lýsti miklum fordómum og gamaldags hugsunarhætti um líf fólks með heilkennið. „Í alvöru, ég lifi frábæru lífi,“ sagði Stephens og minntist á störf sín sem gestafyrirlesari í háskólum víðsvegar um Bandaríkin, metsölubókina sem hann kom að og hlutverkin sem hann hefur fengið í kvikmyndum og sjónvarpsþáttum. „Ég hef tvisvar komið í Hvíta húsið, í hvorugt skiptið þurfti ég að hoppa yfir grindverkið,“ sagði hann svo kíminn. Hann vill ekki þurfa að réttlæta tilvist sína en benti á að mörgum þætti Downs-heilkennið vera „óvenjulega öflug uppspretta hamingju. Hamingja hlýtur að vera einhvers virði,“ sagði Stephens.Sjá einnig: Gaf lítið fyrir gagnrýni íslensku hræsnaranna Lauk hann ræðu sinni á því að hvetja bandaríska þingið til að auka fjárveitingar til rannsókna á heilkenninu en hann telur að það gæti leitt til margvíslegra uppgötvana; til að mynda um krabbamein, Alzheimer og hvers kyns ónæmiskerfisvanda. „Hjálpið okkur að ná fram breytingum. Verum Bandaríkin, ekki Ísland eða Danmörk. Leitum að svörum, ekki „lokalausnum.“ Verum Bandaríkin. Stefnum á að vera laus við Alzheimer, ekki Downs-heilkennið.“ Ræðu hans má sjá hér að ofan.
Tengdar fréttir Gaf lítið fyrir gagnrýni íslensku hræsnaranna Filippseyjar taka lítið mark á ríkjum sem framkvæma fóstureyðingar í jafn miklum mæli og Íslendingar. 29. september 2017 07:02 Downs-heilkennið á Íslandi: Segir ekki verið að eyða heilkenninu heldur drepa börn Ted Cruz, þingmaður Repúblikanaflokksins, og bandaríska leikkonan Patricia Heaton gagnrýndu stöðu Downs-heilkennisins á Íslandi harðlega í dag. 15. ágúst 2017 20:30 Sarah Palin líkir Íslandi við Þýskaland nasismans „Þetta umburðarleysi gagnavart fólki sem er öðruvísi er rangt og illska.“ 16. ágúst 2017 06:38 Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Innlent „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Erlent Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Innlent Fleiri fréttir Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Sjá meira
Gaf lítið fyrir gagnrýni íslensku hræsnaranna Filippseyjar taka lítið mark á ríkjum sem framkvæma fóstureyðingar í jafn miklum mæli og Íslendingar. 29. september 2017 07:02
Downs-heilkennið á Íslandi: Segir ekki verið að eyða heilkenninu heldur drepa börn Ted Cruz, þingmaður Repúblikanaflokksins, og bandaríska leikkonan Patricia Heaton gagnrýndu stöðu Downs-heilkennisins á Íslandi harðlega í dag. 15. ágúst 2017 20:30
Sarah Palin líkir Íslandi við Þýskaland nasismans „Þetta umburðarleysi gagnavart fólki sem er öðruvísi er rangt og illska.“ 16. ágúst 2017 06:38