Farage segist ekki hafa afvegaleitt markaðinn Jóhann Óli Eiðsson skrifar 26. júní 2018 06:00 Nigel Farage fagnaði ákaft þegar það lá fyrir að Bretland væri á leið úr Evrópusambandinu. Vísir/afp Nigel Farage, fyrrverandi formaður UKIP, neitar ásökunum um að hafa lýst yfir ósigri þegar kosið var um Brexit gegn betri vitund. Með háttsemi sinni gæti Farage hafa skapað væntingar á gjaldmiðlamarkaði sem ekki reyndust réttar. Í aðdraganda Brexit-kosninganna leituðu fjölmargir vogunarsjóðir til breskra ráðgjafar- og könnunarfyrirtækja um að gera útgönguspár fyrir kosningarnar. Sumir sjóðirnir greiddu allt að tífalt venjulegt verð, um eina milljón dollara, andvirði ríflega 100 milljóna íslenskra króna á gengi dagsins í dag, fyrir slíkar spár. Þetta kemur fram í stórri úttekt um málið. Sum fyrirtækjanna unnu samhliða aðrar útgönguspár sem sendar voru á fjölmiðla rétt eftir að kjörstöðum var lokað. Þær útgönguspár bentu til þess að Bretland yrði áfram innan Evrópusambandsins (ESB). Hinar útgönguspárnar voru fullkomnari að ýmsu leyti og bentu til þess að Bretland væri á leið úr ESB. Þegar upp var staðið reyndist það raunin. Samkvæmt Bloomberg fengu stjórnendur sjóðanna upplýsingar úr þeim spám nær jafnóðum og þær bárust. Um klukkustund áður en kosningu lauk höfðu þeir því nokkuð öruggar upplýsingar sem bentu til þess að Bretland væri á leið út úr ESB. Brexit-umræðunni er hvergi nærri lokið.Vísir/gettyÞær upplýsingar notuðu sjóðirnir til að skortselja bresk pund. Niðurstöður kosningarinnar þýddu að pundið féll um tæpan fjórðung og hafði ekki verið veikara í 31 ár. Skortsala sjóðanna sem keyptu útgönguspárnar skilaði þeim hins vegar hundruðum milljóna dollara í hagnað. Skömmu eftir að fyrstu útgönguspár voru kynntar birtist Nigel Farage á sjónvarpsskjáum landsmanna og tilkynnti að sennilega hefðu aðildarsinnar haft sigur í kosningunni. Það gerði hann fyrst fimm mínútur yfir tíu um kvöldið, en þá var kjörstöðum lokað, og á ný rúmum hálftíma síðar. Heimildir Bloomberg herma hins vegar að hann hafi fengið upplýsingar úr einni af hinum útgönguspánum áður en hann veitti þau viðtöl. Þær upplýsingar gætu hafa haft talsverð áhrif á markaðinn. Eftir að fréttaskýring Bloomberg kom út í gær neitaði Farage að hafa reynt að hafa áhrif á markaðinn með yfirlýsingum sínum. Hann neitar því meðal annars að hafa fengið upplýsingar um útkomu útgönguspánna fyrir viðtölin. Ásakanir um misvísandi upplýsingagjöf af hans hálfu séu fráleitar í öllu falli. Í Bretlandi varðar það fangelsisrefsingu og himinháum fjársektum að kunngera niðurstöður úr útgönguspám áður en kosningu lýkur. Í úttekt Bloomberg segir að fyrirtækin hafi hins vegar talið að með því að veita aðeins stökum, eða fáum, fyrirtækjum upplýsingarnar fengi svo lítill hluti almennings aðgang að upplýsingunum að háttsemin væri ekki í andstöðu við lögin. Birtist í Fréttablaðinu Brexit Tengdar fréttir Nýjar skýrslur draga upp dökka mynd af horfum eftir Brexit Tvær nýjar skýrslur draga upp dökka mynd af efnahagshorfum Bretlands eftir formlega úrsögn úr Evrópusambandinu á næsta ári. 19. júní 2018 09:52 Airbus varar Breta við hörðu Brexit Forstjóri flugvélaframleiðandans segir að náist enginn samningur milli ESB og Breta um sambandið eftir Brexit sé það bein ógn við framtíð Airbus á Bretlandi. 22. júní 2018 08:59 Breskir ráðherrar ósáttir við viðvaranir fyrirtækja um Brexit Stórfyrirtæki hafa varað við afleiðingum þess að Bretar yfirgefi ESB án samnings. Það telja sumir íhaldsmenn grafa undan samningaviðræðum May forsætisráðherra við sambandið. 24. júní 2018 14:47 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Fleiri fréttir Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Sjá meira
Nigel Farage, fyrrverandi formaður UKIP, neitar ásökunum um að hafa lýst yfir ósigri þegar kosið var um Brexit gegn betri vitund. Með háttsemi sinni gæti Farage hafa skapað væntingar á gjaldmiðlamarkaði sem ekki reyndust réttar. Í aðdraganda Brexit-kosninganna leituðu fjölmargir vogunarsjóðir til breskra ráðgjafar- og könnunarfyrirtækja um að gera útgönguspár fyrir kosningarnar. Sumir sjóðirnir greiddu allt að tífalt venjulegt verð, um eina milljón dollara, andvirði ríflega 100 milljóna íslenskra króna á gengi dagsins í dag, fyrir slíkar spár. Þetta kemur fram í stórri úttekt um málið. Sum fyrirtækjanna unnu samhliða aðrar útgönguspár sem sendar voru á fjölmiðla rétt eftir að kjörstöðum var lokað. Þær útgönguspár bentu til þess að Bretland yrði áfram innan Evrópusambandsins (ESB). Hinar útgönguspárnar voru fullkomnari að ýmsu leyti og bentu til þess að Bretland væri á leið úr ESB. Þegar upp var staðið reyndist það raunin. Samkvæmt Bloomberg fengu stjórnendur sjóðanna upplýsingar úr þeim spám nær jafnóðum og þær bárust. Um klukkustund áður en kosningu lauk höfðu þeir því nokkuð öruggar upplýsingar sem bentu til þess að Bretland væri á leið út úr ESB. Brexit-umræðunni er hvergi nærri lokið.Vísir/gettyÞær upplýsingar notuðu sjóðirnir til að skortselja bresk pund. Niðurstöður kosningarinnar þýddu að pundið féll um tæpan fjórðung og hafði ekki verið veikara í 31 ár. Skortsala sjóðanna sem keyptu útgönguspárnar skilaði þeim hins vegar hundruðum milljóna dollara í hagnað. Skömmu eftir að fyrstu útgönguspár voru kynntar birtist Nigel Farage á sjónvarpsskjáum landsmanna og tilkynnti að sennilega hefðu aðildarsinnar haft sigur í kosningunni. Það gerði hann fyrst fimm mínútur yfir tíu um kvöldið, en þá var kjörstöðum lokað, og á ný rúmum hálftíma síðar. Heimildir Bloomberg herma hins vegar að hann hafi fengið upplýsingar úr einni af hinum útgönguspánum áður en hann veitti þau viðtöl. Þær upplýsingar gætu hafa haft talsverð áhrif á markaðinn. Eftir að fréttaskýring Bloomberg kom út í gær neitaði Farage að hafa reynt að hafa áhrif á markaðinn með yfirlýsingum sínum. Hann neitar því meðal annars að hafa fengið upplýsingar um útkomu útgönguspánna fyrir viðtölin. Ásakanir um misvísandi upplýsingagjöf af hans hálfu séu fráleitar í öllu falli. Í Bretlandi varðar það fangelsisrefsingu og himinháum fjársektum að kunngera niðurstöður úr útgönguspám áður en kosningu lýkur. Í úttekt Bloomberg segir að fyrirtækin hafi hins vegar talið að með því að veita aðeins stökum, eða fáum, fyrirtækjum upplýsingarnar fengi svo lítill hluti almennings aðgang að upplýsingunum að háttsemin væri ekki í andstöðu við lögin.
Birtist í Fréttablaðinu Brexit Tengdar fréttir Nýjar skýrslur draga upp dökka mynd af horfum eftir Brexit Tvær nýjar skýrslur draga upp dökka mynd af efnahagshorfum Bretlands eftir formlega úrsögn úr Evrópusambandinu á næsta ári. 19. júní 2018 09:52 Airbus varar Breta við hörðu Brexit Forstjóri flugvélaframleiðandans segir að náist enginn samningur milli ESB og Breta um sambandið eftir Brexit sé það bein ógn við framtíð Airbus á Bretlandi. 22. júní 2018 08:59 Breskir ráðherrar ósáttir við viðvaranir fyrirtækja um Brexit Stórfyrirtæki hafa varað við afleiðingum þess að Bretar yfirgefi ESB án samnings. Það telja sumir íhaldsmenn grafa undan samningaviðræðum May forsætisráðherra við sambandið. 24. júní 2018 14:47 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Fleiri fréttir Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Sjá meira
Nýjar skýrslur draga upp dökka mynd af horfum eftir Brexit Tvær nýjar skýrslur draga upp dökka mynd af efnahagshorfum Bretlands eftir formlega úrsögn úr Evrópusambandinu á næsta ári. 19. júní 2018 09:52
Airbus varar Breta við hörðu Brexit Forstjóri flugvélaframleiðandans segir að náist enginn samningur milli ESB og Breta um sambandið eftir Brexit sé það bein ógn við framtíð Airbus á Bretlandi. 22. júní 2018 08:59
Breskir ráðherrar ósáttir við viðvaranir fyrirtækja um Brexit Stórfyrirtæki hafa varað við afleiðingum þess að Bretar yfirgefi ESB án samnings. Það telja sumir íhaldsmenn grafa undan samningaviðræðum May forsætisráðherra við sambandið. 24. júní 2018 14:47